Er alveg að drukkna þessa dagana. Er að skrifa stóra erfiða ritgerð og hamaðist eins og brjálæðingur alla vikuna en náði þó bara 5 blaðsíðum (af 20 ath!), úff. Svo er að skella á vikupróf á mánudaginn sem þýðir að ég þarf að byrja á nýrri ritgerð sem á að vera 12 blaðsíður. Svo þegar því er lokið verður maraþonsprettur að klára blessuðu ritgerðina áður en ég fer heim þann 19. desember. Fólk fær líklegast bara eitthvað sætt úr næstu bensínstöð í jólagjöf frá mér hehe. Guð, var búin að gleyma jólakortunum, veit ekki hvort maður nái þeim líka, jeminn. Svo fer maður líklegast í jólaköttinn með hár sem var seinast klippt í júní og föt sem voru keypt á seinasta ári eða eitthvað. Voða á maður bágst stundum! haha.
Gunni, Nína og Axel komu og kíktu í heimsókn í gær og gistu hjá okkur. Það var æði að dreyfa huganum aðeins og hitta þau. Alltaf mikil gleði í kringum þau og núna eintóm hamingja í þokkabót eftir að Axel bættist í hópinn. Hann er yndislegur!! Rosalega sorgleg tilhugsun að ég sé að verða þrítug á næsta ári og enn barnlaus :( Vonandi koma þessi kríli til mín einn góðan veðurdag ;)
Annars er margt að gerast hjá mér þessa dagana sem veldur miklum pælingum og gerir einbeitinguna erfiðari. Segi ekki mikið um það núna nema að það sé frekar líklegt að ég muni vera á Íslandi í nokkra mánuði eftir áramótin. Mitt líf er aldrei einfalt það er alveg á hreinu!!
Knús
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Elskan min, gangi ther ofurvel med thetta allt saman. Thetta lif er ekki alltaf lett. Veit ad thu att eftir ad klara thessar ritgerdir med glaesibrag og vona ad taetist ur odrum malum sem fyrst.
Hlakka rosalega til ad hitta thig um jolin og raeda allt sem okkur liggur a hjarta, eg lendi lika a Keflavik 19 des.
Gangi ther vel :-*
Tek undir með Sólrúnu...hún segir allt sem mig langaði til að skrifa... nema ég er bara hér á fróni... og er ekki að fara neitt!
Post a Comment