Thursday, November 08, 2007

Er í fýlu


Grunur minn um að ég mætti ekki kjósa í þingkosningunum hérna var staðfestur í dag þegar Frank fékk sent kosningakortið sitt með póstinum og ég fékk ekki neitt :( Kannski er ég voða frek að finnast ég mætti kjósa en mér finnst samt bara að þegar maður vinnur og býr í landi að maður eigi rétt á að hafa áhrif á samfélagið sitt. Er það ekki liður í að aðlagast samfélaginu að vilja taka þátt?? Finnst þetta asnalegt og er þess vegna í fýlu :(

4 comments:

Anonymous said...

hhhmmm mér finnst reyndar mjög eðlilegt að fá ekki að kjósa hérna í Sviss. Segi það ekki að stundum væri gaman að geta haft eitthvað um hlutina að segja. En annars þá stórefa ég það að margir útlendingar myndu yfirhöfuð taka þátt í kosningunum í danmörku, sviss eða annars staðar. Mér finnst líka að maður þurfi að hafa býsna góðan skilning á tungumálinu til að geta haft eitthvað um málin að segja og það er alveg á hreinu að amk hér í Sviss (og á Íslandi) er heill hellingur af útlendingum sem talar tungumálið ekki nógu vel....vissulega eru líka margir sem tala það vel ekki misskilja mig:) En ekki eyða of löngum tíma að vera í fýlu...það er svo assgoti leiðinlegt;) knús sæta

Anonymous said...

Hæ dúllan mín!
Viltu ekki koma og heimsækja okkur mæðginin fljótlega? Það væri svo gaman að sjá þig :) Frank líka að sjálfsögðu! Ég tala dönsku sko! :) hehe...
Vertu í bandi sem fyrst!
Eva

Anonymous said...

Það má kannski segja að þú sért fórnarlamb heimsvæðingarinnar, sem ekki gerir ráð fyrir því að fólk hafa eitthvað að segja um málefnin á þeim stað sem það lifir og starfar þá stundina. Senilega þarftu að sækja sérstaklega um það að fá að kjósa, allaveganna svona hlutir koma yfirleitt ekki af sjálfu sér svo ef til vill ættirðu að herða upp hugann og stefna á kjörkassann í næstu kosningum. Knúsi Músi Sóley

Anonymous said...

Vill bæta við hér að ég hef actually kosið í þessu landi og það var í bæjarkosningunum 2005! Ég skildi kannski 50% af tungumálinu og hafði lítið fylgst með kosningunum en mátti samt kjósa. Ég hef fylgst rosalega vel með stjórnmálanum síðan ég flutti hingað og veit mun meira en til dæmis þessir 18 ára Danir sem eru að kjósa í dag. Til dæmis vilja allir þessir "ungu krakkar" kjósa sama stjórnmálaflokkin en geta samt ekki sagt af hverju og þau vita heldur ekki hvað formaðurinn heitir!! haha