Saturday, October 06, 2007

Billund-Keflavík

Þá er dagurinn runninn upp! Ég er á leið heim til Íslands :)

Hlakkar til !

Við förum til Horsens eftir smá og svo ætla tengdó að skutla mér á flugvöllin í Billund sem er bara um klukkutíma akstur, í staðinn fyrir að fara allaleið til Kaupmannahafnar sem tekur alltaf allavega 3 tíma. Ég er því róleg yfir þessu öllu saman en oft er ég mjög stressuð þegar ég þarf að taka lestina til Kastrup því það er sko aldrei hægt að treysta þessu lestarkerfi hérna, plús að ferðalagið styttist þónokkuð!!


Á fimmtudaginn fékk ég óvænta afmælisveislu en dönsku vinkonurnar þær Karen og Kamilla buðu mér í hrísgrjónargraut (þykir hið mesta lostæti í DK) svo bökuðu þær afmælisbollur og bjuggu til heitt kakó. Það voru fánar og kertaljós og ég fékk að meira að segja pakka ;) Ég tók flösku af uppáhaldsrauðvíninu mínu með og við sátum svo bara allt kvöldið og "hugguðum" okkur hehe. Mjög mjög næs!











Þið sem búið heima á Íslandi...við sjáumst!

knús

1 comment:

Anonymous said...

hafdu thad sem allra bestu heima, bid ad heilsa. Takk fyrir sidast, thad var aedi :)