Saturday, October 25, 2008

Fallegur haustdagur

Í dag er fallegt og þar sem það er laugardagsmorgunn og ég vöknuð snemma er eitthvað svo rólegt hérna og ljúft. Ég sit með fulla skál af ávöxtum og gæði mér á mmm. Er byrjuð á heilsumataræði til að reyna koma smá skipulagi á meltinguna. Keypti mér bók með 8 vikna heilsuátaki. Í þessari bók er til dæmis mælt með að maður borði bara ávexti fyrstu fjóra klukkutímana eftir að maður vaknar til þess að gefa manni hámarks orku því ávextir eru auðmeltanlegir og svo að maður hafi fullt af góðum ensímum til að brjóta þá fæðu sem svo kemur restina af deginum. Svo er farið eftir kenningum um sýru og basískan mat en maður má víst bara fá 1/3 af sýru matnum á móti 2/3 af basíska matnum yfir daginn. Og maður má ekki blanda þeim saman eins og flest allir sem ég þekki gera á hverju kvöldi þegar fólk borðar kjöt og kartöflur saman. Samkvæmt þessari bók þarf maður mismunandi meltingarensím til að brjóta niður þessar mismunandi fæðutegundir og ef maður er með bæði ensím í gangi á sama tíma þá geta þau truflað hvort annað sem þýðir að það hægist svakalega mikið á meltingunni og kjötið situr fast allt að 20 tímum og byrjar að mygla. Þetta þekki ég af eigin reynslu og er því nánast alveg hætt að borða rautt kjöt og held mig bara við fuglana góðu. Eníveis þá er þetta bara afskaplega sniðugt og skemmtilegt því það eru milljón frábærar og mjög auðveldar uppskriftir í þessari bók sem þýðir að við Frank þurfum ekkert að spá í því lengur. Það eina sem við þurfum að gera er að borga morðfjár fyrir allt grænmetið og ávextina! vó hvað það er miklu dýrara að borða hollt en óhollt hehe en margborgar sig samt ;)

Við vorum ekki í sama heilsupakkanum seinustu helgi þegar við buðum tveimur sálfræðinemum til okkar og drukkum bjór og fórum í bæinn á tjúttið. Það var reyndar ógeðslega gaman en ég var amk ekki vöknuð snemma og farin að borða ávexti um níuleytið daginn eftir hehe.

Í gær hittum við vin okkar og nágranna sem er heitir Árni og kærustuna hans Natalie en hún er hérna í heimsókn en hún býr á Íslandi. Það var mjög kósý að sitja og drekka kaffi með þeim. Helgin fer í vinnu hjá okkur báðum en Frank er að byrja að vinna á þriðjudaginn og þarf að undirbúa fullt og koma með fullt af sniðugum hugmyndum. Ég er að fara að halda fyrirlestur á föstudaginn og þarf að undirbúa það plús að ég þarf að fara að byrja á 20 blaðsíðna ritgerð. Og á morgun er ég líklegast að fara að vinna. Nóg að gera semsagt!

Kreppa kreppa!! Hvernig væri að myndum fara að taka upp nýjan gjaldmiðil sem fyrst, það er rosalegt að vera námsmaður þessa dagana!! Fegin að það er bara ég sem er að taka þessi blessuðu námslán en ekki Frank.

Góða helgi

3 comments:

Anonymous said...

Gaman ad vita ad thad eru fleiri en eg a loppum snemma a laugardagsmorgni. Er maett i vinnu eftir ad hafa lagad til heima hja mer! Vid erum duglegar

Anonymous said...

Meiri svona pistla úr bókinni góðu um hollt mataræði;)
....var einmitt hugsað til þín í morgun þegar ég fékk mér snakk í morgunmat...hehe...ekki það besta

Anonymous said...

Þú verður endilega að skella hér inn einhverri góðri uppskrift við tækifærið úr nýju bókinni... eitthvað baby-friendly sem ég gæti komið í Elí :) totally wish að ég hefði nógu mikinn sjálfsaga til að passa betur uppá matarræði og hreyfingu... (næ amk 1x í viku badbinton með ásdísi, fyrir utan þessa helgi því ég var með ælupest og Ásdís flensu :/