Friday, July 18, 2008

Afslöppun í Lystrup

Við erum búin að vera hérna í sveitasælunni í Lystrup frá því á sunnudaginn, þetta er alveg geggjað næs :) Í staðinn fyrir að kúldrast í pínu litlu íbúðinni okkar í Tröjborg erum við komin í risastórt einbýlishús hérna í Lystrup. Það er geggjað að geta farið á fætur á undan Frank og geta leyft sér að hlusta á útvarpið og gera ýmislegt sem myndi venjulega pirra Frank og halda fyrir honum vöku. Það er ekki alltaf gott fyrir sambandið að búa í bara einu herbergi hehe.

Við höfum brallað ýmislsegt eftir að við komum hingað. Við erum til dæmis búin að fá tengdó í heimsókn sem var rosalega gaman. Við fórum að skoða rústir af eldgamalli höll sem er á lítilli eyju í lítilli vík. Svo fórum við í Randers Regnskov að skoða öll flottu og skemmtilegu dýrin þar. Ég fékk samt nett sjokk þegar ég kom inn í Afríku deildina því við fórum beint að skoða skrítna fiska. Allt í einu voru þessir fiskar, sem eru by the way geggjað ljótir og næstum jafn ljótir og silfurskottur, að reyna að borða á mér lappirnar!! Vá hvað það var creepy!! Þeir komu uppúr á sillu sem var alveg við lappirnar á mér og voru að reyna að ná bita af mér. Svo kemur einhver strákur sem er guide þarna með skál með mat handa þessum fiskum og það eina sem ég sé að mjög langur rottuhali. Þegar hann svo kom nær sáum við risastóra dauða rottu og fullt af litlum músum. Við erum svo að tala um að þessir fiskar átu þessi dýr bara í einum munnbita. OJJJJ ég var drullu hrædd og með geggjaða gæsahúð eftir þetta. Frank fannst það mjög sætt því það gerist ótrúlega sjaldan að ég verði hrædd. Vill þó taka fram að ég var aldrei í neinni hættu þarna hehe. Svo í Asíu deildinni voru sætustu apar í heimi! Þeir eru pínulitlir og með risastór brún augu og andlit sem er ótrúlega líkt manneskju andliti. Ég gæti annars haldið áfram endalaust um þennan regnskóg þarna því það var svo gaman að skoða þetta. Mæli með því fyrir alla sem hafa tækifæri á!

Í gær fórum við í rosalega langan göngutúr alla leið út í IKEA (8 km) sem ég kalla stundum í huganum the city of big bellies því það eru jú allir óléttir þarna haha. Við keyptum einhverja nokkra hluti og borðuðum IKEA mat.
Um helgina ætlum við að fara á Aros safnið sem er núna með flotta sýningum með allskonar flottum tónlistarmyndböndum þar á meðal nýtt Björk myndband sem er í þrívídd. Einnig var hugmyndin að fara jafnvel í bíó.

knús og saknaðarkveðjur

6 comments:

Anonymous said...

Hljómar mjög næs. Mig langar líka í þennan regnskóg, skil ekkert í mér af hverju ég fór ekki þegar ég var í Randers um árið. Þá var maður náttúrulega bara 16 og upptekin við að vera gelgja og hanga í búðum og vera spenntur fyrir því að kaupa bjór í Netto.
Eigið góða helgi :)

Hadda said...

Hey! Takk fyrir kvittið;) Ég þarf greinilega að fara að renna í Ikea eheheh... Vissi ekki að þú værir að blogga, verð að setja inn tengil hjá mér svo ég geti kíkt oftar í "kaffi"

kveðjur til Danmerkur...

Anonymous said...

Verð að fara að fjárfesta í svona gæsahúsi með rottuétandi fiskum.

kossar og knús til ykkar tveggja. Standið ykkur vel í blogginum (nema ekki Frank ;-)

xoxo
G

Anonymous said...

haha góður Gunni! ég er greinilega ekki að standa mig í stafsetningunni og örugglega ekki í málfræðinni heldur því maður er að verða svo anskoti danskur!

Anonymous said...

hljómar æðislega dvölin í stóra húsinu ude pa landet;) Alveg sem mig langar til að komast í sumarbústaðinn í Eyjafirðinum þessa dagana...það bíður jólanna;) hafðu það gott skvís...kyss kyss frá Sviss

Anonymous said...

oooohh mig langar svoooo mikið að vera í Lystrup núna, bara góðar minningar þaðan...:)
Erum þess í stað að fjárfesta í nýjum útilegubúnaði og ferðast um Ísland, merkilega fallegt land sem við eigum.....
Knús og saknaðarkveðjur
Katrín og rauðu þrumurnar