Friday, February 29, 2008

Taxi to the dark side

Er í nettu þunglyndi, sá heimildamynd í gær sem fjallar um hvernig bandaríski herinn fer með fanga sína. Fórnarlömbin eru ekki einungis þeir fangar sem eru haldnir föngum án dóms og laga og pyntaðir til að játa hryðjverk sem þeir hafa ekki framið, heldur eru það hermennirnir í þessum fangelsum líka. Allt þetta fólk er kúgað af ríkisstjórn Bandaríkjanna sem hafa sagt opinskátt síðan 11.september að nú séu hanskarnir farnir af og að það megi nota öll ráð til að verna landið fyrir fleiri svona árásum. Tekin voru viðtöl við nokkra hermenn sem dæmdir hafa verið fyrir illa meðferð á föngum sem m.a hafa leitt til dauða, þetta var mjög venjulegt fólk sem ekki var þjálfað í að yfirheyra fólk. Það var þó mikil pressa á þeim að gera ALLT til að fá upplýsingar úr föngunum og ýmsar aðferðir til að halda stjórn á æstum föngum gefnar í skyn. Það var til dæmis einn þeirra sem yfirheyrði mann sem hafði verð handtekinn í Afganistan fyrir að hafa sent sprengjur á ameríska hermenn, hann sagði að hann sá frá byrjun að hann var saklaus en var samt neyddur til að halda áfram að yfirheyra hann. Hermaðurinn var skammaður fyrir að vera of linur þegar hann reyndi að fá mannin lauslátinn. Þessi sami fangi var svo pyntaður til dauða. Fangaverðirnir "máttu" sparka í lappirnar á honum ef hann var órólegur og eftir að hafa verið sviptur rétti sínum til svefns og látinn standa, hlekktur, með hendur upp í loft í langan tíma var hann mjög æstur og ruglaður. Þeir spörkuðu því í hann mjög oft, börðu hann með kylfum, hoppuðu ofan á bakinu á honum og fleira. Athugið að það eru fangaverðirnir sem gerðu þetta sem segja söguna, þannig að þetta er engin lýgi. Þessi fangi lést af völdum illrar meðferðar, fótleggir hans voru það illa farnir af barsmíðunum að það hefði þurft að fjarlæga þá. Myndir voru sýndar af líkinu og það var ekki falleg sjón, hann var fjólublár á öllum líkamanum. Fjölskyldunni hans var síðan send skýrsla á ensku þar sem hafði verið sett x við homicide. Þegar þetta komst í fjölmiðlana þufti einhver að borga brúsann og það voru hermennirnir sem framkvæmdu voðaverkin en ekki þeir sem hönnuðu þau og létu stjórnuðu þeim. Við má búast að svona hræðilegir atburðir gerist á degi hverjum. Það má líkja þessu við útrýmingabúðir Nasista þar sem litið er á alla múslima sem dýr eða óæðri verur. Þessi heimildarmynd heitir "Taxi to the dark side" og fékk óskarsverðlaun. Mæli með að þið sjáið hana sjálf ef þið trúið ekki hversu slæmt ástandið er.

Hér í Danmörku eru hlutirnir á mjög hraðri leið niður á við. Þið hafið kannski heyrt um að Jyllands posten teiknaði mynd af Múhameð með sprengju í túrbaninum. Múslimar brugðust illa við bæði hér og í öllum heiminum. Danir þóttust skilja þessar tilfinningar en neituðu þó að biðjast afsöknar því hér ríkir hið mikla málfrelsi. Þegar þessi sár voru svo farin að gróa aðeins ákveða þeir af völdum óeirða á meðal annarar kynslóðar innflytjenda að birta myndina frægu aftur og nú í mjög mörgum mismunandi dagblöðum!!! Mér finnst þetta hið mesta virðingarleysi og prumpa á þessa svokallaða "frelsi". Ef maður getur ekki farið rétt með frelsið á maður ekki skilið að hafa það. Mér finnst rangt að Danmörk sýni annari menningu og trúarbrögðum svo mikla vanvirðingu. Núna er allt vitlaust aftur og Súdan hefur til dæmis hvatt alla múslima til að boycotta danskar vörur og hefur skorað á Osama bin laden að sprengja Kaupmannahöfn. Danmörk hefur brugðist við með því að hóta Súdan með því að þeir vilji fá peningana sína aftur sem þeir lánuðu þeim. Mér finnst það algjörlega röng viðbrögð. Skammast mín mjög fyrir þessa helv ríkistjórn sem er við völd hér. Forsætisráðherran okkar er til dæmis mjög náin vinur Georgs Bush og er nú á næstunni á leið til Bandaríkjanna að heimsækja Bush á ranchinn hans en það eru bara þeir sem honum líkar allra best við sem fá þann heiðurinn. Þetta segir manni ýmisslegt um hann Anders Fogh okkar!

