Þá er ég hætt að vinna á hóteli djöfulsins, gæti skrifað endalaust um hversu ömurlegt þetta hótel er en nenni ekki að eyða orku í það. Mæli allavega ekki með því!!
Nú er þessum kafla lokið og nú byrjar nýr kafli sem heitir klínísk sálfræði og valáfangi og vonandi einhver skemmtileg vinna með :)
Í gær opnaði Festugen hérna í Aarhus en það er skemmtileg menningarvika sem er stútfull af allskyns uppákomum og list. Við kíktum út í gærkveldi og sáum lifandi tónlist og fleira skemmtileg og enduðum svo í "óperuhúsinu" en það er eitthvað það mest cool sem ég hef séð. Ungir listamenn hafa byggt lítinn bæ og lítið svið sem þeir kalla óperuhúsið. Þetta er allt byggt úr litlum spýtum bara eins og í gamla daga þegar maður hamaðist við að byggja sér skúr á hverju sumri. Það er líka einhvern veginn stemningin þarna því þetta er allt eitthvað svo krúttleg með rólum og blómum og krúttlegum bekkjum að sitja á. Svo er líka mjög cool grafiti á byggingunum þannig að þetta er mjög mikið "youth". Þó svo að sumrinu sé lokið þá skín sólin skært og hitastigið á víst að fara upp í 24 gráður!! vei.
Annars vill ég segja TIL HAMINGJU til Gunna og Nínu en þau eignuðust sitt fyrsta barn í vikunni sem fékk nafnið Axel Þór Gunnarsson og er bara sætastur :)
Saturday, August 30, 2008
Wednesday, August 20, 2008
Girls just wanna have fun!
Nú er að verða ansi langt síðan ég hef skrifað eitthvað hérna. Vinnan er strax farin að pirra mig svakalega en ég ætla samt að reyna að halda þetta út þangað til 29. ágúst þegar Gunni og Nína ætla að koma að heimsækja okkur :)
Ég átti frábæran dag í gær en vinkona mín hún Hrefna var að útskrifast úr kandídatsnáminu og er nú sálfræðingur og strax komin með mjög spennandi vinnu á Íslandi. Við drukkum smá freyðivín og fórum svo út að borða á indverskum veitingastað. Maturinn var fínn miðað við hvað hann var ódýr og við skemmtum okkur vel. Síðan kíktum við á kaffihús við ána og sátum úti í alltof miklum hita, ekki það að það hafi verið heitt úti heldur var kveikt á hiturunum sem voru alveg að svæfa okkur allar.
Ég átti frábæran dag í gær en vinkona mín hún Hrefna var að útskrifast úr kandídatsnáminu og er nú sálfræðingur og strax komin með mjög spennandi vinnu á Íslandi. Við drukkum smá freyðivín og fórum svo út að borða á indverskum veitingastað. Maturinn var fínn miðað við hvað hann var ódýr og við skemmtum okkur vel. Síðan kíktum við á kaffihús við ána og sátum úti í alltof miklum hita, ekki það að það hafi verið heitt úti heldur var kveikt á hiturunum sem voru alveg að svæfa okkur allar.
Ég var kvefuð og mjög þreytt í gær og ákvað því að vera í fríi í dag líka en það er ekkert vagtaplan í vinnunni en ég lét þó vinkonu mína vita að ég kæmi ekki. Svo í morgun hringir yfirmaðurinn minn alveg brjáluð. Hún er bara svo óskipulögð og hafði ekki útbúið neitt plan fyrir vikuna og svo mættu bara tveir í vinnunna!!haha gott á hana!! Þoli ekki að vinna undir svona óskipulögðu fólki. Allavega ætla ég samt að vera í fríi í dag. Veðrið sökkar en ég ætla bara að dúlla mér hérna heima. Sá aðeins af Ísland-Pólland handboltaleiknum þar sem Íslendingarnir unnu :) Gaman þegar OKKUR gengur vel!
