Friday, October 31, 2008

Fyndið...

Strax daginn eftir seinustu færslu varð maginn hrikalega góður og hefur haldið sér þannig síðan :) Er því ennþá á heilsufæðinu og hef það gott!!

Ég hélt svo nettan fyrirlestur í dag í skólanum sem gekk bara vel. Ég varð reyndar frekar pissed off því við eigum að halda fyrirlestur sem endist í ca 45 mín með umræðunum en stelpurnar sem voru á undan mér töluðu í tvo fokking klukkutíma! Svo höfðum við bara hálftíma til að tala og við þurftum að sleppa pásunni til að fá smá extra tíma. Kennarinn getur alveg misst sig í að leyfa fólki að halda áfram og áfram og áfram. pirr pirr. Er geggjað stressuð, bara mánuður í stóra prófið mitt og svo þarf ég líka að vera búin að skrifa 20 blaðsíðna ritgerð fyrir 19.desember gúlp. Er samt að deyja úr tilhlökkun að fara heim um jólin! :) Finnst laaangt síðan ég var á Eyrinni góðu síðast.
Ég var svo rosa "heppin" í gær og fékk yfirdráttinn minn frá Nýja Landsbankanum en það eru mjög margir í veseni sem eru hjá öðrum bönkum. Get ég því tekið því rólega og keypt í matinn með góðri samvisku hehe. Það er sko ekkert sældarlíf að vera námsmaður í útlöndum í dag.

Ætlaði nú bara að láta heyrast aðeins í mér...þarf að finna einhverja afsökun því ég þarf að þrífa bælið mitt og nenni því barasta ekkert! Þið þekkið þetta eflaust ;)

2 comments:

Anonymous said...

Ekki eg, eg er med housekeeper sem thrifur undan mer skitinn!

Til hamingju med yfirdrattinn! Paeldi astandi, fyrir stuttu var audveldast i heimi ad fa yfirdratt a islandi! Gangi ther vel med ritgerdina og profid, thekkjandi thig attu eftir ad rulla thessu upp.

Sjaumst um jolin ;)

Anonymous said...

Já sæll eruði bara með blogg hjónakornin!!!! Nú ætla ég sko að fylgjast með all the dirty stuff muahaha...;) sjáumst í skúlen!