Mér finnst hugtakið "fresli" notað til að afsaka mjög margt ljótt alveg eins og "islam" er oft notað til að réttlæta hryðjuverk. Hver er vondi kallinn eiginlega?? Ættum við ekki að kíkja í spegilinn og sjá að við (Vesturlöndin) erum sko ekki neitt skárri en hryðjuverkamennirnir.

Jæja þetta voru mínar skoðanir, veit að það eru ekki allir sammála, endilega segið mér hvað ykkur finnst.

Sunday, February 24, 2008

Menningarlega Strúnan



Þá er maður orðinn hámenningarlegur, ekkert fyllerí og rugl lengur heldur fínar og flottar danssýningar með restinni af fína fólkinu í Aarhus hehe. Fór í fyrsta skiptið í gær á alvöru danssýningu í Musik huset sem er mjög flott og fínt menningarhús. Sýning heitir Passion eftir Tim Rushton og Michael Kvium. Nicole vinkona mín frá Þýskalandi stakk upp á þessu við mig og mér fannst þetta frábær hugmynd. Þessi sýning er líka mjög frábrugðin öðrum danssýningum á þann hátt að það er danshöfundur OG myndlistarmaður sem standa að henni. Það þekkja allir, hér í Danmörku amk, myndlistarmanninn Michael Kvium en hann málar mjög óþægilegar fígúrur sem eru oft heimskar, vanskapaðar og ljótar. Hann fjallar mikið um mannslíkamann og ýmsar tilfinningar tengdar honum. Tim Rushton, sem ég þekki ekki, vinnur með svipuð þemu og Kvium þannig að það var tilvalið fyrir þá að vinna saman. Hér er linkur á heimasíðu þar sem hægt er að sjá mynbrot frá sýningunni.

























Hér eru nokkur dæmi um málverk sem fá að lifna við í þessari sýningu, magnað alveg hreint. hér er linkur inn á síðu þar sem hægt er að sjá smá myndband af sýningunni http://www.danskdanseteater.dk/forestilling.asp?menu=3&id=242

Saturday, February 16, 2008

þetta og hitt og þitt og hetta

Skólinn er kominn á fullt og ég byrjuð í fyrsta (af mörgum) hópaverkefninu. Við erum þrjár íslenskar stelpur og einn Dani hehe ...aumingja hann. Þetta gengur samt alveg prýðilega og við náum alveg að vinna saman. Námið er mjög áhugavert og skemmtilegt, yfirleitt er ég ekkert svekkt yfir því að þurfa að lesa fyrir tímana því þetta er allt svo praktískt og spennandi. Ba námið var svo erfitt miðað við þetta, núna er maður að byggja ofan á þann trausta grunn og maður fær miklu meira frelsi. Það er virkilega gaman að sitja í mötuneytinu umkringd frábærum og klárum íslenskum stelpum og tala af áhuga um sálfræði. Þegar ég var í ba náminu nennti sko enginn að spjalla um sálfræði en núna eru allir æstir í það, jeij.

