Wednesday, November 14, 2007

Ljótleikinn og fáránleikinn

Heimurinn er ansi ljótur stundum og fréttirnar geta sjokkerað. Held reyndar ekki að heimurinn sé mikið verri en hann var í gamla daga, held frekar að nú sé mun meira skrifað því fjölmiðlarnir eru orðnir svo margir og stórir. Ég las í dag um 12 ára strák í USA sem hélt því fram að hann væri misnotaður af afa sínum og frænda sem hann bjó með. Í ljós kom þó að þessi 12 ára strákur var í raun 29 ára gamall kynferðisafbrotamaður sem vildi láta "misnota" sig. Afinn og frændinn voru í raun ekkert skyldir þessum manni heldur voru sjálfir þekktir kynferðisafbrotamenn sem kynntust þessum "strák" á netinu gripu tækifærið þegar "strákurinn" bað um að fá að búa heima hjá þeim. Þessir kynferðisafbrotamenn voru æfir yfir þessum svikum þegar þetta komst upp. hahaha svona er lífið öfugt og fáránlegt stundum.

Önnur frétt sem er ofarlega á huga er frá Álaborg hér í Danmörku og fjallar um eitthvað sem virðist vera að aukast allsstaðar í heiminum. 15 ára strákur réðst á saklausan mann og barði hann til dauða og það sem var enn verra var að eftir að hann hafði drepið manninn dró hann líkið 15 til 20 metra í að átt að ljósi því hann vildi filma manninn með gsm símanum sínum! Svo eru þessi kellingatímarit að lifa á svona sögum og framan á einu helsta kellingatímaritinu hérna er mynd af þessum strák og svo er fyrirsögnin "foreldrar hans elska hann ennþá" en svo það sem er svo það súrrealistísk er að næsta fyrirsögn er "10 leiðir til að grennast fyrir jólin" og eitthvað í þá áttina! Þvílík fréttamennska!

Nenni varla að tala um að nú er búið að kjósa og ríkisstjórnin hélt velli sem er fáránlegt miðað við öll sviknu loforðin og niðurskurðinn á seinasta ári. Held að Danir séu nett heimskir, eða amk með voðalega lélegt minni!

6 comments:

Anonymous said...

Jahérna segji ég bara það er ótrúlegt hvað krakkar eru orðnir brenglaði ég sá nú bara frétt hérna um daginn frá Akureyrir um krakka sem hópast saman og taka upp slagsmál og setja á netið, en þetta virðist vera nýjasta nýtt, ekki langt síðan það kom upp svona í mál í Reykjavík. Mér finnst eins og fólk geri sér ekki grein fyrir því að gjörðir þeirra hafa einhverja afleiðingu. Svo var ég að lesa ógeðslega frétt um hálft líka að nýfæddu fannst í DK ég fékk bara hroll...

En vona að þú hafir það gott þó þú hafir ekki fengið að kjósa sæta :).
Knús og kossar

Anonymous said...

það er margt skrýtið í þessum heimi
...slæmt að Danir kusu ekki þitt fólk á þing það hefði örruglega verið miklu betra, kannski ættir þú bara að skella þér í pólitík, if you can´t beat them join them : ) knúsi knús Sóley ...

Anonymous said...

Elskan mín, það eru ekki bara Danir sem eru minnislausir um svik stjórnmálamanna. Held að Íslendingar séu með þeim verri í þeim bransa, sbr. endalausa stórsigra Sjálfstæðismanna.
En vona að danski stjórnmálafræðingurinn sem ég heyrði í í gær hafi rétt fyrir sér en hann sagði að þar sem meirihlutinn er svona naumur muni hann líklegast springa áður en langt er um liðið og boðað verði til nýrra kosninga. Vonandi mátt þú kjósa þá!

Anonymous said...

já vonandi er það rétt Anna, eins og málin líta út núna er ríkisstjórnin á mjög hálum ís og það má ekkert útaf bera til að allt fari í hund og kött. finnst hrikalega fyndið að þarna sé mesti rasisti landsins hún Pia Kjærsgaard og svo músliminn hann Nasar Kader og þau eiga að vinna saman! Hún gat ekki einu sinni setið á sér á sjálft kosningakvöldið og var farin að rífast í honum. Hann stofnaði by the way flokkinn sinn til að reyna að velta henni. ÞEtta verður athyglisvert!!

Anonymous said...

Jamm, thetta er ljott, I london redst hopur ungmenna ad manni og drap hann eftir ad hann kom ut eitt kvold og bad thau vinsamlega um ad hafa laegra. Frettirnar voru thannig i London ad madur thordi varla ad lita i attina til taninga, hvad tha ef thau voru i hettupeysu. Vona samt ad thessi alda se lidin hja i London.

Aetladi annars bara ad segja eins og anna, folk er minnislaust og/eda plain vitlaust vida!

Anonymous said...

Hej hej, ég veit að ég er löt að blogga en nú vil ég fá nýtt blogg frá þér hva er eiginlega títt??? kv Hrönnsa