Saturday, August 30, 2008

Sumarið á enda

Þá er ég hætt að vinna á hóteli djöfulsins, gæti skrifað endalaust um hversu ömurlegt þetta hótel er en nenni ekki að eyða orku í það. Mæli allavega ekki með því!!

Nú er þessum kafla lokið og nú byrjar nýr kafli sem heitir klínísk sálfræði og valáfangi og vonandi einhver skemmtileg vinna með :)

Í gær opnaði Festugen hérna í Aarhus en það er skemmtileg menningarvika sem er stútfull af allskyns uppákomum og list. Við kíktum út í gærkveldi og sáum lifandi tónlist og fleira skemmtileg og enduðum svo í "óperuhúsinu" en það er eitthvað það mest cool sem ég hef séð. Ungir listamenn hafa byggt lítinn bæ og lítið svið sem þeir kalla óperuhúsið. Þetta er allt byggt úr litlum spýtum bara eins og í gamla daga þegar maður hamaðist við að byggja sér skúr á hverju sumri. Það er líka einhvern veginn stemningin þarna því þetta er allt eitthvað svo krúttleg með rólum og blómum og krúttlegum bekkjum að sitja á. Svo er líka mjög cool grafiti á byggingunum þannig að þetta er mjög mikið "youth". Þó svo að sumrinu sé lokið þá skín sólin skært og hitastigið á víst að fara upp í 24 gráður!! vei.

Annars vill ég segja TIL HAMINGJU til Gunna og Nínu en þau eignuðust sitt fyrsta barn í vikunni sem fékk nafnið Axel Þór Gunnarsson og er bara sætastur :)

3 comments:

Anonymous said...

Gott ad hotelvinnan er a enda, vonandi eru thetta ahugaverdir og skemmtilegir kursar. Gangi ther vel :)

Anonymous said...

vúhú gott að hótelvinnan er að baki...harka í þér að henda þér samt í svona en eins og máltækið segir "neyðin kennir naktri konu að spinna"...vertu svo dugleg að blogga núna þegar þú ert byrjuð í skólanum skvísa! gangi þér vel...koss og knús frá Sviss

Anonymous said...

Takk takk. Okkur vantar alltaf pössun - hvenær komidi til køben??