Er byrjuð að vinna aftur en þetta er samt seinasta vikan mín, furðulegt. Ég væri alveg til í að vera þarna eitthvað lengur en það er víst ekki í myndinni því það er búið að fylla í stöðuna mína. Ætla samt að vona að ég fái kannski að leysa eitthvað af í sumar, aldrei að vita. Börnin eru til dæmis búin að læra nafnið mitt sem tók vel á fyrir suma, reyndar heiti ég mörgum mismunandi nöfnum eins og til dæmis, Ixtrun, Kristin, Kriss, Kristhil og svo Kristrun sem er nú næst mínu upprunulega nafni hehe.
Gettóið er alltaf í upplausn hérna en um páskana var til dæmis brotist inn í leikskólann sem er bara við hliðina á okkar FJÓRUM sinnum en talið er að um sé að ræða 15 ára stráka sem léku sér að því að eyðileggja og stela. Lögreglan virðist ekki geta gert neitt því þessir krakkar eru svo ungir og ekki fá þessar fjölskyldur hjálp frá hinu opinbera. Þegar löggan kemur keyrandi þá kasta þeir bara steinum og drasli í bílana. Fyrir ekki svo löngu var hópur af unglingsstrákum sem brenndu til dæmis geymslur í flestum blokkunum þarna og þegar lögreglan svo að lokum komst að því hverjir þetta voru var lítið hægt að gera þannig að tekið var á það frábæra ráð að setja fjölskyldur þessara stráka á götuna. En by the way þá eru flestar fjölskyldurnar með mjög mörg börn og til dæmis var ein mamman einstæð móðir og með 7 börn. Fyrir um mánuði síðan var til dæmis ráðist á konu beint fyrir framan leikskólann minn en talað var um að þarna væru tveir unglispiltar að verki sem rændu konuna og spörkuðu víst í hausinn á henni. Við sáum því miður ekki þegar þetta gerðist en þetta var um hábjartan daginn. Fyrir mér er þetta óskiljanlegt því mér finnst allir svo yndælir og frábærir á leikskólanum, bæði starfsfólk og foreldrar. Þetta sýnir bara og sannar að það er ekki hollt að hafa svona gettó, held að allir tapi á því. Börnin eru til dæmis svo langt frá því að vita eitthvað um danska menningu og þau muna ekki einu sinni hvað landið heitir sem þú búa í sem er frekar fyndið, þau búa bara í Gellerup.
Smá statistik um Gellerup en 44% af íbúunum eru börn undir 18 ára aldri en venjulega hérna í Danmörku er talan um 20%. Ég er ekki með tölur en ég veit að margir hafa enga vinnu og tala lélega dönsku og hafa ekki svo mörg tækifæri. Bara sú staðreynd að konurnar bera slæðu minnkar möugleika þeirra á að fá vinnu. Margir hafa barist í stríði og eru því illa farnir á sál og líkama. Það eru margar ástæður fyrir því að börn þessa fólks ná ekki að spjara sig vel í þessu samfélagi. Nú eru nýjar tölur sem sýna að þessi börn detta út úr menntakerfinu og virðast ekki standa sig vel. Þetta er slæm þróun og alvarleg og mér finnst lélegt að ekki sé gert meira til að aðlaga þau og hjálpa þeim. Það virðist sem það sé alltaf verið að reyna að losna við þau og margir þjást af kvíða því þeir vita aldrei hvort þeir fái að vera hérna eða hvort þeir verði sendir heim í opinn dauðann eða amk fátækt og erfiðleika. Ég þekki það frá minni vinkonu sem er frá Bagdad en hún fær til dæmis alltaf bara tímabundið leyfi til búa hér sem er eitt ár, ætli þeir séu að vonast til að ástandið batni það mikið að hægt sé að flytja heim eftir ár?? Hún á til dæmis ekki vegabréf og má því ekki ferðast út fyrir Danmörku en hún þarf að fara til Írak til að fá nýtt sem mér finnst furðulegt.
OK ég gæti haldið áfram að eilífu í þessum málaflokki!!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Ég er svo innilega sammála þér. Þetta eru ótrúlegar sorglegar aðstæður.
Ekki er ástandið hér betra, ungmenni stungin til bana nánast í hverri viku. Án þess að taka alla ábyrgð af morðingjunum sjálfum held að bresk og dönsk yfirvöld ættu að líta aðeins í eigin barm og laga ástandið heima hjá sér áður en þau æða yfir höf og lönd til að "hjálpa" öðrum.
Já þetta er frekar sorglegt. Fær mann til að hugsa hvað maður er ótrúlega lánsamur.
Gott og erfitt málefni.
Takk fyrir thad.
Annarsvegar:
Thad eru komnar myndir á myspace'id okkar úr partýinu ef ykkur langar ad sjá. Thetta er skringilega sett upp, en vonandi bætum vid úr thessu brádlega. tjékk it át!
www.myspace.com/b8promo
Kvedja,
Gunni
Já, það er ótrúlegt hvernig tekið er á þessum málum.Finnst einhvern veginn eins og rík og velmenntuð þjóð eins og Danmörk (sem og fleiri) ættu að geta unnið betur að innflytjendamálum svo að það skapist ekki þessi gjá á milli hins hefðbundna Dana og hins innflutta.Finnst einhvern vegin voða lítið rætt um svona mál, bara bent á allt hið neikvæða sem kemur með innflytjendum til að auka enn á einangrunina.Finnst t.d. að Ísland gæti verið leiðandi í þessum umræðum ef við myndum byrja núna markvisst að því að minnka gjánna á milli þessarra hópa þar sem við erum ekki enn komin í samskonar ógöngur í t.d. Danmörk. Vona að það komi ný ríkisstjórn núna í vor sem nennir að taka skynsamlega á þess viðkvæma máli
já sammála þér Anna, góð hugmyndi! Við ættum að gera allt til að fyrirbyggja þessi leiðindi. Hey getur þú ekki bara komið þér og þínum góðu hugmyndum í ríkisstjórnina og komið þessu áleiðis ;)? Ég myndi kjóst þig !!
Hæ elsku Kristrún mín!
Búin að hugsa svo mikið til þín undanfarið. Ætlaði að plata þig í bíó um páskana en aldrei varð neitt úr því. Við verðum að hittast um leið og tækifæri gefst. Þú verður að hitta litla frænda þinn sko, hann er orðinn altalandi. Það fyndnasta sem kom í dag var: "mamma, hetta gevveik bídda!" hehe...geðveik pizza sem sagt :)
Ég er í prófum fram í miðjan júní :/ Spurning hvort við reynum að borða saman eitthvert hádegið!? Verðum í bandi sæta. Gangi þér uuuuber vel í prófinu!
Knús,
Eva frænka
Post a Comment