Wednesday, March 26, 2008

Big white easter bunny?

So we went to Horsens for easter to visit my parents (they are not in the picture). But it turns out that some butcher in a small town outside Horsens keeps a bunch of kangaroos in his backyard. Yes, kangaroos in DK..... But what is even more freaky is the white and creepy-looking creature in the photo. It haunts my dreams at night.....(more than the animal that lives in our walls aka 'Wally').

Bæjó!

Thursday, March 20, 2008

Páskafríið

Afslöppun í páskafríinu þýðir að við gerum það sem okkur finnst skemmtilegast: Horfa á góðar bíómyndir, fara á söfn og kaffihús. Allt af ofangreindu var gert í gær! Fórum í Kunstbygningen og sáum rosalega flotta sýningu með "óþekktum" ungum listamönnum og aðra sýningu sem var mjög fyndin, athyglisverð og umfram allt pólitísk. Eftir það var farið á hinn ómenningarlega stað McDonalds og borðað rusl og svo farið á flottasta kaffihús Aarhus Kaffi Sigfried. Það er voða líkt Máli og Menningu því þetta er bókabúð með svaka kósý kaffihúsi þar sem maður getur setið og lesið bækur. Um kvöldið horfðum við á skemmtilega mynd sem ég man ekki hvað heitir og gerðumst svo kræf að þjófstarta páskaegginu ! namm namm.
Í dag verður svo farið til Horsens að heimsækja fjölskylduna hans Frank. Á föstudaginn langa munum við líklegast borða páskahádegismat að hætti dana. Á seinasta ári voru það bara mamma og pabbi Franks sem héldu uppi þeirri hefð að drekka snaps eða skot með matnum (það er hefð og ætlast til að allir taki þátt) því við hin vorum ekki í stuði fyrir skot um miðjan dag, sem endaði svo með að þau voru hálffull hehe mjög fyndið og mamma hans Frank sagði nokkrar fleygar setningar sem ég rifja upp við hvert tækifæri hehe.



Kakó án rjóma fyrir mig eins og venjulega

og espresso handa herranum ;)
Gleðilega páska!!



Monday, March 17, 2008

Happy day

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst seinasta tvíbbamyndin pínu Shining-leg hehe. "do you want to play with us forever and ever!" Samt krúttleg hehe.

Dagurinn í dag var betri en búist var við. Ég dröslaðist aðeins of seint á lappir og dreif mig í ræktina sem var yndislegt, núna er takmarkið mitt að hlaupa um 18 km á viku amk, plús smá lyftingar. Langar að fá unglega líkamann aftur! Þegar ég var búin að svitna eins og grís á hlaupabrettinu sá ég að ég var búin að fá sms frá Frank um að ég yrði að hringja í hann því hann væri með góðar fréttir. Daginn áður var hann búinn að segja mér að ég fengi eina krónu tilbaka frá skattinum en hafði svo kíkt betur á seðilinn (ég skil ekkert í svona seðlum sko) og sá að ég fæ um 7000 danskar krónur á morgun!! :) jeijjj! :) Núna er íslenska krónan í sögulegu lágmarki og ef ég myndi millifæra þessa peninga þá myndi ég fá tæpar 112 þúsund krónur! Ekki leiðinlegt. Svo þegar ég kom heim lá pakki til mín á borðinu :) Mamma og pabbi sendu mér og Frank páskaegg full af nammi mmmmm. Hlakkar til að kjamsa á þeim um páskana.....Er by the way komin í páskafrí !!

Okkar plan um páskana er að vera í Horsens frá fimmtudegi til laugardags og fara svo í party party til Kamillu vinkonu en hún varð 32 ára í dag. Langtímaplan hjá okkur eru fyrst Blonde Redhead tónleikar í apríl og svo Roskilde festival í sumar þar sem Radiohead munu spila. Vonandi koma samt einhverjir fleiri tónleikar inn í planið hjá okkur. Hrönn og Jón eru búin að kaupa miða á Roskilde þannig að það verður pottþétt gaman :)

Er í góðu skapi í dag og langaði að blogga...þið haldið örugglega að það sé alltaf rosa stuð hjá mér en það er bara af því að ég blogga bara þegar ég er í góðu skapi, aðra daga er ég Miss tuð hehe.

Sunday, March 16, 2008

Enn ein tvíbbamyndin


Ákvað að prófa að skanna sjálf inn litla sæta mynd af okkur systrunum þar sem við erum aðeins fínni en á hinni myndinni sem ég setti inn um daginn. Þarna er líka mjög greinilegt hvað við vorum voðalega feimnar litlar stúlkur.

