Nú er komið "íslenskt sumar" og úrin voru stillt upp á nýtt á sunnudaginn þannig að nú er tveggja tíma munur. Sólin skín frá morgni til kvölds og allt er einhvernveginn betra og skemmtilegra. Ég hef haft mjög mikið að gera en finnst það rosalega gaman en nú hætti ég bráðum í vinnunni sem á eftir að vera pínu erfitt þar sem mér er farið að þykja svo vænt um þessi litlu krútt. Ég og Frank höfðum planað að fara til Berlínar um páskana en erum því miður hætt við því við vorum ekki viss hvort við hefðum efni á því. Ég fékk svo 40 þús frá skattinum en verð víst að sætta mig að fara ekki til Berlínar þrátt fyrir það því ég á eftir að lesa mjög mikið og hið tveggja vikna langa próf nálgast víst og svona. fimmtudagar eru langir dagar hjá mér en ég þarf að fara á fætur klukkan fimm og svo vinn ég frá hálf sjö til tólf og tek svo strætóinn í skólann og þarf svo að sitja þar með "einbeitinguna í botni" til klukkan fjögur. Ætti ekki að kvarta því vinnan og skólinn gengur vel og er mjög skemmtilegt.
Langaði bara að láta heyra í mér en finnst samt ekki eins og það séu margir að fylgjast með hérna.
Wednesday, March 28, 2007
Tuesday, March 20, 2007
Lífið er tjútt
já það er ennþá eitthvað líf í manni þrátt fyrir veikindi, aldur og fyrri störf!!
Við skötuhjúin skelltum okkur í villta reisu til höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að eyða öllum peningunum okkar í bjór og rugl ... og það tókst!! :) Allavega þá eigum við svona snilldarlega sniðuga vini þarna í Köben sem hafa dug til að halda gott partý-Til hamingju með það !! Gunni, Siggi rauði og fleiri tóku sig saman og fengu dja og tónlistarmenn til að halda uppi fjörinu á flottum stað í kjallara Vega. http://www.b8-promotion.com/ Þeir kalla sig semsagt B8 og ætla að halda fleiri svona góð teiti í framtíðinni.
Við fórum með rútunni/ferjunni í fallegu veðri á laugardaginn og vorum komin í borgina um sjö leytið og fórum þá á indverskan veitingastað sem var rosalega næs með góðum mat og frábærri þjónustu. Ég fór svo í partýgallan minn á klósettinu þar og við röltum svo á mjög cool bar með góðri tónlist og drukkum bjór í rólegheitum. Klukkan tíu fórum við svo á staðinn. Það var pínu fyndin steming því þarna voru svo margir Íslendingar og flestir einhverjir sem maður kannaðist við. Fyndið hvað maður "þekkir" fólk þegar maður er í útlöndum þrátt fyrir að maður hafi nokkru sinni talað við manneskjuna hehe. Allavega svo var bara dansað og drukkið stíft til klukkan fjögur en þá löbbuðum við Frank á lestarstöðina vægast sagt þreytt og drukkin hehe. Þar fengum við annars besta croissant ever en það var nýbakað og brennandi heitt, Frank er ennþá að tala um það hehe. Allavega tókum við svo bara fyrstu lestina heim klukkan sex og lágum bara dauð alla leiðina. Þetta sparaði okkur amk mjög mikinn pening í hótelherbergi.
Gaman Gaman
Fékk svo leiðinlegar fréttir í gær þegar ég uppgötvaði að ég skulda Lín 80 þús sem ég vissi ekki að ég hefði átt að borga FYRIR TVEIMUR VIKUM!! En ég fékk semsagt ekkert bréf eða neitt og nota heimabankann í raun ekki mikið, gúlp. Vonandi fæ ég ekki lögfræðing í hausinn !!
Pís át
Við skötuhjúin skelltum okkur í villta reisu til höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að eyða öllum peningunum okkar í bjór og rugl ... og það tókst!! :) Allavega þá eigum við svona snilldarlega sniðuga vini þarna í Köben sem hafa dug til að halda gott partý-Til hamingju með það !! Gunni, Siggi rauði og fleiri tóku sig saman og fengu dja og tónlistarmenn til að halda uppi fjörinu á flottum stað í kjallara Vega. http://www.b8-promotion.com/ Þeir kalla sig semsagt B8 og ætla að halda fleiri svona góð teiti í framtíðinni.
