Fredagsbarinn var góður fyrir utan að ég og Frank misstum okkur aðeins í kappdrykkju þar sem við höfum bæði verði samasem edrú allt sumarið hehe. Vinkona mín var tekin af lögguni þetta kvöld þar sem hún hjólaði heim í annarlegu ástandi án ljósa! Þessi fredagsbar er semsagt þannig að þegar skólanum líkur á föstudögum er settur upp bar í kaffiteríunni og ótrúlega ódýr bjór skenktur fram á kvöld. Við fórum eftir barinn í einkapartí í svaka flottri íbúð þar sem allir voru voða fínir sálfræðinemar.
Laugardagurinn fór í þreytur, þynnku og þrif, ekki góð blanda! En þannig var mál með vexti að allt fór úrskeiðis. Fyrst tókst heilli kókflösku að renna úr höndunum á mér (var nýbúin að bera á mig lotion sko)og gólfið okkar (sem er by the way teppalagt) og Verner Panton stóllinn okkar urðu kókblaut og ég fékk ekki eins mikið kók og ég þarfnaðist þennan dag sem var tragískt. Það tók MIKIÐ á að þrífa þetta allt saman en það heppnaðist þó mjög vel. Síðan sáum við að þar sem við höfðum lagt ruslapoka frá deginum áður var kominn geggjaður blettur, það er svona "Síðuskóla" dúkur á gólfinu okkar í eldhúsinu og við gerðum allt til að ná blettinum af sem endaði með að við aflituðum gólfið pínu í kringum hann! Til að útskýra af hverjum við söfnum rusli í íbúðinni okkar vil ég benda á að ruslakarlarnir hérna eru ekkert smá prímadonnur sem ekki taka ruslið okkar ef: 1. ruslatunnan snýr öfugt 2. Ef tunnan er svo full að ekki er hægt að loka henni 3. Ef það er pínu snjór fyrir framan tunnan og svo framvegis.
Sunnudagurinn var mjög ferskur dagur en við skelltum okkur í geggjað langan hjólatúr og komum við í "öðrum heimi" en við fórum í hinn fræga Bazar West en það er arabamarkaðurinn í bænum. Þar var hægt að kaupa ljótasta skran sem ég hef nokkru sinni á ævi minni séð, jessúss. Við erum að tala um hilluvís af plasblómum og rósóttum kaffibollum og fleira í þeim dúrnum. Ég og Frank löbbuðum flissandi í gegnum nokkrar búðir þarna en skömmuðumst okkar svo og ákváðum að kíkka á matinn í stðainn en þetta er víst mjög góður grænmetis og kjöt markaður. Við vorum ekki með neina peninga á okkur þannig að við keyptum ekkert í þetta skiptið en ætlum að hjóla þangað aftur seinna og kaupa eitthvað gómsætt í matinn.
Jæja eins og svo oft áður varð pistillinn minn alltof langur, sorry about that!
later!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Hahaha sorry ég gat ekki annað en glott út í annað þegar ég las þetta. Maður náttúrulega lendir alltaf í svona þegar maður er ekki að meika að standa í einhverjum þrifum.
Alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína :)
hej. mailið mitt er ingarun@flateyri.is.
vh ingarun
Fredagsbar hljómar frábær! Það er ekkert grín að þrífa í þynnku og þreytu, þreyf eftir heilt partý og pakkaði fyrir flutning eftir eins klukkutímasvefn í seinustu viku. Geri það vonandi aldrei aftur.
Hvernig var annars póstmóderníski sálfræðitíminn?
gott að heyra að þú sért að kynnast skólafélögunum :)
Þegar ég var í háskólanum í Århus þá var Torsdagsbar, en það skipti nú engu máli því að það var enginn skóli á föstudögum. Ohhh, ljúfa stúdentalíf!
Mér finnst pistlarnir þínir algjör snilld...því lengri því betri :)
En já þetta var nú ljóta vesenið með ruslið og kóksullið...þú og Ásdís ættuð að skrifa saman svona hrakfallabálka bók...hihi...
Post a Comment