Thursday, March 13, 2008

The mistery of the flying cake


Hitti vinkonu mína hana Katerina í dag yfir kaffibolla/tebolla sem var geggjað kósý. Við náum alltaf að tala um ótrúlegustu hluti og hlægja út í eitt. Í dag í miðjum samræðum kom fljúgandi kaka og lenti við hliðina á borðinu okkar ! Við kíktum upp og sáum þar svífandi, hissa haus sem horfði á okkur og kökuna. Það eru nefnilega svalir í mötuneytinu með borðum og þessi stelpa hafði greinilega óvart misst kökuna sína fram af svölunum og var svo heppin að hún lenti ekki á neinum. Það fyndna var reyndar að kakan var á servíettu og lenti á gólfinu eins og einhver hafi bara lagt hana þar til geymslu hehe. Við bjuggumst bara við að eigandi kökunnar kæmi að sækja hana en svo var ekki því það voru ansi mörg vitni af þessum vandræðalega atburði þannig að hún hefur greinlilega ekki þorað að koma og sækja blessuðu kökuna enda kannski ekki svo gyrnileg lengur. Svo kemur allt í einu einhver svaka töffari og spyr með ströngum tóni hvort þetta sé kakan okkar sem liggji þarna á góflinu, nei segjum við þá að sjáflsögðu og svo segir hann að hann vilji henda henni. Hann var greinilega pirraður á subbuskapnum í okkur þó að kakan lægi snyrtilega á servíettu á gólfinu hehe.


Rigning og rok og meiri rigning og rok er þemað í Aarhus í dag! Boring!

Thursday, March 06, 2008

Hið ljúfa líf

Það er ekki hægt að neita því að það er þónokkuð ljúft að vera námsmaður, maður ræður sér sjálfur og getur unnið heima við sem er huggulegt á rigningardegi. Ég hef átt mjög góða viku fulla af skemmtilegu fólki. Seinustu helgi fórum við til Horsens til að sjá hljómsveit spila sem vinur hans Frank er í. Það var mjög fínt að hitta "Horsens" fólkið þó að sumir séu með vissa smábæjar töffarastæla sem ég kannaðist við frá Akureyrinni minni, það er eitthvað smábæjar element sem spilar inn í þarna. Við fengum svo að leika við litlu börnin í fjölskyldunni hans Frank sem eru bara tvö en þau eru alveg yndisleg. Litli frændinn hann Nikolai er eins árs og alltaf glaður og hress og gaman að leika við, algjör dúlla semsagt.

Talandi um börn þá reiknaði ég út í gær að það eru sjö manns úr mínum nánasta vinahópi að fara að eiga barn á þessu ári!!! vá!! Þeir sem eru nýlega bæstir í hópinn eru töffararnir mínir þeir Njáll og Gunni :) ...eru samt ekki að fara að eiga það saman ! haha.

Ef ég held áfram að dásama líf mitt hehe þá fórum við svo beint frá krúttunum í Horsens til Aarhus í matarboð. Grísk vinkona mín og maðurinn hennar bauð okkur ásamt tveimur öðrum pörum í mat. Að sjálfsögðu fengum við ljúffengan grískan mat mmm. Kvöldið var ótrúlega skemmtilegt og ég talaði dönsku, ensku og íslensku til skiftist! haha er að verða sleip í að hoppa á milli.

Er svo nett "þunn" í dag því ég og tvær danskar stelpur úr bekknum mínum (KKK grúppan) ákváðum að hafa ekta vídeo kvöld í gær með tilheyrandi "hollustu", hef ekki borðað svona mikið nammi, ís, snakk og gos síðan um jólin! Við leigðum tvær magnaðar en mjög, mjög ólíkar myndir. Fyrst horfðum við á mynd sem fjallar um ríkar miðaldra vestrænar konur sem fara til Haiti til að stunda kynlíf með mjög ungum mönnum, allt niður í 14 ára. Þetta var athyglisverð mynd sem var full af "eye openers". Síðan horfðum við á, bestu mynd ever sem ég hef séð amk 10 sinnum, Shining! Ég verð alltaf jafn hrædd þegar ég horfi á þessa mynd þó ég viti nákvæmlega hvað gerist næst sem segir manni hvað þessi mynd er mikil snilld. Myndin fjallar mjög mikið um samband sonar við föður en Stephen King hefur sjálfur sagt að hann hafi átt erfitt með að hemja sig við sín börn og stundum hafi hann jafnvel slegið þau. Annars er það ekki bara sagan sem er góð heldur er Kubrick bara snilldar leikstjóri. Shining hótelið til dæmis sviðsmynd frá a til ö sem er ótrúlegt. Hann gerði svo mikið úr myndatökunni að hann tók stóran hluta af myndinni sjálfur.


Ein stutt saga hér í endinn hehe. Birta María mín varð fimm ára um helgina og ég sendi henni pakka. Ég sendi gjöfina í Núpasíðuna því í pakkanum var líka gjöf til pabba þar sem ég skuldaði honum afmælisgjöf. Á laugardagskvöldið fékk ég svo sms frá gamla þar sem stóð : Gúmmíhanskarnir voru ekki til!! Ég hló en fattaði ekkert?? Svo þegar ég vaknaði daginn eftir rann upp fyrir mér að þegar ég fór að senda pakkan fór ég í búðina að versla hitt og þetta og þar á meðal gúmmíhanska og hafði skrifað innkaupsseðil sem ég hafði svo óvart sent með pakkanum!! haha.

Stal þessari mynd af Barnalandinu hennar Katrínar systur en hún skannaði nokkrar myndir af okkur systrunum frá því við vorum fimm ára, 1984 hehe. Erum við ekki sætar ? ;)