Wednesday, September 26, 2007

Kaos í Fitness world

Þegar ég kem til Íslands lendi ég á Keflavíkurflugvelli og mun eyða nokkrum góðum dögum í borginni, hversu lengi fer svo bara eftir því hvernig ég ætla að fragta sjálfri mér norður. Einhver á norðurleið? Langar allavega að hafa góðan tíma með Soffíu og Elí, Ásdísi og Önnu Þorbjörgu og öðrum góðum. Ég á til dæmis töluvert af fjölskyldumeðlimum þarna sem maður hittir ekki oft sem ég gæti alveg hugsað mér að hafa samband við.

Fór í ræktina í dag EFTIR vinnu sem ég hélt að væri rosalega erfitt þar sem vinnan mín er mjög líkamlega erfið oft á tíðum. Jú ég hafði í raun rétt fyrir mér því ég átti erfitt með að komas mér í gang en svo þegar ég varð heit þá gekk þetta allt mjög vel. Reyndar var einn risa ókostur en þessi rækt er glæný og í dag var bara troðfullt af fólki sem er rosalega pirrandi. Ég hitti svo stelpu sem ég þekki sem tókst að móðga mig nett og svo hjólaði ég heim en Danir á reiðhjólum er stundum algjör killer en ef maður er nett hægfara eða ekki alveg með á nótunum er bara öskrað á mann og það gerðist einmitt í dag á leiðinni heim. Ég var því einhvern veginn andlega útkeyrð þegar ég kom heim og sat því bara stjörf yfir Friends. Reyndar hresstist ég svo eftir að hafa borðað gott lasagne og horft á Desperate houswives :)

Knúsí mús!!

Bráðum verð ég svo stödd í Köben !! jeijjj hlakkar til!

5 comments:

Anonymous said...

Æi shit hvað Danir geta verið vondir þegar þeir eru pirraðir! Það er eins í umferðinni, bara flautað á mann ef maður svo mikið sem hugsar um að gera eitthvað sem þeim mislíkar og ekki hikað við að senda manni puttann! Oj...
Hver var að móðga þig? Hvurslags leiðindadónadagur var þetta eiginlega!? Vonandi ekkert sem Friends lagar ekki því annars er það sko alvarlegt ;)
Takk annars fyrir frábæra bíóferð (spjallferð) um daginn. Alltaf svo gaman að hitta þig og spjalla við þig sæta mín.
Heyrumst fljótlega aftur!! :)
Knús og kossar,
Eva frænka

Anonymous said...

Hef svo sem alveg skilning á pirruðum hjólreiðadönum þegar fólk fer hægt yfir og er að þvælast fyrir, verð alla vega sjálf mjög örg en ég hjóla jafn hratt og ég labba, og þá vil ég ekki hafa nein snigil fyrir framan mig. Garga svo sem ekkert á liðið en blóta því bara í huganum og set upp illsku svipinn.
Hlakka til að fá þig á klakann. Góða ferð til Kaupmannahafnar, vona að Sólrún verði góð við þig!

Anonymous said...

hafðu það gott í köben 'skan:) knús og koss frá sviss

Anonymous said...

Stundum eru sumir dagar bara svona. Vona samt að dagurinn í dag hafi verið einkar gleðilegur og fjör hafi verið í kring um þig :)
Hamingjuóskir frá sólinni í Tyrklandi!
knús

Anonymous said...

hvernig var helgin;)???