Monday, May 19, 2008

Tónlistin í lífi mínu

Er með nokkur góð albúm á mp3 spilaranum mínum sem eru öll tengd tölum: Third með Portishead, No. 8 með Caroline Henderson (djass) og 23 með Blonde Redhead. Finnst Third alveg geðveikislega gott albúm og mæli eindregið með því að fólk næli sér í það. Ég hef alltaf verið Portishead aðdáandi og bjóst pínu við að þau kæmu með eitthvað gamalt og gott en varð skemmtilega hissa á nýju tónlistinni þeirra. Keypti mér annars tvo íslenska geisladiska í Fríhöfninni: Bloodgroup, A sticky situation. Þau eru að fara að spila á Roskilde hátíðinni í sumar og því fínt að hita sig upp fyrir það ;) Svo keypti ég næstum tíu ára gamlann Emilíana Torrini disk sem heitir Love in the time of science. Hann mjög mikið í anda 1995-2000 áranna en mjög góður. Hún er náttúrulega ein af bestu söngkonum Íslands og synd að hún sendi ekki meira frá sér.

Pirr pirr um helgina en ég þurfi náttúrulega að hanga fyrir framan tölvuna og reyna að kreista úr mér gæða texta fyrir ritgerðina mína. Það var erfitt að einbeita sér því fólk var syngjandi fullt á götum úti alla helgina, já það er komið sumar!! Svo vaknaði ég upp í smá sjokki klukkan 6 á sunnudagsmorgninum við að einhver var að reyna að komast inn í íbúðina okkar!! Ég varð frekar skelkuð en tók því rólega því hurðin okkar er mjög furðuleg og oft fattar fólk ekki að þetta sé íbúð hehe. Held að nágranninn okkar hafi verið með næturgest sem var eitthvað að villast. Samt klikkað óþægilegt. Svo þegar ég loksins dröslaðist á lappir, sem var alltof seint, byrjaði nágranninn að spila Metallica í botni! jeij ! Náði samt að gera eitthvað smá um helgina og Frank var svo sætur að fara yfir þetta fyrir mig, reyndar vistuðust ekki breytingar sem hann gerði í seinasta kafla ritgerðinnarinnar sem var helvíti pirrandi.

Hlakkar til að vera búin með þetta! Á þá reyndar ennþá eftir að klára að skrifa aðra ritgerð og svo byrja ég í nýjum áfnga þann 4.júní. Á því fullt fullt eftir.

2 comments:

Anonymous said...

Til hamingju med ad vera buin ad skila, varstu ekki annars ad skila i gaer?

Anonymous said...

Takk er búin að skila!! Það var samt ekkert gaman, sá fullt af dóti sem ég hefði átt að tala um og svo var ég alls ekki nógu kritísk þannig að ég býst ekki við miklu í einkunnagjöf. jæja svona er þetta og vonandi gengur betur næst! Er svo að byrja á öðru verkefni aftur, var búin að skrifa helling og á bara eftir að klára það en það er mjög leiðinlegt verkefni sem þarf bara að klára, er sama um einkunn.