Gleði, gleði! Topshop er loksins komin til Aarhus :) Er búin að sakna Topshop alveg síðan hún flutti úr miðbænum í Reykjavík þegar ég bjó þar. Svolítið fyndið að þurfa að fara í Magasín og ganga í gegnum allar fínu og ógeðslega dýru fatadeildirnar til að komast í Topshop himnaríkið. Þetta er þó bara lítil deild og ekki mikið úrval, vonandi verður þetta þó stærra með tímanum.

Við keyptum okkur flösku af ... nei ekki rauðvíni né hvítvíni heldur Cider! Þetta er voða fínn og "dýr" enskur Cider og okkur hlakkar til að smakka hann. Tók eftir því að þessar tegundir af Cider eru ekkert smá sterkar, áfengismagnið er frá 6 upp í 9 eða 10. Eitthvað fyrir Soffíu og Ásdísi ;)

Þetta var semsagt pistill dagsins um akkúrat ekkert í boði KRIS HF

P.S- Er að fara í brúðkaup í sumar!! :) Stuð :) Gunni og Nína eru að fara að gifta sig! Hlakkar til!

Sunday, February 10, 2008

Voila


Mun reyndar aldrei getað notað þennan kjól því hann passar ekker sérstaklega vel á mig og er mjög fleginn...en ég saumaði hann sjálf! vei. Nú þarf ég bara að rifja upp hvernig maður setur rennilás í og gerir vasa og þannig. Það eru geðsjúklega flott snið í Burda blaðinu mínu en ég held að það sé nokkuð langt í að ég muni geta saumað svo flott. Þetta er samt rosa skemmtilegt hobbí.
Já fyrir ykkur sem hafið ekki séð mig í smá tíma ...ég er komin með topp aftur og er að fíla það mjög vel, er orðin "ég" aftur hehe.

Lítill sætur kjóll

I did it!! Mér tókst að sauma mér lítinn kjól!! Reyndar svindlaði ég nett og sleppti að setja tölur á hliðina á honum þannig að ég þarf aðeins að troðast þegar ég fer í hann hehe. Hann er bara nett sætur, vantar reyndar á hann hlýra sem ég ætla að setja á í dag og svo get ég sett mynd af honum hérna inn við tækifæri. Þetta er reyndar algjör sumarkjóll og sniðið úr Burda segir að þetta sé náttkjóll en mér er sama hvað Burda segir.

Sólin skín eins og ég veit ekki hvað þannig að ég ætla að skella mér eitthvað út :)

Saturday, February 09, 2008

Kósíheit

Dagurinn í dag er búinn að vera fallegur, sólin skín og það er milt veður. Fuglarnir eru farnir að láta aðeins heyra í sér og það er svo yndælt. Við fórum í smá göngutúr í skóginum og þar var allt krökkt af skokkurum og fólki að viðra hundana sína, sá nokkra sæta hunda sem mig langaði að ræna hehe. Gærkvöldið var alveg hrikalega kósý en við ákváðum að fara út að borða bara við tvö turtildúfurnar. Við höfum látið okkur dreyma um að borða á afrískum veitingastað niðrí í bæ sem er mjög spennandi þrátt fyrir að hann sé kannski ekkert voðalega fancy, maður má til dæmis taka vín með því þeir eru ekki með vínveitingarleyfi. Allavega þá gekk það ekki upp því staðurinn var bókaður fyrir samkomu og við nenntum ekki að bíða til klukkan átta. Við elskum allt mexikóskt og fórum því á "Tortilla flats". Ég gekk alla leið og fékk mér mexókóskan öl með matnum mmmm. Þetta var allt saman mjög næs og rómantískt og við röltum aðeins um miðbæinn en nenntum ekki að kíkja á neina bari þannig að við (gamla fólkið) fórum bara heim og áttum mjög huggulegt kvöld fyrir framan imbann :)

Seinustu helgi vorum við í Horsens í heimsókn hjá tengdó sem var líka mjög kósý og við fórum meðal annars í keilu og borðuðum geggjað mikið af "fastelavns" bollum sem eru svipaðar bolludagsbollunum okkar.

