Saturday, July 26, 2008

Arhusian Tropic


Þá er sumarfríið officially búið og við komin aftur í íbúðina okkar í Tröjborg. Ég verð að segja að ég kann bara ágætlega við mig í skordýrafrírri íbúð hehe. Ég er nefnilega fóbísk þegar það kemur að því að búa með silfurskottum. Í húsinu í Lystrup var allt morandi í þessu helvíti á neðri hæðinni og ég fékk alveg gæsahúð lengst uppí rassgat!! Ég sakna reyndar litlu loðboltanna minna en við vorum að passa tvo útiketti. Það er algjör snilld fyrir fólk eins og mig sem er með massívt kattarofnæmi því kettirnir eru úti og alla daga og fá matinn sinn úti. Svo þegar manni langar að hanga aðeins með köttunum situr maður bara úti í sólbaði og þeir liggja við hliðina á manni og ætlast ekkert til þess að fá klapp eða knús (vilja það í raun ekki). Fannst svo sætt þegar þeir eltu mig út um allt bara til vera nálægt manni :) Dúllur!




Veðrið er rosalega gott þessa dagana og við ætlum að skella okkur á ströndina í dag. Ég varð reyndar svaðalega þreytt og svimaði helling í gær og steinrotaðist á sófanum þegar við komum heim. Er greinilega ekki alveg nógu vön þessum hita.






Ég er full af áhyggjum því ég fékk algjört sjokk um daginn þegar ég fékk fyrstu útborgunina frá Lín. OMG!! Það er náttúrulega bara geðveiki að vera í námi og fá námslán í íslenskum krónum. sveiattan. Ég sá að ég hef verið að fá um 300 þús á önn þegar ég tók ba heima á klakanum en núna kostar ein önn 630 þús!!! Vá hvað ég hata að skulda og þetta er eina lánið sem ég hef nokkru sinni tekið. Er því sveitt að reyna að finna aðrar leiðir. Er að hugsa um að vinna eins og fífl með skólanum í vetur og sjá hvort mér takist að halda mig frá þessu helvíti. Hvað getur maður annars gert?? Ef ég og Frank værum búin að vera gift í tvö ár gæti ég bara lagst á spenann eins og aðrir Danir en því miður er það ekki í myndinni.







3 comments:

Anonymous said...

Vá fríið ykkur hljómar ótrúlega spennandi, fyrir utan silfurskotturnar :/ Svo á ég nú ekki von á öðru en að þið finnið ykkur ýmislegt skemmtilegt að gera það sem eftir er sumarsins þótt að þú sérst farin að vinna aftur. Varðu svo varlega á heitu sólardögunum, það eru sko margar góðar ástæður fyrir "siestunni"!

Anonymous said...

Gifstu bara manninum og sjúgðu fast danska spenann!
En skil þig annars vel að finnast þetta súrt. Var einmitt að borga fyrstu afborgun af mínu gígantíska LÍN láni í síðasta mánuði, það er ekkert voða gaman en maður vissi svo sem að einhvern tíma þyrfti maður að borga þennan fjára aftur. Þá var bara svo langt þangað til...
Er annars að farast úr spenningi að komast í sumarfríið mitt eftir viku, en þá förum við stelpurnar til Portúgal. Ó það verður svo ljúft :)

Anonymous said...

Gifting, gifting, gifting! Sjuga sjuga sjuga!