Thursday, November 13, 2008

lífið og tilveran í Dk

Nennið mitt er eitthvað lítið þessa dagana, er að verða þessi bloggari sem bloggar sífellt sjaldnar. Er nú samt alveg að gera fullt skemmtilegt með skemmtilegu fólki :) Ég og Árni erum orðin "lærdómsteymi" , getum varla lært án þess að hafa hvort annað til að fara í pásur. Frank og Árni eru líka mjög svipaðar týpur og þar sem það eru ekki margir strákar í sálfræðinni eru þeir voða fegnir að hafa hvorn annan á sálfræði hittingum. Talandi um hittinga er ég að fara á einn slíkan á laugardaginn þar sem við stúlkur í sálfræðinni ætlum að hittast og ÉTA! Ég ætla að taka með mér heitan rétt mmm (brýt reglurnar hvort sem er alltaf um helgar! og reglur eru til þess að brjóta þær , er þaggi?). Svo eru margar vikur framundan fullar af jólamat og sukki en Dönum finnst ekki leiðinlegt að nota jólin sem afsökun fyrir því að troða í sig óhollustu og áfengum drykkjum sem er nú ekkert svo leiðnilegt hehe. Okkur er boðið í julefrokost hjá vinapari okkar og svo er bara mér boðið í pæju afmælispartý næstu helgi. Svo koma mjög líklega mörg fjölskyldu julefrokost tilboð þegar líða fer að jólum.

Skólinn gengur lala og vinnan gengur rosa vel þannig að allir eru glaðir í Herluf Trolles Gade :)

2 comments:

Anonymous said...

Gott ad heyra ad allt gengur vel. Mer er lika bodid i julefrokost her i Malawi. Danskur strakur sem vinnur herna er ad bjoda.. thad er vist arleg drykkjugledi ;)

Anonymous said...

Hæhæ, ákvað að kvitta fyrir innlitið. Dauðöfunda þig að vera fara heim um jólin og fá íslenskt jólaöl og konfekt ummm. En allavega bestu kveðjur til ykkar og gangi þér vel í ritgerðasmíð.
kv. frá Horsens
Anna Rósa og co