Tilhlökkun og spenningur eru réttu orðin til að lýsa því hvernig mér líður núna :) Finnst ég lifa skemmtilegu lífi því á morgun er það Kaupmannahöfn!!!! Það verður sko gaman að hitta Ásdísi mína og að sjálfsögðu Gunna og Nínu. Ég mun blanda mér í hóp starfsmanna Vodafone og skemmta mér með þeim um helgina. Á morgun er planið að fara í búðir og svo að slappa af á svaka flottum japönskum veitingastað, ég elska að borða japanskan mat :) Svo á laugardaginn er árshátíð Vodafone þar sem ég verð maki Ásdísar minnar en mig grunar að þetta verði svaka flott og skemmtilegt. Núna er vandamálið bara hvaða föt maður á að taka með og svona.
Jeijj hlakkar til að tala íslensku ALLA helgina, það hefur ekki gerst síðan um jólin. Afsakið ef ég er orðin léleg í þessu ananars undurfagra móðurmáli okkar.
Verð ekki með myndavélina með mér því Frank fer í skírnarveislu um helgina og mun hafa hana. En Ásdís mun taka myndir og setja á sína síðu.
Góða helgi og hafið það gott
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Það er greinlega orðinn fastur liður í þínu lífi að vera maki vinkvenna þinna á vinnustaðaárshátíðum. Vona að þú skemmtir þér vel í kóngsins köbenhavn. Væri alveg til í að vera þar um helgina þó að Akureyri sé auðvitað líka partýbær...
hljómar eins og góð helgi. Bið að heilsa Köben. Góða skemmtun
Post a Comment