Sunday, October 29, 2006

Makeover Madness

Er orðin heilaþvegin á þáttum eins og " tíu árum yngri á tíu dögum" og " Extreme makeover" en við erum því miður bara með 3 sjónvarpsstöðvar og ein af þeim er svona "stelpustöð" og þeir sýna amk 3 eða 4 makeover þætti á dag! Ég fór því að hugsa um þessa afdrifaríku línu sem flokkar konur niður í "fyrir" og "eftir". Ég man að þegar ég var yngri sá ég þessar myndir bara í tímaritum og DV en núna er þetta endalaust í andlitinu á manni. Ég er farin að sjá að ég er komin yfir í "fyrir" flokkinn. Ég held samt að ég sé ósköp venjuleg stelpa á mínum aldri. Er eðlilegt að þessi blessaða lína liggi svo lágt?? Hver er eiginlega þarna hinumegin? Getur maður í alvöru verið þarna megin án þess að hafa fengið einhverja aðstoð frá læknavísindunum ? Skiptir það einhverju máli hvorumegin maður liggur? Ef maður detttur yfir í "fyrir" flokkinn kemst maður þá nokkurntímann fyrir í "eftir" hópinn?
Svo er alltaf talað um að fólk vilji bara vera jafn fallegt að utan sem það er að innan. Það meikar ekkert sens!! Skiptir útlitið semsagt meira máli en persónuleikinn?? kannski er þetta fólk svona næs akkúrat af því að það lítur út eins og það gerir. Mér finnst sorglegt að allir þurfi að vera eins og að fólk geti ekki lifað lífinu til fullnustu bara af því að það lítur "öðruvísi" út. Það eru samt svo margar rannsóknir sem sýna að þeir sem eru fallegir eru taldir gáfaðri og eru yfirleitt betur metnir en þeir sem teljast ófríðir. Er bara þreytt á þessum kröfum sem hanga yfir manni og fær mann til að fá samviskubit yfir engu.

Hver er það samt sem ákveður hvernig við eigum að líta út? Af hverju þurfa konur að vera svona gerfilegar? Ég held að þetta sé í raun allt vegna mjög árangursríkra markaðssetningar á fegurðarvörum og fegurðar aðgerðum . Manni er í raun seld hugmyndin að maður eigi ekki að líta "venjulega" út. Er þreytt á þessu öllu saman!! Finnst gaman að líta vel út en finnst samt eins og ég geti í raun aldrei náð þessu takmarki að líta eins vel út og ég "gæti".

Hvað finnst ykur?

Friday, October 27, 2006

Black magic

já þegar talað er um storm heima þá tekur maður því sem alvöru en eins og kom fram hér í umræðunni á fyrri færslunni er standardinn einhver annar hérna. Ég klæddi mig eins og ég veit ekki hvað með húfu, stóran trefil og í brettaúlpu og mætti svo í vinnuna og þá var skellihlegið að mér því ég var víst "pökkuð inn". Það var frekar heitt í 16 stiga hita og vindurinn var frekar sterkur en ekkert rosalega, ég átti amk ekki erfitt með að hjóla á milli gamlingja. Ég fékk annars góð viðbrögð frá fólki í vinnunni í sambandi við hárið og Lasse sem er strákur sem ég vinn með fannst þetta fyndið mál og kallaði mig til dæmis "blacky" og fannst ég nett kinky með þetta hár. Frank er glaður með þetta en ég er samt mjög ósátt og er búin að ákveða að skella mér í ljós við fyrsta tækifæri og vonast til að allar skaðlegu bylgjurnar nái að dempa litinn.

Langar bara að djamma í kvöld en verð að bíða þangað til næstu helgi! Hlakkar til að hætta í þessari vinnu og vera frjáls um helgar. Auðvitað langar mig miklu meira að gera eitthvað þar sem ég veit að ég get það ekki, týpískt hehe. Var að kaupa nýju plötuna hans Mikael Simpson á netinu en hún heitir "Stille og Uroligt" og er mjög cool. Við erum með geggjað internet sem downloadar á hraða ljóssins :)

Ætla að halda áfram að hlusta á góða tónlist, drekkar kók/bjór og borða nammi! (Er eiginlega farin að sötra bjór á hverju kvöldi, held það séu einhver dönsk áhrif).