Ég er aðeins byrjuð að iðka nýja hobbíið mitt sem eru saumar. Er samt drulluléleg og rosa stressuð hehe. Tók upp snið úr Burda og ætlaði að sauma bol sem ég hélt að væri frekar létt en er núna alveg stopp því ég skil ekkert í leiðbeiningunum í Burda hehe. Blaðið er semsagt á "saumaensku" sem ég er ekki að fatta! Er að hugsa um að kasta mér kannski bara í djúpu laugina og prófa að nota "gráa efnið" og hætta að kíkja í þessar leiðbeiningar. Er einhver sem talar "saumaensku"? Vonandi tekst mér þó að komast yfir þennan saumakvíða minn því mig langar svo að gera saumað, held að það sé geggjað að geta saumað sér eitthvað sem enginn á og líka að geta breytt fötum þannig að þau passi betur á mann.

yfir og út

Thursday, February 07, 2008

Skólalíf

Er byrjuð í skólanum!! Er samt ekki komin inn í námið??? Já er byrjuð í skólanum en er ekki búin að fá einkunnina sem ég þarf að hafa til að geta komist inn í námið. Er líka búin að kaupa mér bækur og aðeins byrjuð að læra. Mér líst annars frekar vel á þetta allt saman fyrir utan að áherslurnar í skólanum eru mjög subjectívar og byggaðr á sálgreiningu sem ég er frekar mikið á móti. Þetta hefur til dæmis áhrif á hvernig maður er metinn og hvaða einkunnir maður fær því prófin hérna eru alltaf ritgerðir. Til dæmis hefði ég verið felld í sálfræðinni heima ef ég hefði skrifað "ég" en núna er maður felldur ef maður skrifa ekki "ég"!
Ég var hrifin af tíma sem ég fór í á mánudaginn þar sem ungur taugasálfræðingur sagði okkur frá vinnu sinni. Hún vinnur við að mæla "cognitive function" hjá fólki sem þýðir bara hvernig heilinn virkar hjá fólki. Oft er hún til dæmis að skoða hvort fólk hafi heilaskemmdir og þess háttar. Þetta er þvílíkt "detective" starf því það þarf að setja marga smá búta saman til að fá svar við þeim spurningum sem settar eru upp. Oft er til dæmis ruglað saman þunglyndi og heilahrörnun en hún er mjög góð í að finna hvað er hvað. Ég er ekki að segja að mig langi að vera eins og hún en mér fannst hún samt geggjað töff.

Var að klára jólabókina í ár en það var Rokland eftir Hallgrím Helgason. Ég mæli eindregið með þessari bók fyrir alla þá sem elska svartan húmor og þjóðfélagsgagnrýni. Ég ræddi þessa bók við Aðalheiði Steingrímsdóttur sem ég mér finnst hafa verið besti kennarinn minn í VMA og eini kennarinn sem felldi mig á prófi hehe (hitti hana í flugvélinni frá Akureyri til Reykjavíkur). Henni fannst þetta hræðileg bók og gat ekki einu sinni klárað að lesa hana. Mig grunar að hún sé kannski aðeins of gömul því þetta er mjög "neikvæð" bók en í því felst húmorinn. Mér fannst alveg frábært hvernig hann lýsir hlutunum og gerir grín að íslensku menningunni. Maður fer nett hjá sér þegar maður sér sjálfan sig fyrir sér í nokkrum aðstæðum í bókinni sem er mjög hressandi haha! Langar núna að lesa Höfund Íslands.
Byrjaði á "Drage löberen" eða Flugdrekahlauparann á íslensku. Ég fékk þessa bók lánaða hjá vinkonu minni og er þess vegna pínu neydd til að lesa hana. Eftir bara fyrstu blaðsíðurnar líst mér strax vel á hana. Hef heyrt að myndin sé mjög kliskjukennd og léleg og ætla því ekki að sjá hana. Ég er annars mjög lengi að lesa þannig að ég verð ekkert með neina bókagagnrýni hérna á næstunni hehe.

Knús til ykkar allra