Friday, August 08, 2008

Maid in Aarhus

Takk kærlega fyrir allan stuðninginn kæru vinir :)

Mér tókst að næla mér í smá vinnu og byrjaði í gær. Ég er nýja þernan á Hotel Royal !! http://www.hotelroyal.dk/index.asp?PageID=Gallery . Ekki kannski sú vinna sem mér hefur dreymt um í mörg ár en vinna er vinna. Ég elska að nota líkamann og skilja heilann eftir heima og njóta þess að svitna fyrir aurunum. Hótelið er það allra flottasta sem ég hef séð sem skemmir ekki fyrir. Um helgina mun Eric Clapton gista hjá okkur og í fyrra gisti Madonna hjá okkur og fékk að eiga eitt málverkanna í herberginu hennar en hótelið er fullt af mjög flottum málverkum bæði gömlum og nýjum. Svo til að toppa það þá er lyftan í hótelinu sú elsta í Aarhus... Top that!! Já og ég má ráða hvenær ég vinn. Það besta er að ég er að vinna með tveimur íslenskum stelpum úr sálfræðinni þannig að það er sko nóg að spjalla um á meðan klósettin eru þrifin og skipt er á rúmfötum. Svo eru reyndar hundrað og einn ókostur sem ég ætla ekki að nefna eða hugsa um því ég er bara svo fegin að vera ekki í fríi lengur jeminn hvað það er erfitt að gera ekki neitt allan daginn úff.


Nýjasta verkefnið mitt er að læra að sauma. Þau verkfæri sem ég hef til að hjálpa mér er saumavélin mín hún Major Fancy (jebs actual name!) og svo Burda blað sem ég keypti á Glerártorgi um jólin...Good luck. Ég ætla að sauma rosa flott pils en á erfitt með að byrja. Er búin að kaupa efnið sem er rosalega flott ullarefni frá Armani en það er efnabúð niðrí bæ sem kaupir afganga frá Armani, Prada og fleirum. Málið er svo bara að efnið er of flott til að ég þori að klippa það! Er komin með sniðið og allt það en þori varla að byrja að klippa því hvað ef ég eyðilegg þetta dýrindis efni?? Plús að ég fatta ekki alveg hvernig ég á að sauma þetta blessaða pils því Burda er algjörlega óskiljanlegt fyrir manneskju eins og mig og Frank með sína ba gráðu í ensku er alveg jafn skilningssljór og ég. Verð bara að fá mér einn eða tvo bjóra og sjá til hvort kæruleysið hjálpi mér ekki pínu hí hí.

Sólin skín og það er föstudagur þannig að ég skellti mér í H&M og keypti mér flotta skyrtu á útsölu og svo glænýjan og flottan fjólubláan kjól :) Frank er svo að elda uppálhaldsmatinn minn sem er Mexicano style mmm.

Góða helgi

3 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með nýju vinnuna skvísa en ég held bara að það sé gott að þú sérst hætt í hinu djobbinu, enda ekki gott að vinna hjá djöflinum :). Það er ágætt að vera þerna maður þarf eimitt ekki að hugsa of mikið þetta er ágætt í smá tíma. Líka mjög flott hótel sem þú ert á sem er ekki verra :).
Gangi þér svo vel í saumaskapnum en það er bara að demba sér í þetta þannig að ég segji bara DO IT, DO IT ;).
Kiss og knús

Anonymous said...

Ekkert gagn i ad eiga efnid an thess ad snida ur thvi, nema nattlega thu getir vafid thvi listilega um thig.

Til hamingju med vinnuna. Eg veit thu tekur a thvi a klosettunum!

Anonymous said...

Lousy ég, langt síðan ég hef kommentað! En allagega, til hamingju með nýju vinnuna, ég á góðar minningar sem þerna, eignaðist góða vinkonu í því djobbi (man líka slæmu hliðarnar en þær eru samt all the way in the back of my mind).Ertu þá í einhverjum flottum búning fyrst þetta er fancy hótel, sem Frank fær svo kanski að njóta góðs af? hehe... Miss u miss u miss u...