Friday, July 11, 2008

Afmælisdagar


Á meðan á Hróaskeldu stóð átti ég hvorki meira né minna en tvö afmæli! Ég og Frank hittumst á þessum sama stað fyrir fjórum árum síðan , 1.júlí 2004, og áttum við því afmæli :)Ég var búin að steingleyma því þegar Frank óskar mér allt í einu til hamingju með afmælið. Dagurinn var geggjað skemmtilegur en Frank fór á kostum í spurninglaleik sem haldinn var á Skyline barnum á B svæðinu. Við vorum ekki kölluð upp þegar úrslitin voru tilkynnt en Hrönn var sú eina sem tók eftir að við vorum með jafn mörg stig og liðið sem vann! Við fengum því öll ókeypis bjór og voða fína Jack Daniels boli :) Töff!


Hinn afmælisdagurinn var svo að ég flutti til Danmerku 3.júlí 2005 sem þýðir að ég er þriggja ára Dani ;) Ég hélt semsagt ekkert sérstaklega upp á hann og minntist í raun ekki á hann við neinn.


Varúð væminn pistill í aðsigi! Ég lá andvaka í gær og hugsaði um hvað ég er ennþá skotin í honum Frank mínum. Ég bý í landi sem mig langar í rauninni ekkert rosalega mikið að búa í og er í námi sem mér finnst ekkert voðalega skemmtilegt en læt mig hafa það því mig langar að vera með honum Frank mínum og hafa möguleika á að fá vinnu í þessu landi í framtíðinni ef ég verð eitthvað hérna áfram. Við erum reyndar búin að ákveða að Aarhus er ekki framtíðarpleisið og langar að skoða aðra möguleika þegar ég er búin með námið. Svo eftir að Frank slóg í gegn hjá íslensku strákunum á Hróa þá er hann töluvert jákvæðari á að flytja þangað jafnvel ;) Allavega er alltaf bara svo næs og gaman hjá okkur sama hvar við erum. Í kvöld byrjar Frank í sumarfríi og við ætlum að dúllast eitthvað saman tvær næstu vikurnar sem verður örugglega hrikalega næs :)


OG Ofurtöffarinn hann Bjarmi Már Eiríksson er þriggja ára í dag og vil ég óska honum innilega til hamingju með það :)

5 comments:

ingarun said...

sæl skvís og til lukku með bæði afmælin. ég hugsaði mikið til þín á Hróa og ætlaði mér að hringja í þig þá helgina. ég var á Hróa frá mið-fös, keyrði heim seint á fös.kvöld því ég átti eitthvað erfitt með magann minn þar sem það bíður barn þar inni. ég fór því ekkert meira á Hróa, nema að sækja öll tjöldin og farangurinn hjá Braga og vinum hans. ég skemmti mér hins vegar konunglega og sé á pistlinum á undan að við höfum verið á rosalega mörgum af sömu tónleikunum:) þú bjallar næst þegar þú ert í Kbh og ég þegar ég er í Århus:)

ingarun said...

heyrðu við vorum á svæði B43! Við erum alltaf á B svæðinu. skrítið að við höfum ekki rekist á hvora aðra:)

Anonymous said...

Til hamingju með öll afmælin skvís:). Rosalega öfunda ég þig af því að hafa séð Radiohead mig langar svo svakalega að sjá þá og gaman að lesa hvernig hátíðin var og skemmtilegar myndir á facebook hjá frank.

Anonymous said...

Er i alvoru 4 ar sidan?? My my hvad timinn flygur! En gott ad vita ad thad se haegt ad vera skotinn i sama gaurnum i 4 ar, finnst eins og thad hafi verid i gaer thegar thu varst fyrst ad segja mer fra honum i Falkagotunni.
Til hamingju ;)

Anonymous said...

Komidi bara til køben...