Tuesday, October 02, 2007

Afmælisferðalagið :)



þá er það ferðasagan! Varúð: Sagan er pínu löng.

Afmælisdagurinn byrjaði snemma en ég og Frank tókum lestina kl hálf níu um morguninn. Ferðin var ekki alveg áfallalaus en þannig er það alltaf þegar ég er í þessari blessuðu lest. Við vorum m.a skömmuð af gömlum "fasista" og svo héldum við í eitt augnablik að kviknað væri í lestinni. Við komumst þó á leiðarenda með smá seinkun. Við biðum svo eftir Sólrúnu á Raadhuspladsen og kíktum aðeins inn í ráðhúsið sem er afar snotur bygging og sérstaklega þennan dag þar sem rómantíkin lá í loftinu þar sem þar var gifting í fullum gangi. Við áttum virkilega góðan dag í miðbænum með Sólrúnu þar sem við sátum á kaffihúsum, horfðum á fólk, töluðum heilmikið, kíkkuðum í búðir og fleira í þeim dúrnum. Um kvöldið hittum við svo Gunna og Nínu og fórum ásamt Sólrúnu út að borða á rosa flottum indverskum veitingastað. Ég var mjög ánægð með matinn og þjónustuna þó að Gunni hafi pantað rétt númer 211 og fékk í staðinn tvö stykki af númer 11 hahaha. Hann var reyndar heppinn því réttur nr 11 var mjög bragðgóður þannig að við fengum að hjálpa honum við að klára nammnamm.


Eftir matinn var svo ferðinni heitið á frekar cool bar. Þar voru drukknir nokkrir bjórar og chillað í takt við reggea tónlist. Kvöldið endaði svo með kveðjustund en Sólrún þurfti snemma heim því á laugardeginum flaug hún til Afríku þar sem hún mun búa og vinna næsta árið. Spennandi!! Gangi þér vel Sólrún, þú átt eftir að rúlla þessu upp ;)


Laugardagurinn var mjög næs dagur en ég og Frank byrjuðum á því að sofa lengi lengi. Þegar við svo loksins dröttuðumst út í rigninguna fórum við í lítið ferðalag en okkur langaði að fara á Arken sem er flott listasafn lengst útí rassgati. Við þurftum að taka strætó og s lestar og svo gengum við 3km í grenjandi rigningu og ég í háhæluðum skóm jeijj. Allavega var þetta safn alveg þess virði!! Svaka cool sýning með ótrúlega flottum verkum, allt ungir listamenn með mjög nútímaleg verk sem voru mjög djúp og frumleg. Um kvöldið nenntum við ekki neinu djammi þannig að við skelltum okkur í bíó en við völdum að sjá Shrek sem er alveg ógeðslega fyndin.



Sunnudagsmorgun og sund. Ég hef aldrei áður verið hrifin af sundlaugum í Danmörku, yfirleitt er þær bara leiðinlega og kaldar. Í kaupmannahöfn er rosa flott laug (DGI Byen) bæði fyrir stóra sem smáa en það var þó stór meirihluti af litlu gerðinni. Ég tók eftir því að þarna voru margir Íslendingar með krílin sín í hópum að sjálfsögðu. Eftir sundferðina hittum við svo Gunna og Nínu og foreldra Gunna. Gunni var svo flottur á því að bjóða okkur öllum í hádegismat á veitingahúsi á Nyhavn. Takk fyrir það!

Við ákváðum svo að fara ekki með lestinni heim og tókum því rútuna/ferjuna heim! Mig langaði reyndar ekkert sérstaklega til að fara aftur heim því mér finnst Kaupmannahöfn töluvert meira spennandi en Aarhus sem er bara sveitabær.

Frábær helgi !!

5 comments:

Anonymous said...

Mér heyrist þetta bara hafa verið frábær afmælishelgi hjá þér skvísa. Ég get ekki beðið eftir að þú komir heim.

kiss og knús

Anonymous said...

Gaman að fá ferðasöguna, hljómar voða vel allt saman. Og þú í rosa flottri kápu :)
Hlakka voða til að fá þig hingað heim
Sjáumst þá

Anonymous said...

Hæ Kristrún!! Ætlaði bara að óska þér góðrar ferðar heim á frón. Eg og Hildur erum líka að fara til Islands en ekki fyrr en 20.okt og ætlum við að kíkja norður eina helgi og hitta ömmu og fleiri. Til hamingju með afmælið um daginn.
KV. Anna Rósa

Anonymous said...

Vá þetta er ótrúlega spes mynd af þér þarna efst þessi svart/hvíta, mjög flott en fannst þetta vera eitthvað svo ólíkt þér...ekki að þú sérst ekki flott vanalega,þú ert alltaf flott!... allavega skondin mynd...hehe...

Anonymous said...

Palju õnne sünnpäeval !!!!! Eða "fullt af heppni á afmælinu" í beinni þýðingu ég lofa samt ekki að þetta sé 100% rétt beyging á síðasta orðinu. Á eistnesku tengjast margar kveðjur heppni og heilsu. En íslenskar eru oft tengdar hamingju samanber "komdu sæl og blessuð" . og ....... INNILEGAR HAMINGJUÓSKIR MEÐ AFMÆLIÐ... Myndin á þér er mjög flott, hún gæti passað aftan á bókinni sem þú munt skrifa um eitthvað mjög mikilvægt póstmóderníst sálfræðilegt fyrirbæri. : ) fullt af heppni og góða ferð.....Sóley