Við fórum með rútunni/ferjunni í fallegu veðri á laugardaginn og vorum komin í borgina um sjö leytið og fórum þá á indverskan veitingastað sem var rosalega næs með góðum mat og frábærri þjónustu. Ég fór svo í partýgallan minn á klósettinu þar og við röltum svo á mjög cool bar með góðri tónlist og drukkum bjór í rólegheitum. Klukkan tíu fórum við svo á staðinn. Það var pínu fyndin steming því þarna voru svo margir Íslendingar og flestir einhverjir sem maður kannaðist við. Fyndið hvað maður "þekkir" fólk þegar maður er í útlöndum þrátt fyrir að maður hafi nokkru sinni talað við manneskjuna hehe. Allavega svo var bara dansað og drukkið stíft til klukkan fjögur en þá löbbuðum við Frank á lestarstöðina vægast sagt þreytt og drukkin hehe. Þar fengum við annars besta croissant ever en það var nýbakað og brennandi heitt, Frank er ennþá að tala um það hehe. Allavega tókum við svo bara fyrstu lestina heim klukkan sex og lágum bara dauð alla leiðina. Þetta sparaði okkur amk mjög mikinn pening í hótelherbergi.
Gaman Gaman
Fékk svo leiðinlegar fréttir í gær þegar ég uppgötvaði að ég skulda Lín 80 þús sem ég vissi ekki að ég hefði átt að borga FYRIR TVEIMUR VIKUM!! En ég fékk semsagt ekkert bréf eða neitt og nota heimabankann í raun ekki mikið, gúlp. Vonandi fæ ég ekki lögfræðing í hausinn !!
Pís át
Saturday, March 10, 2007
Vika dauðans
Já eins og fram kom í seinasta bloggi byrjaði ég að vinna fyrir um það bil viku síðan. Ég byrjaði á föstudegi en varð svo veik á laugardeginum!! frábært! Þar sem maður er þekktur fyrir samviskusemi á hættulega stigi mætti ég í vinnuna alla fokking dagana sem var hreinn viðbjóður því nóttin fór mest í svita og hósta þannig að dagarnir voru oft ansi langir. Börnin eru heldur ekkert sérstaklega þæg og þeir sem eru fastir starfsmenn á deildinni minna vinna ekki sérstaklega mikið sem þýddi að ég og hin afleysingin þurftum stundum að taka ábyrgð á krökkunum sem var ansi skrautlegt. Þessi börn eru jú börn neðsta þreps samfélagsins ef maður getur sagt svoleiðis án þess að móðga, þau eru börn flóttafólks og fólks sem hefur litla sem enga menntun. Vandamálin eru því mörg og stærsta vandamálið er kannski að það helst ekkert starfsfólk á þessum blessaða leikskóla þannig að þau treysta ekki nýju fólki því þau eru vön að fólk komi og fari. Í lok vikunnar var mér annars farið að þykja ansi vænt um þessi litlu grey því þau geta verið svo hrikalega krúttleg :)
Annars er ég ennþá að hósta úr mér lungunum og er vægast sagt illt í öllum öðrum innyflum og er með strengi bæði í maga og bakvöðvum. Held mér hafi svo tekist að smita amk 3 börn á deildinni minni og svo einn starfsmann og jafnvel Frank þannig að ég er ansi ánægð með sjálfa mig. Svona er lífið!
Vonandi hafið þig gert eitthvað allt annað og mun skemmtilegra í vikunni sem er að líða!!
Føj!!
Annars er ég ennþá að hósta úr mér lungunum og er vægast sagt illt í öllum öðrum innyflum og er með strengi bæði í maga og bakvöðvum. Held mér hafi svo tekist að smita amk 3 börn á deildinni minni og svo einn starfsmann og jafnvel Frank þannig að ég er ansi ánægð með sjálfa mig. Svona er lífið!
Vonandi hafið þig gert eitthvað allt annað og mun skemmtilegra í vikunni sem er að líða!!
Føj!!
