Thursday, September 06, 2007

School is cool

Á morgun byrja ég í skólanum :)!! Þá fæ ég aldeilis að læra um sálfræði frá algjörlega nýjum sjónarhóli. Þessi áfangi er nefnilega mjög existentialískur og póstmódernískur og langt frá því að vera vísindalegur eins og allir aðrir áfangar sem ég hef tekið á Íslandinu góða. Ég hlakka til að sitja og fræðast um eitthvað nýtt þó mig gruni að ég muni fyllast pirringi og jafnvel viðbjóði á þessu bla bla sem Danir eru svo þekktir fyrir, þeir eru nefnilega ekkert rosalega "konkrít" í sínum fræðum stundum ef þið skiljið hvað ég meina??. Allavega þá þekki ég einn íslenskan strák sem verður í þessum áfanga sem þýðir að ég verð ekki ein! jeijj. Hann er í BA náminu hérna og á bæði konu og börn eins og svo margir "sannir Íslendingar" hehe.
Ég hef svo heimtað frí um helgina og ætla að byrja djammið strax á morgun en ég ætla að fara með íslensku gellunum á fyrsta "fredagsbarinn" minn sem er bar (í skólanum!) sem er mjög ódýr og er opinn á föstudögum frá 14 til 20. Ég er í tíma til 14 þannig að það passar vel að fara beint á barinn til að skola út öllu bullinu hehe. Hlakkar til ! Svo er svona "menningarnótt" hérna sem er reyndar heil vika þannig að það er um nóg að velja um helgina :) Segi jafnvel eitthvað meira frá því síðar.

Góða helgi og skemmtið ykkur endilega vel!!

7 comments:

Anna Þorbjörg said...

Gaman að byrja í skólanum alltaf, ég bara að halda áfram að vinna :( Ekkert spennandi að taka við.
Er hér eitthvað hálf þunn í vinnunni, við Stína fórum á barinn í gær og hittum þar Bjarka og Bjarna. Allt of margir bjórar drukknir og nú sýpur maður seyðið af því. Góða helga

Anonymous said...

sælar.

oo það er svo gaman að hugsa til sálfræðiáranna heima á íslandi, við skemmtum okkur svo konunglega, þrátt fyrir pirring af og til, þá aðallega út í Magnús og umræðutímana hans hehe..

http://www.mmedia.is/prg/cosmopolitanklubbur.smu/albums/userpics/DSC01549.JPE

ég að fara að sækja um í sálfræðinni í KU og er að sjóða saman umsókn. þurftir þú að senda inn bókalista með þinni umsókn? býrðu nokkuð svo vel að eiga hann:) ?

kv. ingarun

Anonymous said...

sælar.

oo það er svo gaman að hugsa til sálfræðiáranna heima á íslandi, við skemmtum okkur svo konunglega, þrátt fyrir pirring af og til, þá aðallega út í Magnús og umræðutímana hans hehe..

http://www.mmedia.is/prg/
cosmopolitanklubbur.smu/albums/userpics/
DSC01549.JPE

ég að fara að sækja um í sálfræðinni í KU og er að sjóða saman umsókn. þurftir þú að senda inn bókalista með þinni umsókn? býrðu nokkuð svo vel að eiga hann:) ?

kv. ingarun

Anonymous said...

heyrðu svo vorum við Bragi að kaupa okkur íbúð í kaupmannahöfn, á Vesterbro, þannig að þið Frank þurfið að fara að drífa ykkur í heimsókn til okkar.

Anonymous said...

Sæl Kristrún. Ég hef svona verið að fylgjast með þér af og til ekki nógu mikið samt. En þar sem ég er komin með blogg líka þá ákvað ég að kvitta fyrir mig því mér finnst svo gaman að fá comment.
Ef þú manst ekki eftir mér þá var ég að vinna með þér í Tígrísbæ í Rimaskóla og fór nokkrum sinnum með þér á djammið. Kveðja Rut

ps: bloggið mitt er blog.central.is/flugustelpa

Páll Ragnar Pálsson said...

Frábærar fréttir, þú átt eftir að spjara þig vel í existensiskum/póstmóderniskum umræðum á barnum.

Anonymous said...

Hljómar spennandi. Ég fylgist spennt með, eru annars komin plön fyrir afmælishelgina?