Friday, September 12, 2008

Hið ljúfa skólalíf

To be continued frá seinasta bloggi ...

Ég fór í atvinnuviðtalið sem ég talaði um (Aflastningsordningen) og bjóst við nettu spjalli en þetta viðtal var alveg öfugt við það. Ég var yfirheyrð um ýmis atriði í klukkutíma og korter. Þar sem ég bjóst ekki við þessu varð ég frekar stressuð þannig að danskan fór pínu í rugl en ég náði nú samt að segja frá öllum kostunum mínum, hvaða reynslu ég hef og hvað ég hef lært af henni og hvernig ég get notað hana í þessu starfi. Konunni leist mjög vel á mig og sagði að mamma stráksins myndi elska mig og þær aðferðir sem ég talaði um að ég hafi notað á börnin sem ég hef unnið með. Nú bíð ég bara eftir að mamman hringi í mig og bjóði mér að koma og hitta þau. Hugmyndin er svo að hún verði yfirmaðurinn minn þannig að ég þarf að semja við hana hvenær ég vinn og þess háttar.

Dagurinn í dag var mjög langur en skemmtilegur. Ég byrjaði daginn á að fara í fyrsta tímann í valáfanganum mínum sem heitir ungdomspsykologi og fjallar um unglingsárin. Þessi tími var mjög áhugaverður og ég var sett í hóp með þremur öðrum Íslendingum sem var skemmtilegt. Kennarinn minn bauð mér svo að fá lánaða bók sem hann á og ég fór með honum á skrifstofuna hans og við áttum mjög skemmtilegt spjall um áfengisneyslu Dana og Íslendinga. Reglurnar hérna í Danmörku eru alveg fáránlegar en aldurstakmarkið fyrir að kaupa áfengi er 16 en 18 ef maður ætlar að kaupa sígarettur! Mér finnst þetta vera eitthvað frekar öfugsnúið.
Svo eftir skólann fór ég og hitti nýju Íslendingana en í dag var stór fredagsbar sem þýðir að það var búið að girða af stórt svæði þar sem búið var að setja upp stórt tónleikatjald. Þegar ég svo komst að því að það kostaði heilan helling til að komast inn ákvað ég bara að sjá til sem endaði svo með að ég og vinkona mín og tvíburasystir hennar sem er hérna í heimsókn fórum niður í bæ og hittum aðrar stelpur þar, fleiri bættust svo í hópinn þannig að þetta var allt mjög næs. Við drukkum smá bjór og höfðum það huggulegt. Svo ákváðum við að reyna að gera gott úr þessum fredagsbar og fara þangað aftur en þá var komin sú allra lengsta röð sem ég hef á ævi minni séð! Held við hefðum þurft að bíða í allvegana klukkutíma til að komast inn þannig að ég gafst upp og fór heim í staðinn enda drullukalt úti. Núna er ég undir sæng, skrifandi blogg og horfandi á lélega rómantíska gamanmynd í sjónvarpinu, alein heima :) kósý.

6 comments:

Anonymous said...

Vá en spennandi starf sem þú ert að landa, alveg magnað að vinna með einhverfum strákum:)
Sá einmitt fram á að vera alein heima í fyrsta skiptið í c.a. 5 ár en þá brast lítið hjarta í litlum manni og hann vildi bara vera heima hjá múttu..það er líka bara næs að hafa einhvern lítinn sofandi kropp hjá sér:)
En varstu búin að frétta af litlu frænku okkar?? Auður er búin að eignast stelpu og eru komnar myndir og allt á heimasíðu krakkanna....held að það sé undir Hanna Kristrún...
Bestu kveðjur frá Ak city
litla sys og Bjarmi í draumaheimi en Birta er í Hólatúni og Eiríkur í hjóltúr.....

Anonymous said...

ahhh skolalif... ekki thad ad eg drekki nokkud minna af bjor tho eg se haett i skola. Gangi ther vel me straksa og mommuna ;)

Anonymous said...

Úllala spennandi hlutir framundan hjá þér, best of luck með nýju vinnuna og skólann. Og alltaf gaman að lesa um spennandi og menningarlegu hlutina sem þú og Frank eruð að bralla :)

Anonymous said...

Hey hey

til hamingju með daginn!

var það annars ekki alveg öruggleg aí dag 28. sept :)

nýjar myndir ef þig langar að sjá skvísuna.

og til lukku með jobbið

Unknown said...

Innilega til hamingju með daginn elsku Kristrún. Vona að þú hafir átt skemmtilegan dag. Kveðja Hrönnsa

Anonymous said...

Innilega til hamingju með afmælið í gær sæta vona að þú hafir haft það gott :)
knús og kossar