Saturday, March 03, 2007
Børnehaven Svalen
Fyrsti dagurinn var mjög góður finnst mér. Það var reyndar frekar mikið stress í mér kvöldið áður þegar ég fór í háttinn sem endaði með að ég lá andvaka ALLA nóttina!! Ég var ótrúlega hress til klukkan ca tvö og þá var pínu erfitt að einbeita sér að einu eða neinu. Börnin eru öll með risastór brún og falleg augu og ekki eitt barn er með ljóst hár. Nöfnin voru frekar erfið fyrir mig að bæði skilja og hvað þá að muna, vonandi tekst mér samt að muna þau þegar ég verð eitthvað betur sofin. Þau nöfn sem ég man þó eru algeng arabísk nöfn eins og Mohamed, Jihad, Ahmed en það eru stráknöfnin en stelpunöfnin sem mér tókst að muna eru líka frekar algeng eins og Jasmin, Lara og Sarah. Það er rosalega skrítið að vera í svona hverfi þar sem nánast allir eru arabar. Mér líst annars vel á þá sem ég vinn með og andrúmsloftið er ágætt þarna þar sem notaðar eru "mjúkar" uppeldisaðferðir þar sem forðast er að skamma börnin og hækka röddina sem er léttir fyrir mig því ég meika ekki svoleiðis. Ókosturinn er reyndar að það virðist vera mikið stress í starfsfólkinu sem vinnur þarna því það eru margir veikir og margir sem eru hættir og fólk virðist ekki haldast í þessu starfi af einhverjum ástæðum. Ég vona bara að ég standi mig vel og þau verði ánægð með mig. Ég er annars bara pínu kvíðin yfir því að ná ekki að einbeita mér að skólanum þegar ég hef svona krefjandi starf en ég mun vinna amk 30 tíma á viku út mars mánuð.
Ný og skemmtileg plön: Við stefnum á að skella okkur til Berlínar um páskana !! :) Ég hef aldrei verið í Þýskalandi og hefur dreymt um að fara til Berlínar í langan tíma. Mér finnst alveg tilvalið að skella mér núna þegar ég hef smá frí og verð nýbúin að fá útborgað úr nýju vinnunni. Ég hef heyrt að það sé alls ekki dýrt að fara með lestinni en það tekur um átta tíma sem mér finnst pínu langt en maður verðu nú að leggja eitthvað smá á sig er það ekki? Hlakkar til :)
Kaupmannahöfn brennur!! já helvítis unglingarnir eru að brenna gömlu góðu Köben! Alveg ótrúlegt !! Nenni ekki að segja meira um það því þetta er bara svo mikið pakk allt saman.
Ný og skemmtileg plön: Við stefnum á að skella okkur til Berlínar um páskana !! :) Ég hef aldrei verið í Þýskalandi og hefur dreymt um að fara til Berlínar í langan tíma. Mér finnst alveg tilvalið að skella mér núna þegar ég hef smá frí og verð nýbúin að fá útborgað úr nýju vinnunni. Ég hef heyrt að það sé alls ekki dýrt að fara með lestinni en það tekur um átta tíma sem mér finnst pínu langt en maður verðu nú að leggja eitthvað smá á sig er það ekki? Hlakkar til :)
Kaupmannahöfn brennur!! já helvítis unglingarnir eru að brenna gömlu góðu Köben! Alveg ótrúlegt !! Nenni ekki að segja meira um það því þetta er bara svo mikið pakk allt saman.
Thursday, March 01, 2007
Góðar fréttir
Það var hringt í mig í morgun og ég beðin um að koma og vinna á morgun!! Þeir sem lesa bloggið mitt muna kannski eftir því að ég sótti um afleysingar á leikskóla í Gellerup sem er gettóið hérna í Aarhus, þar sem öll börnin eru tvítyngd. Það er mjög líklegt að ég fái að vinna eitthvað meira í mars en við ætlum að ræða það betur á morgun...Spennandi!! Ég hef reyndar enga reynslu af tvítyngdum börnum en vonast til að læra heilan helling. Ég er spennt og hlakka til, verð samt örugglega drullustressuð á leiðinni þangað á morgun en vonandi endist það ekki lengi.
Ég læt ykkur svo vita hvernig gengur!!
Ég læt ykkur svo vita hvernig gengur!!
Subscribe to:
Posts (Atom)