Sunday, December 02, 2007

Bloggidíblogg

Fólk bara farið að kvarta yfir bloggleysinu í mér sem er ánægjulegt ! :) Gaman að vita að einhver nenni að lesa bullið í manni ;)

Það eru jól í nánd og maður kominn í netta stemningu barasta! Ég hef samt ekki haft nægjanlegan tíma til að fara og kaupa gjafir en tókst þó með erfiðleikum að rífa mig upp úr sófanum í dag og fara niðrí bæ og kaupa tvær gjafir, húrra fyrir því. Við kíktum líka aðeins á jólamarkað arkitektanemenda sem var spenanndi enda mikið frumlegt og flott í boði þar. Ég keypti til dæmis flotta uppskriftabók af íslenskri stelpu sem ég var að kynnast sem heitir Guðrún Ragna. Við vorum einmitt í "julefrokost" saman í gær sem var alveg hrikalega skemmtilegt. Fyrir þá sem ekki þekkja julefrokost er það át og drykkjuveisla sem stendur yfir langt fram á nótt. Það var pínu spes að vera ekki eini Íslendingurinn í partýinu en samt mjög, mjög næs. Já var næstum búin að gleyma að ég fór út á föstudagkvöldið með einni sem ég vinn með, kærastanum hennar og vinkonu sem var á aldur við mömmu hehe. Við fórum á alveg hrikalega hallærislegan bar og drukkum ljót, ódýr og bragðvond skot og að sjálfsögðu ódýran en mjög bragðgóðan jólabjór. Fólkið þarna var mjög "white trash" en það var samt stemning í þessu öllu saman. Ég fór heim snemma því ég þurfti að fara á fætur kl 6 á laugardaginn og fara í vinnuna en samt bara til klukkan 11 þannig að það var bara í gúddí.

Nú langar mig að taka góða jólahreingerningu og svo henda upp smá skrauti. Mér tókst reyndar að setja seríu upp í dag sem var stórt afrek. Ég á reyndar nánst ekkert jólaskraut og finnst erfitt að finna eitthvað sem ekki er rosa hallærislegt.

Er annars að fara í "julehygge" á þriðjudaginn með tveimur stelpum úr skólanum en við ætlum að borða "æbleskiver" og fleira sætt. Annars er ég rosa mikið að vinna, læra, svitna í ræktinni þannig að mér hefur vantað pínu að fara eitthvað út á djammið og hitta fólk og er því ánægð eftir þessa helgina :)

10 comments:

Anonymous said...

Hey sys
gaman að lesu um stússið á þér gamla....
Hlakka endalaust til að hitta þig um jólin.....litlu heimasæturnar tvær líka....
Heyri í þér fljótlega
Bless í bili
litla sys

Anonymous said...

tere tere!!!

það er ekkert grín að finna smart jólaskraut :) en gott að heyra að þú ert að njóta "den danske dejlige juletid"

knúsi mús
Sóley

Anonymous said...

já það er ekkert smá stutt í að maður sjái þig aftur gott að heyra að það sé nóg að gera hjá þér annars.
Ég hef bara eitthvað minna af jólaskrauti hjá mér tvo kertastjaka og seríu ætli það dugi ekki bara :D.
Verð nú annars að fara heyra í þér bráðlega og spjalla.
kiss kiss

Anonymous said...

Hæ sæta og takk fyrir síðast!
Vildi bara láta þig vita að ég setti inn mynd af þér og Kristrúnaraðdáandanum mikla á síðuna hans :)
Hann ljómar enn þegar hann talar um þig og sér myndina af ykkur! hehe...
Sjáumst vonandi fljótlega!
Krammer,
Eva frænka

Anonymous said...

Þá er bara að ath. með funkis jólakúlurnar í jólagarðinum...:D
Hlakka til að sjá þig

Frankrún said...

Hmm er ekki að fatta hver skrifaði færsluna þarna sem er ekki með neinu nafni?? Getur ekki verði Soffía því hún er svo mikið jólabarn og skreytir örugglega alveg helling, er ekki viss með ásdísi því ég veit ekki hvort hún myndi nota svona broskalla. Er því nett lost hérna!! hjálp!!

Anonymous said...

Þetta var ég með nafnlausa nett utan við mig tíhí nei Soffía er örugglega með meira jólaskraut en þetta hehe.

Kveðja Ásdís skólabarn nei ég meina jólabarn

Soffía said...

Hihi, skemmtilegur giskunar leikur í gangi þarna...
En já ég er sko búin að setja upp jólaskraut hér og þar... og langar mest til að skreyta jólatré heima hjá mér líka (vorum heima í fyrra og á því fullt af jólatréskrauti) en það er svo pointless því við förum norður bráðum :(
Vá það styttist óðum í að þú komir! Júhú!!!

Anonymous said...

Viltu ad eg faeri ther malaviskt jolaskraut. Her er alla vega baunabelgir og natturlegar kulur maladar i jolalitum og folki thykir voda snidugt.

Annars er frekar litid jolalegt her. Supermarkadarnir spila samt jolalog og skreyta med afskaplega amerisku og gerfilegu skrauti medan afgreidslufolkid afrgreidir mann med jolsveinahufur eda hreindyrshorn a hofdinu. Herleigheitin fa mann til ad muna ad thad eru ad koma i jol i sma stund en stemmingin gufar alltaf upp thegar madur maetir aftur ut i solina og hitan. Eg sem a fullt af jolaskrauti heima hef ekkert skreytt i ar.

Njottu jolastemmingarinnar fyrir mina hond. xoxo

Anonymous said...

Hlakka til að sjá þig sæta :D