Góða helgi

Thursday, October 26, 2006

Nú er það svart!

Big Big mistake!

Talandi um hár og hárgreiðslur þá tókst mér að eyðileggja mitt hár í dag :( Ég keypti mér nefnilega háralit sem heitir brun og bjóst við að hárið yrði þarafleiðandi brúnt! Nei það varð SVART!!! arrrg og ég sem þoli ekki gervilegt svart hár! Hvað get ég svo gert?? Er einhver með góð ráð? Ég þarf amk að skella mér í ljós því ég er eins og bleikt svín með þetta svarta hár því ég er ekki þekkt fyrir mikinn brúnan lit í andlitinu. Annars átti ég góðan dag enda var ég í frí. Reyndar eyddi ég deginum í að gera hreint á heimilinu og þvo þvott en það getur verið alveg hreint ágætis afslöppun ef maður er með góða tónlist á fóninum. Það er svo gott að horfa á Ruv á netinu og fá smá flashback frá Íslandi og svo getur maður verið með í samræðunum á Thestelps síðunni sem er gaman :)

Ég komst í eitthvað rosalegt djammstuð í dag og langar bara að hlusta á einhverja cool tónlist á cool stað með góðan drykk í hönd. Því miður þarf ég að vinna alla helgina og því miður eru ekki margir cool staðir hér með cool tónlist, langt í frá. Við erum annars að fara á tónleika í Randers næstu helgi þanni að þá verður stuð. Við þurfum svo reyndar að skella okkur til Horsens daginn eftir og halda upp á afmælið hennar Jytte tengdó sem verður kannski eitthvað minna sniðugt eftir langar djammnótt. Ég vona bara að ég verði ekki neydd til að vinna en maður veit aldrei hvað þetta pakk tekur upp á. Ég fékk reyndar spurningalista í dag sem á að prófa ánægju okkar starfsmannana þar sem ég lét alla reiði og biturleika fossa út og svaraði mjög neikvætt. Sagði til dæmis að ég hugsaði stanslaust um að hætta og finna mér aðra vinnu.

Á morgun verður stormur hérna í Danmörku þannig að það verður spennandi að sjá hvernig mér tekst að hjóla á milli gamlingjanna minna.

Takk kærlega fyrir góðar móttökur :) Það er geggjað að geta skrifað á síðuna því ég fæ jú aldrei tækifæri til að tjá mig á mínu eigin tungumáli, er reyndar orðin eitthvað riðguð og rugla mikið dönsku og íslensku. Sagði til dæmis já í vinnunni um daginn sem vakti mikla kátínu.

Tuesday, October 24, 2006

shitty day...En erum komin með internet!!!



Hæ gleði gleði!! Internetið er komið í hús :)
Ég átti reyndar ömurlegan dag, var á túr, hjólið punkterað, hellirigning og svo gekk allt á afturfótunum í vinnunni. Var þó bara nokkuð sátt við lífið í dag þar sem ég vissi að ég gæti farið heim og skrifað blogg! Viðurkenni alveg að ég er háð því að geta verið í sambandi við umheiminn og hvað er að gerast hjá öllum vinkonunum á Íslandinu góða. Já og svo fann ég Kitkat í töskunni minni sem ég hafði ekki haft tíma til að borða í dag og hafði þarmeð gleymt, nammi namm ;)

Mig dreymdi skrítinn draum í gær en mig dreymdi bæði Soffíu og Ásdísi en þær voru báðar með glænýja klippingu. Ásdís var með geðveikt flott ´60 hár en Soffía var með rosalega ljótt stutt hár, svo sá ég myndirnar hennar Ásdísar í gær og viti menn gellan bara komin með geggjaða greiðslu! Vona að Soffía sé þó ekki með eins hár og í draumnum því það var ekki gott! hehe skondið.