Friday, August 08, 2008
Maid in Aarhus
Takk kærlega fyrir allan stuðninginn kæru vinir :)
Mér tókst að næla mér í smá vinnu og byrjaði í gær. Ég er nýja þernan á Hotel Royal !! http://www.hotelroyal.dk/index.asp?PageID=Gallery . Ekki kannski sú vinna sem mér hefur dreymt um í mörg ár en vinna er vinna. Ég elska að nota líkamann og skilja heilann eftir heima og njóta þess að svitna fyrir aurunum. Hótelið er það allra flottasta sem ég hef séð sem skemmir ekki fyrir. Um helgina mun Eric Clapton gista hjá okkur og í fyrra gisti Madonna hjá okkur og fékk að eiga eitt málverkanna í herberginu hennar en hótelið er fullt af mjög flottum málverkum bæði gömlum og nýjum. Svo til að toppa það þá er lyftan í hótelinu sú elsta í Aarhus... Top that!! Já og ég má ráða hvenær ég vinn. Það besta er að ég er að vinna með tveimur íslenskum stelpum úr sálfræðinni þannig að það er sko nóg að spjalla um á meðan klósettin eru þrifin og skipt er á rúmfötum. Svo eru reyndar hundrað og einn ókostur sem ég ætla ekki að nefna eða hugsa um því ég er bara svo fegin að vera ekki í fríi lengur jeminn hvað það er erfitt að gera ekki neitt allan daginn úff.
Nýjasta verkefnið mitt er að læra að sauma. Þau verkfæri sem ég hef til að hjálpa mér er saumavélin mín hún Major Fancy (jebs actual name!) og svo Burda blað sem ég keypti á Glerártorgi um jólin...Good luck. Ég ætla að sauma rosa flott pils en á erfitt með að byrja. Er búin að kaupa efnið sem er rosalega flott ullarefni frá Armani en það er efnabúð niðrí bæ sem kaupir afganga frá Armani, Prada og fleirum. Málið er svo bara að efnið er of flott til að ég þori að klippa það! Er komin með sniðið og allt það en þori varla að byrja að klippa því hvað ef ég eyðilegg þetta dýrindis efni?? Plús að ég fatta ekki alveg hvernig ég á að sauma þetta blessaða pils því Burda er algjörlega óskiljanlegt fyrir manneskju eins og mig og Frank með sína ba gráðu í ensku er alveg jafn skilningssljór og ég. Verð bara að fá mér einn eða tvo bjóra og sjá til hvort kæruleysið hjálpi mér ekki pínu hí hí.
Sólin skín og það er föstudagur þannig að ég skellti mér í H&M og keypti mér flotta skyrtu á útsölu og svo glænýjan og flottan fjólubláan kjól :) Frank er svo að elda uppálhaldsmatinn minn sem er Mexicano style mmm.
Góða helgi
Mér tókst að næla mér í smá vinnu og byrjaði í gær. Ég er nýja þernan á Hotel Royal !! http://www.hotelroyal.dk/index.asp?PageID=Gallery . Ekki kannski sú vinna sem mér hefur dreymt um í mörg ár en vinna er vinna. Ég elska að nota líkamann og skilja heilann eftir heima og njóta þess að svitna fyrir aurunum. Hótelið er það allra flottasta sem ég hef séð sem skemmir ekki fyrir. Um helgina mun Eric Clapton gista hjá okkur og í fyrra gisti Madonna hjá okkur og fékk að eiga eitt málverkanna í herberginu hennar en hótelið er fullt af mjög flottum málverkum bæði gömlum og nýjum. Svo til að toppa það þá er lyftan í hótelinu sú elsta í Aarhus... Top that!! Já og ég má ráða hvenær ég vinn. Það besta er að ég er að vinna með tveimur íslenskum stelpum úr sálfræðinni þannig að það er sko nóg að spjalla um á meðan klósettin eru þrifin og skipt er á rúmfötum. Svo eru reyndar hundrað og einn ókostur sem ég ætla ekki að nefna eða hugsa um því ég er bara svo fegin að vera ekki í fríi lengur jeminn hvað það er erfitt að gera ekki neitt allan daginn úff.
