Wednesday, September 19, 2007

Kæra Ísland

Ég sný til baka til þín mitt kæra land. Verð á litlu ævintýraeyjunni frá 6.okt til 27.okt!!!! Allir skemmtilegir vinir og vandamenn mega vera í sambandi ;) Ég hlakka mikið til að sjá alla en kannski mest nýja mannfólkið þá Elí Smára og Róbert Braga og knúsa þá smá því ég hef ALDREI hitt þá! Seinast þegar ég var á landinu voru þetta bara stórir magar hehe. Annars er amma mín mín veik og ég vil eyða tíma með henni á meðan ég hef tækifæri á því þannig að þetta verður kannski pínu erfið dvöl líka. Lífið er víst blanda af ýmsu súru og sætu og maður hefur ekki svo mikla stjórn á vissum hlutum þannig að maður verður bara að læra að lifa með þeim.

Ég varð smá pissed off í dag þegar ég opnaði emailið mitt og sá að verðið á flugi til Íslands er helmingi ódýrara en þegar ég keypti miðann bara fyrir 2 dögum :( Alltaf er ég svona óheppin eitthvað!!

Annað : Hafið þið einhvern tímann sett veskið ykkar í ískápinn?? Ég hef gert það og í dag þegar ég kom heim úr vinnunni og hafði klætt mig úr jakkanum og skónum byrjaði ég að klæða mig úr buxunum??? hahahaha. Er þetta bara ég eða skeður svona fyrir ykkur líka? Frank fann veskið mitt í ísskápnum en ég hafði ekki einu sinni áttað mig á því sjálf hehe. Annars held ég að allir hafi einhvern tímann hent einhverju í rusladallinn sem í raun átti að fara í ísskápinn og svo verið á leiðinni að setja ruslið í ísskápinn , ekki rétt?

Á afmælisdaginn minn þann 28.sept ætlum við Frank að fara til höfuðborgar Danmerkur!! Við höfum pantað farið og gistingu og allt. Við ætlum að eyða afmælisdeginum mínum með henni Sólrúnu minni en hún verður í borginni þann daginn. Jeijj. Annars ætlum við að fara á Arken sem er víst mjög flott listasafn, út að borða og hitta vini. Þetta verður væntanlega yndisleg helgi.

Annars er lífið bara vinna og skóli þessa dagana en mér finnst pínu eins og ég eigi ekkert frí því þegar ég er ekki að vinna "ætti" ég að vera að læra eða gera eitthvað uppbyggilegt. Ég er byrjuð í ræktinni sem er mjög gott og mig hlakkar geggjað til að vera í þessari rækt en hún er glæný og mjög flott.

nóg í bili og afsakið hvað ég er búin að vera löt við að blogga!!

10 comments:

Anonymous said...

Ohh ég hlakka til!! Það verður ljúfur dagur í Köben.

Það verður nú gaman hjá þér að vera svona lengi á fróni, verðuru þá kannski í DK um jólin?

Sjáumst brátt :)

Anonymous said...

Var mikið í svona rugli á yngri árum, hef t.d. hent tannburstanum mínum í klósettið. En virðist eitthvað vera meira vakandi núna, man alla vega ekki eftir að hafa verið að láta hluti á mjög vitlausa staði.
Hlakka annars voða til að sjá framan í þig :)

Anonymous said...

Hlakka til að sjá þig á skerinu.. ég er á leið til london þann 29.sept og þaðan til barcelona í smá húsmæðraorlof/afmælisferð/klárasumarfríferð en ég vona að þú njótir tímans í kóngsins köben á afmælinu þínu.. knús og kossar

Anonymous said...

Já ég hef sett ýmislegt undarlegt í ísskápinn sem á þar ekki heima, manninum mínum til mikillar skemmtunar :)
Mér varð mikið hugsað til þín um daginn þegar ég frétti af ömmu þinni í gegnum ömmu hans Óla...Gott að þú ert að fara að hitta hana. Kannski við ættum að gera eitthvað skemmtilegt saman með ömmunum, ef það er hægt? Hlakka heilmikið til að sjá þig.
knús

Anonymous said...

hey gaman að heyra að þú sért að koma til köben. þú lætur heyra í þér svo við getum hist í einn kaffibolla eða svo. hvað stopparðu lengi í köben og á hvaða hóteli verðuru?

kv. ingarun

Anonymous said...

Takk stelpur :)
Sólrún : Það styttist í þetta! Ég ætla að reyna að stefna á að koma heim um jólin líka ef ég hef efni á því.
Eydís: Er amma hans Óla vinkona ömmu minnar? Það gæti verið mjög gaman að gera eitthvað saman ef amma mín hefur orku í það :)
Inga Rún: Já djöfull væri gaman að sjá þig, það er svo langt síðan! Við verðum í svona bed and breadfast í Isafjordsgade og við gistum tvær nætur, föst og laug. Ég hef samband :)

Anonymous said...

gaman að þú sért að koma á klakann, kannski gætum við hist ef þú hefur tíma

Anonymous said...

Vei frábært hlakka rosalega til að sjá þig sæta mín - plönum saumó og svona þegar þú kemur og ég myndi gjarnan vilja stela þér á kaffihús eitt kvöld ;)

Anonymous said...

Sorry ég aftur, hvenær kemurðu til Akureyar?? Flýgurðu kannski beint hingað?? hmm...

Anonymous said...

Það gengur eitthvað erfiðlega hjá mér að commenta hjá þér en reynum enn og aftur:)

Ég er orðin svaka spennt að fá þig hingað til mín í heimsókn við verðum nú að halda pínu upp á afmælið þitt, er það ekki? Annars vona ég að þú eigir góðan afmælisdag í köben.
En já ég hef oft verið svona í ruglinu með að setja dót á vitlausa staði en hef nú látið það vera upp á síðkastið. Ætlaði samt að henda disk í ruslið í skólanum í seinustu viku :)..
En kiss og knús hlakka til að sjá þig.