Frank er svo í Köben núna að fylgjast með tónleikum í tónleikaröð sem heitir TRAX en það er frekar sniðugt verkefni þar sem ýmsar danskar hljómsveitir spila tónleika á stöðum sem hafa haft áhrif á meðlimina, t.d grunnskólinn þeirra eða fyrsti barinn sem þau spiluðu á eða eitthvað álíka. Í kvöld eru tónleikarnir svo á geggjað flottu safni sem heitir Glyptoteket, er ekki viss með stafsetninguna en það er í eigu Carlsberg. Við vorum einmitt á þessu safni þegar við vorum í Köben seinast, mæli eindregið með því og mig minnir að það sé alltaf frítt inn á miðvikudögum.

Þið sem verðið á Íslandi um jólin endilega komið með einhverjar hugmyndir að einhverju sem við getum gert! Gætum við til dæmis hist og djammað saman á Akureyri? hvar gætum við t.d hist? Mig langar rosalega að nýta tímann sem allra best og hitta alla eins mikið og ég get. Í sambandi við að vera í Reykjavík veit ég ekki alveg hvað við gerum því ég veit ekki hvar við gætum gist. Mig langar samt rosalega að vera þar í einhverja daga, kannski áður en ég fer út aftur. Soffía kemur þú ekkert til Akureyrar um jólin? Mig langar svo að sjá þig með kúluna ! Sóley ef þú lest þetta endilega láttu mig vita hvar þú verður um jólin, mig langar svo að hitta þig líka :)

Verð svo að fara að taka myndir af nýju íbúðinni okkar og setja hérna inn!

Gott að vera komin tilbaka!

Nú get ég til dæmis skypast með þeim sem langar :)

Tuesday, October 17, 2006

Hreinræktud bloggfærsla

Hef ekki nennt ad skrifa mikid hérna tví midur en vid bídum enntá eftir ad fá internetid, danir eru stundum frekar rólegir tegar kemur ad svona málum!

Helgin var dásamleg og ég er alveg hreint endurnærd! Thøkk sé Eydísi, Òla og krøkkunum teirra. Ég og Frank skelltum okkur nefnilega í smá ferlalag til Ålborg um helgina. Adal sportid var ad borda sem mest og smakka allskyns gæda bjóra sem fást ekki á Íslandinu góda. Vid fengum svo íslenskan mat sem gefur sko orku en vid fengum hinn klassiska rétt sodinn fisk og heimabakad rúgbraud :) Var ekki búin ad átta mig á hvad ég hef saknad ýsunnar mikid mmm. Einnig fékk ég Cheerios sem er víst bannad hér á landi en ég var alveg hooked á tví í svo mørg ár. Tad er líka stundum naudsynlegt ad komast i burtu frá øllu og bara gleyma vinnunni og øllum áhyggjunum og stressinu. Vinnan er farin ad batna núna en ég held ad vid høfum nád hápunkti hér um daginn tegar amk tvær stelpur grétu vegna álags og svo um helgina tegar 8 manns sem áttu annars helgarfrí voru neyddir til ad vinna, by the way tá má madur ekki segja nei ef madur er pålagt sem tad heitir. Ég var svo heppin ad fá frí og komast í burtu! àtti svo ad vera í fríi líka í gær en var bedin um ad vinna sem ég samtykkti bara af tví ad ég veit ad ég fæ helgarfrí aftur næstu helgi, bara vegna mistaka reyndar hehe.

Ég er ad koma heim um jólin og á flug tann 22.des og flýg svo til DK aftur tann 10. janúar. Virkilega langt og gott frí en ég ætla semsagt ad segja upp í vinnunni og stinga af til Íslands og njóta mín tar :) Veit svo ekkert hvad gerist eftir tad!! Er bara alltaf ad halda í vonina ad ég komist inn í Háskólann en madur veit svosem aldrei. Ef ekki verd ég ad byrja ad leita mér ad einhverju ødru. Tad versta er bara ad Frank verdur líklegast líka atvinnulaus í janúar sem er ekki spes fyrir fjárhaginn. Hann kemur med til íslands en flýgur til baka tann 3.jan tannig ad ég fæ smá alone time lika.

Nenni ekki meiru hérna á tessu leidinlega bókasafni!

sakna íslands og ykkar allra !!