Tuesday, September 09, 2008

Festugen og fleira

Ýmislegt hefur drifið á daga okkar síðan seinast þegar ég bloggaði. Festugen er á enda og við áttum marga mjög skemmtilega daga fulla af afþreygingu og góðri stemningu. Við náðum til dæmis að lokka tengdó frá Horsens. Við sýndum þeim allar skemmtilegu göturnar sem eru nú skreyttar með flottu og oft pólitísku graffiti, við sötruðum bjór, borðuðm grískan mat, sátum á kaffihúsi og kíktum á listasýningar. Seinustu helgi hittum við svo Brynhildi og Jens en þau eru einnig íslensk/dönsk blanda. Við fórum á kínverk/japanskan veitingastað þar sem ég sneyddi Sushi mmm. Seinna um kvöldið fórum við svo niður á bryggju og horfðum á geðsjúklega fyndna, sænska, pönk-sirkus sýningu þar sem einn af þessum flippuðu Svíjum setti músagildru á bæði tunguna á sér og "vininn" sinn hehe. Semsagt frekar crasy sýning en góð skemmtun. Eftir sýninguna fórum við Frank svo á mjög nett pöbbarölt áður en við röltum heim sem var cosý.

Ég er svo byrjuð í skólanum og búin að ljósrita mörg hundruð blaðsíður sem ég á svo eftir að lesa! gúlp. Ég held mig alltaf við KKK hópana mína en núna á ég tvo. Þegar ég var í pædagogisk psykologi var ég alltaf með Karen Marie og Kamilla sem eru dönsku vinkonurnar og svo núna samanstendur KKK grúppan af mér, Karenu og Kristínu og svo er reyndar Kristbjörg bæst í K hópinn þannig að við erum orðnar KKKK vó! Annars eru margir Íslendingar með okkur í klinisk psykologi sem ég á eftir að kynnast betur. Það verður amk nóg að gera á þessari önn og ég er strax nett stressuð en hlakkar líka fullt til :)

Í seinustu viku sendi ég svo umsókn um að vera liðveisla fyrir börn og unglinga með fötlun og svo var hringt í mig strax daginn eftir. Mér líst mjög vel á konuna sem ég talaði við og er að fara á fund með henni á morgun. Ég gæti því verið búin að eignast mitt eigið "barn" á morgun. Hann er reyndar 16 ára þannig að hann er svosem ekkert barn lengur. Hann er víst algjör sjarmör og dúlla, þannig að mig hlakkar pínu til að hitta hann og fjölskylduna hans. Þau voru mjög spennt að heyra að ég væri Íslendingur því þau búa í Trige þar sem mjög margir Íslendingar búa og stráknum langar mjög mikið til að læra íslensku því hann er mjög góður í tungumálum. Hann er með einhverfu greiningu en ég hef mest unnið með ADHD börnum þannig að ég mun læra fullt, fullt af þessu. Held það sé frábært að vera í svona vinnu með skólanum því maður lærir svo mikið "verklegt" á móti öllum kenningunum.


Við viljum annars óska Heiðu Hannesdóttur vinkonu minni og manni hennar honum Guðmundi innilega til hamingju með fallega soninn sem fæddist þeim þann 5.september og ber nafnið Kristófer Dagur :) Góður árangur!

4 comments:

Anonymous said...

Ykkar lista-líf er svo spennandi. Frábærar myndir.

xoxo
G.A.N.

Anonymous said...

Gaman! Og gangi ther vel med lidveisluna, thad verdur pottthett mjog ahugavert starf.

Saknadarkv fra ekki jafn miklu listaborginni Lilongwe

Anonymous said...

Hæ sæta mín, oh takk fyrir kveðjuna á blogginu þínu, æðislega fallegt af þér:)
Magnað hvað þið eruð annars dugleg að sýna ykkur og sjá aðra. Hlakka til að heyra hvort að liðveislan hafi ekki gengið upp hjá þér!! kyss kys sæta mín

Frankrún said...

úps náði nú samt að skrifa nafnið hans Kristófers með smá innsláttarvillu, er búin að lagfæra það!