Saturday, August 02, 2008

Bölvað VESEN

Þó að sólin skíni þá leikur lífið alls ekkert við okkur Frank þessa dagana. Hann er núna officially atvinnulaus enn einu sinni og ég er líka búinn að missa þá vinnu sem mér hafði verið lofað fyrir ágúst. Þannig er mál með vexti að ég hafði samband við gamla vinnustaðinn minn heimahlynninguna (fyrir löngu síðan)og spurði hvort þeim vantaði einhvern til að leysa af í ágúst og jú ég fékk nokkrar vaktir sem svo breyttust í fleiri vaktir og endaði með að ég samþykkti að vinna fjórar helgar plús nokkra virka daga. Kellingin var samt alltaf að reyna að fá mig til að samþykkja að vinna áfram um helgar með skólanum en ég vill það ekki því mig langar að vinna með börnum og ætla mér að sækja um að vera liðveisla eða aðstoðarmanneskja á stofnun fyrir börn með ADHD og einhverfu. Hún var mjög ágeng og ég endaði með að samþykkja að taka einhverjar helgar ef ég vissi að ég hefði ekki of mikið að gera. Næsta dag hringir hún svo og segir að yfir- yfirmaðurinn segi að ég verði að lofa að taka aðra eða þriðju hverju helgi ef ég vilji koma og vinna hjá þeim. Ég sagði nei við því og er því búin að missa sumarvinnuna mína!! Hún hefði kannski getað druslast til að segja eitthvað fyrir tveimur mánuðum og þá hefði ég væntanlega sótt um að vinna annars staðar í ágúst og ég býst við að flestir séu búnir að ráða fyrir mánuðinn. GREAT!!

Reyndar er þessi heimahlynning stýrð af djöflinum sjálfum og kannski bara ágætt að vera ekkert að vinna fyrir hann! Núna er svo bara málið fyrir mig að skrá mig á vikar skrifstofu sem eru skrifstofur fyrir þá sem vilja hlaupa í skarðið hér og þar. Þetta er mest svona verksmiðjuvinna, lagervinna og þess háttar.
Ég er búin að finna auglýsingu þar sem er verið að auglýsa eftir fólki til að vinna með börnum með ADHD og einhverfu 8 til 10 tímar á viku sem ætti að vera fullkomið með skólanum. Ég ætla að sækja um það og vona það besta!
Þessi vonda reynsla af vinnumarkaðnum hérna fær mann til að langa heim strax eftir útskrift. Sjáum til hvernig það á eftir að ganga jedúddamía!

5 comments:

Unknown said...

Æj en leiðinlegt, ég vona að hlutirnir fari nú að ganga ykkur í hag sem fyrst. Ég er líka í smá vandræðum með hvað ég eigi að gera í sept og okt þar sem að ég verð búin með skólann í lok ágúst og við flytjum ekki heim strax. Ég vil ekki vinna á kaffihúsinu þar sem að það er líka rekið af djöflinum hehe... En fæ kanski vinnu þar sem að Jón vinnur við einhverja garðrækt sjáum til ;)

Anonymous said...

Vikar er sweet deal! Madur fær geggjad mikid netverk, mjög hratt - serstaklega ef madur vinnur vel. + Eg held ad thu ættir ad geta fundid barnavinnu gengnum vikar. Hjemmeplejen er mannskemmandi og thad er bara gott ad thu ert komin ur theim pakka. Haha med Frank og blóduga olíupeninginn - hann var rekinn fyrir ad vera med gott hjarta.

xoxo
G

Anonymous said...

Æææææ en leiðinlegt! Þið verðið nú samt fljót að finna einhver ráð, þið eruð svo dugleg! :)
Heyrumt fljótlega!
Knús,
Eva frænka

Anonymous said...

Koma heim koma heim - hehehe

Held að Gunni segi satt með að þú sért vel sett að vera ekki á vinnustað helvítis.... vonandi reddast þetta samt hjá ykkur...hef ekki trú á öðru:)

bestu kveðjur frá öllum hér
Fer að heyra í þér fljótlega mín kæra....
knús og kossar
litla sys

Anonymous said...

Vonandi rætist úr þessu hjá ykkur skötuhjúum...fátt ömurlegra en að vera atvinnulaus þegar maður hefur ekkert sérstaklega efni á því:-/ þú drífur þig bara heim á skerið þegar þú klárar og kemst í fína vinnu þar:) kyss kyss frá Sviss