Ég átti frábæran dag í gær en vinkona mín hún Hrefna var að útskrifast úr kandídatsnáminu og er nú sálfræðingur og strax komin með mjög spennandi vinnu á Íslandi. Við drukkum smá freyðivín og fórum svo út að borða á indverskum veitingastað. Maturinn var fínn miðað við hvað hann var ódýr og við skemmtum okkur vel. Síðan kíktum við á kaffihús við ána og sátum úti í alltof miklum hita, ekki það að það hafi verið heitt úti heldur var kveikt á hiturunum sem voru alveg að svæfa okkur allar.
Ég var kvefuð og mjög þreytt í gær og ákvað því að vera í fríi í dag líka en það er ekkert vagtaplan í vinnunni en ég lét þó vinkonu mína vita að ég kæmi ekki. Svo í morgun hringir yfirmaðurinn minn alveg brjáluð. Hún er bara svo óskipulögð og hafði ekki útbúið neitt plan fyrir vikuna og svo mættu bara tveir í vinnunna!!haha gott á hana!! Þoli ekki að vinna undir svona óskipulögðu fólki. Allavega ætla ég samt að vera í fríi í dag. Veðrið sökkar en ég ætla bara að dúlla mér hérna heima. Sá aðeins af Ísland-Pólland handboltaleiknum þar sem Íslendingarnir unnu :) Gaman þegar OKKUR gengur vel!
4 comments:
ohh en lovlí að hafa svona stelpukvöld...ég er alveg endurnærð eftir að selman og veran fóru frá mér í síðustu viku...bara næs;)
hvað er annars málið með að vera ekki með vaktaplan?? Það er nú eitthvað að þannig fólki!! Gangi þér vel skvís:)
Vá! Ekkert smá langt síðan ég kíkti síðast á ykkur hér. Allt að gerast!! En er ekki kominn tími til að kíkja aðeins á fósturlandið fríða? Væri alveg til í vinkonuspjall :)
heheheh, imynda mer ad hotelgestirnir hafi verid gladir! Tvaer thernur a ollu hotelinu... en aumingja thaer samt, puff!
heheheh, imynda mer ad hotelgestirnir hafi verid gladir! Tvaer thernur a ollu hotelinu... en aumingja thaer samt, puff!
Post a Comment