Monday, April 23, 2007

Kaupmannahafnar skemmtun

Helgin er þá afstaðin og niðurstaðan er að hún var SKEMMTILEG!
Ásdís er náttúrulega bara skemmtileg þannig að ekki var við öðru að búast en að það yrði mikið tjúttað og hlegið í þessari ferð :)
Það sem stóð helst upp úr er að nú er skilgreining mín á "fín og flottheitum" pínu brengluð hehe. Við fórum til dæmis á svalasta veitingastað sem ég hef farið á þar sem ALLT var fancy, líka klósettin og vatnið! (borguðum til dæmis 2000 íslenskar krónur fyrir flösku af japönsku vatni! haha). Vodafone veislan var líka fancy á furðulegan "tjaldsæðaklósetta" hátt. Flottheitin byrjuðu þegar við sigldum framhjá höll drottningarinn og óperuhúsinu fræga til að komast á litla eyju þar sem húsnæðið var. Þegar á staðinn var kominn minnkuðu flottheitin aðeins þegar við sáum salinn en ég held að þetta sé gamalt bátahús. Svo voru mikil flottheit í matnum og þjónustunni þarna mmm geðveikt góður matur sem við fengum. Flottheitin breyttust í hallæri þegar þvagblaðran kallaði því klósettin þarna voru bara ósmekkleg, án hita eða heits vatns og speglarnir voru bara svona camping plastspeglar þannig að erfitt var að lappa upp á lookið sem ég tók eftir að pirraði marga. Hótelið sem Vodafone fólkið var á var líka mjög fancy og flott að mínu mati. Ég gisti hinsvegar hjá Gunna og Nínu í Nørrebro sem langt frá því að vera fancy en ég fékk að vita frá einum gömlum leigubílsstjóra að hann væri þaðan en hafi aldrei mátt tala með Nørrebro dialekt því það þótti ekki fínt.

Allavega þá var gaman að hitta allt þetta skemmtilega fólk því ég hitti gamla og góða vini og eignaðist svo nokkra nýja vini. Sumir voru næs, aðrið skemmtilegir og svo voru nokkrir bara nett ruglaðir haha.

Var mjög þreytt í morgun eftir lítin svefn um helgina en ég og Frank fórum á fætur um sex í morgun til að skúra (við skúrum einu sinni í viku á skrifstofu) en svo ætluðum við þokkalega að fara heim og leggja okkur en svo klukkan sjö þegar ég var nýbyrjuð að ryksuga hringdi leikskólinn minn og bað mig að koma að vinna! Ég hresstist reyndar við að fara í vinnuna en var pínu slapparaleg þegar ég kom svo heim. Veðrið var geðveikt gott og ég var að deyja úr hita í sólinni, leiðinlegt að það hafi ekki verið svona gott um helgina.

Vonandi sé ég Ásdísi eða aðra af mínum góðu vinum frá Íslandi sem allra allra fyrst því ég sakna þeirra SVO mikið. Ég er svo við tölvuna þannig að ef einhverjum langar að spjalla á msn eða skype þá má bara láta vita ;) Njalli er samt víst á leiðinni á Hróa þannig að við munum amk hittast í júlí :)

sorry hvað þetta er langt, hefði getið verið svo miklu lengra samt!

Take care

3 comments:

Anonymous said...

hey gaman að heyra að helgin var skemmtileg.

Ég væri nú alveg til í smá heimsókn. Ég verð alla vega á ferðinni í sumar, brúðkaupið sem Anna hefur talað um. Annars veit ég ekkert hvar það er og ég er ekki svo framsýn að ég sé farin að kaupa miða eða slíkt. ég veit svo lítið hvernig sumarið verður en ég verð alla vega nýkomin frá Líberíu!! Býst ekki við að verða lengi en það væri náttlega æði ef við gætum hist!

Anonymous said...

já takk sömuleiðis Kristrún þetta var algjör snilld en næst kem ég sko til að hitta þig. Ég er svona enn að jafna mig eftir ferðina. En myndavélin er enn týnd :(.
Viðtalið gekk ágætlega en ég er að fara senda þeim meira efni sem er vonandi jákvætt.
Kiss og knús

Anonymous said...

Sæl og blessuð, og gleðilegt sumar. Ég sé að það er stuð í DK. Ég kíki alltaf öðru hvoru á bloggið þitt, hehe :)

Ég sá myndbandið með Alanis Morisette, sumir segja að við séum líkar?! Allavega þá tók ég mér það bessaleyfi að setja það á bloggið mitt.

Hafðu það gott

kv.
Begga