Það var geggjað gaman að hitta stúlkurnar mínar í sálfræðinni um helgina. Auðvitað gat ég ekki hamið mig og skellti mér á tjúttið og endaði á hommabarnum Blender og dansaði allt kvöldið. Eignaðist homma aðdáendahóp sem fannst ég æði og slógust nánast um að dansa við mig hehe ekki leiðinlegt það ;)
Ég hef verið þekkt fyrir að vera með netta læknafælni og vill helst ekki fara til slíkra þó lífið liggi við (hmm ætli ég hafi fengið þetta með móðumjólkinni hehe). Fór annars í krabbameinsskoðun í fyrsta skiptið í Danmörku og var að sjálfsögðu ekki alveg róleg yfir því. Ekki vildi betur en að þegar læknirinn kallaði nafnið mitt upp og ég stökk af stað varð læknirinn mjög skrítinn í framan og sagði nafnið mitt nokkrum sinnum og var bara eitt spurningamerki þegar ég sagði alltaf bara já það er ég! Ég er nefnilega bara svo vön því að fólk segi nafnið mitt á mjög undarlegan hátt og segi því alltaf bara já við hverju sem er sem byrjar á k eða Ch. Eftir smá vandræði kom svo í ljós að ég gat ekki verið "Christian" þar sem ég er stelpa !! haha ég var ekkert að hlusta á nafnið og var bara búin að ákveða að ég væri næst. Aumingja læknirinn var nett miður sín yfir þessu en ég tók þessu létt. Læknirinn minn er annars bara frábær!! Hann var geggjað næs og talaði við mig en ekki niður til mín og útskýrði allt mjög vel þannig að skoðunin sjálf var ótrúlega aflsöppuð. Held bara að ég sé komin yfir þessa fælni mína :) Svo er hann ungur og nútímalegur og mjög hreinskilinn. Hann "mælti" til dæmis með að ég gæti fengið bólusetningu fyrir móðurlífskrabbameini sem er ótrúlega dýrt (3500 danskar krónur) og dugar bara í ca 5-7 ár en sagði mér svo sitt persónulega álit á þessari bólusetningu.
Þrátt fyrir að það sé brjálað að gera hjá mér verð ég að sinna vinnunni minni en svo hugsa ég líka að það er pínu gott að hafa góða afsökun fyrir því að taka sér pásu frá bókunum. Ég er til dæmis að fara að vinna núna á eftir og ætla að vera þar nánast í allan dag. Er búin að lofa að gera vinnuna mína sem er að vera með einhverfa stráknum og svo ætla ég líka að þrífa húsið fyrir fjölskylduna sem er samt í raun ekki vinnan mín heldur annarar stelpu sem er í praktík. Á næstu önn verð ég svo í praktík þannig að ég vona að hún hjálp mér í staðinn hehe.
Er annars voða holl þessa dagana og farin að kaupa meira lífrænt ræktað og vörur án ilmefna og þess háttar. Maður þarf líka að hugsa um umhverfið sitt sem maður er að menga alla daga. Hef tekið eftir því að ég hef minna samviskubit þegar ég hendi rusli núna því það er fullt af ávaxtarusli í staðinn fyrir pizzukössum og plastdollum og öðrum umbúðum. Vonandi held ég bara áfram á þessari línu! Held ég geri það þar sem ég farin að sjá smá árangur og hef lést pínu og er ekki jafn hrikalega útblásin lengur :)
Er farið að hlakka brjálæðislega til jólanna!! Já það verður æði að vera í faðmi minna nánustu og njóta alls þess sem Ísland hefur að bjóða :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Eg hlakka lika gedveikt til jolanna!! Thad verdur gledi!
Hei hei, jæja við erum núna flutt heim. Var bara að fá internetið í dag og það tekur sko langan tíma að skoða allt sem mar er búin að missa af síðustu hva 10 daga eða eitthvað ;)
En ég verð allavega á Akureyri um jólin og ég er líka farin að hlakka geðveikt mikið til að vera á Akureyri í faðmi fjölskyldunnar.
Kv. Hrönn
Post a Comment