Nýjasta verkefnið mitt er að læra að sauma. Þau verkfæri sem ég hef til að hjálpa mér er saumavélin mín hún Major Fancy (jebs actual name!) og svo Burda blað sem ég keypti á Glerártorgi um jólin...Good luck. Ég ætla að sauma rosa flott pils en á erfitt með að byrja. Er búin að kaupa efnið sem er rosalega flott ullarefni frá Armani en það er efnabúð niðrí bæ sem kaupir afganga frá Armani, Prada og fleirum. Málið er svo bara að efnið er of flott til að ég þori að klippa það! Er komin með sniðið og allt það en þori varla að byrja að klippa því hvað ef ég eyðilegg þetta dýrindis efni?? Plús að ég fatta ekki alveg hvernig ég á að sauma þetta blessaða pils því Burda er algjörlega óskiljanlegt fyrir manneskju eins og mig og Frank með sína ba gráðu í ensku er alveg jafn skilningssljór og ég. Verð bara að fá mér einn eða tvo bjóra og sjá til hvort kæruleysið hjálpi mér ekki pínu hí hí.
Sólin skín og það er föstudagur þannig að ég skellti mér í H&M og keypti mér flotta skyrtu á útsölu og svo glænýjan og flottan fjólubláan kjól :) Frank er svo að elda uppálhaldsmatinn minn sem er Mexicano style mmm.
Góða helgi
Saturday, August 02, 2008
Bölvað VESEN
Þó að sólin skíni þá leikur lífið alls ekkert við okkur Frank þessa dagana. Hann er núna officially atvinnulaus enn einu sinni og ég er líka búinn að missa þá vinnu sem mér hafði verið lofað fyrir ágúst. Þannig er mál með vexti að ég hafði samband við gamla vinnustaðinn minn heimahlynninguna (fyrir löngu síðan)og spurði hvort þeim vantaði einhvern til að leysa af í ágúst og jú ég fékk nokkrar vaktir sem svo breyttust í fleiri vaktir og endaði með að ég samþykkti að vinna fjórar helgar plús nokkra virka daga. Kellingin var samt alltaf að reyna að fá mig til að samþykkja að vinna áfram um helgar með skólanum en ég vill það ekki því mig langar að vinna með börnum og ætla mér að sækja um að vera liðveisla eða aðstoðarmanneskja á stofnun fyrir börn með ADHD og einhverfu. Hún var mjög ágeng og ég endaði með að samþykkja að taka einhverjar helgar ef ég vissi að ég hefði ekki of mikið að gera. Næsta dag hringir hún svo og segir að yfir- yfirmaðurinn segi að ég verði að lofa að taka aðra eða þriðju hverju helgi ef ég vilji koma og vinna hjá þeim. Ég sagði nei við því og er því búin að missa sumarvinnuna mína!! Hún hefði kannski getað druslast til að segja eitthvað fyrir tveimur mánuðum og þá hefði ég væntanlega sótt um að vinna annars staðar í ágúst og ég býst við að flestir séu búnir að ráða fyrir mánuðinn. GREAT!!
Reyndar er þessi heimahlynning stýrð af djöflinum sjálfum og kannski bara ágætt að vera ekkert að vinna fyrir hann! Núna er svo bara málið fyrir mig að skrá mig á vikar skrifstofu sem eru skrifstofur fyrir þá sem vilja hlaupa í skarðið hér og þar. Þetta er mest svona verksmiðjuvinna, lagervinna og þess háttar.
Ég er búin að finna auglýsingu þar sem er verið að auglýsa eftir fólki til að vinna með börnum með ADHD og einhverfu 8 til 10 tímar á viku sem ætti að vera fullkomið með skólanum. Ég ætla að sækja um það og vona það besta!
Þessi vonda reynsla af vinnumarkaðnum hérna fær mann til að langa heim strax eftir útskrift. Sjáum til hvernig það á eftir að ganga jedúddamía!
Reyndar er þessi heimahlynning stýrð af djöflinum sjálfum og kannski bara ágætt að vera ekkert að vinna fyrir hann! Núna er svo bara málið fyrir mig að skrá mig á vikar skrifstofu sem eru skrifstofur fyrir þá sem vilja hlaupa í skarðið hér og þar. Þetta er mest svona verksmiðjuvinna, lagervinna og þess háttar.
Ég er búin að finna auglýsingu þar sem er verið að auglýsa eftir fólki til að vinna með börnum með ADHD og einhverfu 8 til 10 tímar á viku sem ætti að vera fullkomið með skólanum. Ég ætla að sækja um það og vona það besta!
Þessi vonda reynsla af vinnumarkaðnum hérna fær mann til að langa heim strax eftir útskrift. Sjáum til hvernig það á eftir að ganga jedúddamía!
Subscribe to:
Posts (Atom)