Friday, May 30, 2008

Little miss sunshine

Það er sumar og það er sól :)

Hef verið mjög þreytt og með hausverk alla dagana í þessari viku, þarf greinilega að venjast hitanum og sólinni. Er samt ekkert að kvarta þetta er yndislegt!! Í dag er frábær föstudagur sem ég byrjaði á því að fara á morgunverðarhlaðborð niðrí bæ með þremur frábærum dönskum stelpum. Við skemmtum okkur konunglega! Mikið hlegið þó að ýmis há pólitísk málefni væru rædd inni á milli brandaranna. Svo fórum við aðeins í búðir og ég keypti bara gjafir handa öðrum en ekkert handa sjálfri mér.
Er að fara í afmælisboð í kvöld til hennar Kiddu vinkonu minnar úr sálfræðinni og ég býst við að allar íslensku sálfræðiskvísurnar verði á svæðinu líka. Annars kynntist ég þeim mun betur seinustu helgi eftir að hafa djammað með þeim tvö kvöld í röð. Fórum á Mugison tónleika og svo var haldið heljarinnar júróvijón partý kvöldið eftir sem var alveg hrikalega skemmtilegt. Var þó aðeins lengur úti en ég hafði ætlað mér, sem er nú bara dæmigert fyrir mig, þannig að ég var nett þreytt.
Væri alveg til í að vera byrjuð að vinna í staðinn fyrir að þurfa að hanga í skólanum þangað til í lok júlí. Það er samt fínt að geta ráðið sér sjálfur og legið úti í sólbaði með bækurnar ef manni langar. Þetta er hálfgert lúxus líf stundum ;)

Ætla annars að tékk betur á íslensku fréttunum því ég vil heyra meira um þennan blessaða jarðskjálfta frá í gær. Reyndi að sjá vefsjónvarp á Rúv í gær en það lá niðri, kannski vegna álags.

knús

6 comments:

Anonymous said...

ohh skandinaviskt sumar... er thad ekki yndislegt. Her i Afriku verdur sifellt kaldara. Heima sit eg undir teppi a sidkvoldum og er med air-conid a heitu a skrifstofunni. Er ekki fra thvi ad eg thrai islenskt vor!

ingarun said...

Hæ Krissy. Ertu nokkuð í Köben? Dreymdi nefnilega að ég hefði rekist á ykkur Frank í Köben:)
En heyrðu þú verður að fara á tónleikana með Daniel Johnston í Voxhall 11. nóvember. Ef þú þekkir hann ekki þá verðurðu að hlusta á hann, hann er snillingur. Rosalega geðsjúkur maður sem semur frábæra tónlist.

Anonymous said...

Hæ dúllan mín!
Takk fyrir kveðjuna um daginn :) Ætlaði að vera löngu búin að skrifa tilbaka. Ég kíkti á dúlluna hennar Önnu þegar Auður var í heimsókn. Algjört krútt! Þú verður að kíkka á þau í næstu Horsens ferð ;)
Verðum að hittast sem fyrst! Kíkja út og fá okkur í glas saman ;) Er þaggi?
Pa og ma koma á mánudaginn og verða til 19. júní. Láttu mig vita hvort þú ert ekki til eftir það! :D
Krammer,
Eva frænkos

Anonymous said...

Sæl systir
Við eignuðumst frænda í gær, Ásta Ósk er semsagt búin að eiga. Ef þú vilt kíkja á litla manninn þá er slóðin á síðuna hans barnanet.is/sveinbjornsson og lykilorðið rambo!!
Sendi þér annars góðar kveðjur og litlu rauðu þrumurnar líka
kyss og knús
Katrín

Anonymous said...

...ég lifi í gegnum þitt ævintýraríka líf...sól, menning, get-toghethers...ahhhh... (sleppi samt sálfræðináminu í upplifuninni minni!). Ég fann vel fyrir jarðskjálftanum, sat við skrifborð í vinnunni og varð alveg stjörf, þetta er svo merkilegt fyrirbæri! Reyndar ekki alveg réttu viðbrögð hefði ég verið á skjálfta svæðinu sjálfu! Jóhann og Elí fundu ekkert! Voru í bónus að versla og Elí í innkaupakörfu.

Anonymous said...

Keep up the good work.