Wednesday, October 31, 2007

Aarhus baby

Nú sit ég í sófanum mínum í Herluf Trolles gade, Aarhus, Danmörku sem þýðir að ég er ekki lengur á Íslandi. Það var ólýsanlega gott að vera í löngu frí sem var fullt af hittingum með vinum og vandamönnum, vá hvað maður er endurnærður og glaður frá toppi til táar. Það fyrsta sem gerði svo þegar ég kom til landsins var að fara í afmæli tengdarmóður minnar sem var næs því það var öll familían samankomin og tók vel á móti mér.

Ég er í miklum rólegheitum núna þar sem það er ekki þörf á mér vinnunni fyrr en um helgina, þetta er fínt því ég get reynt að lesa allt það sem ég hef ekki verið að lesa en hefði átt að lesa fyrir langa löngu. Það sem ég er að lesa núna er ágætlega skemmtilegt þar sem ég var í nútímafræði í háskólanum á Akureyri og lærði allt um nútímann eða modernity en er svo að lesa um post modernity núna en í pínu öðru samhengi. Alltaf gaman þegar maður getur hengt nýja þekkingu á gamla. Það er líka undarlegt, á góðan hátt, að velta sér upp úr þeim tíma sem maður lifir í því þá sér maður hvað hann er í rauninni frábrugðinn fortíðinni en samt ekki ??

Ég og Frank erum bara í góðum gír og í gær skárum við út grasker og bjuggum til graskerssúpu, ok Halloween er í dag en við "héldum uppá" það í gær. Á morgun fer Frank að vinna sem lærlingur þannig að ég verð að venjast því að hann komi ekki heim fyrr en seinni part dags.

Annars vil ég bara þakka öllum sem ég hitti á Íslandi fyrir að hafa gert dvöl mína þar að frábærri minngu sem ég get hlýjað mér við á köldum löngum vetrardegi hérna í Danmörku.

knús

8 comments:

Soffía said...

Það var svo gott að fá þig í heimsókn, miss u already! Hlakka til að fá þig um jólin, vona að það verði ekki of stutt stopp.

Anonymous said...

Takk sömuleiðis sæta mín. Alltaf gaman að hittast en það er náttúrulega allt of sjaldan sem það gerist.

Anonymous said...

bara agalega gaman að sjá þig líka ljúfan..

Eydís Ólafsdóttir said...

Er strax farin að hlakka til þess að endurtaka leikinn um jólin :)

Anonymous said...

Er halloween ekki 31. okt? Eða er ég að rugla..
Hefði verið gaman að hitta þig þegar þú komst til íslands en ég skil alveg að það hafi verið mikið að gera hjá þér og hitta alla vini þína. Kannski sjáumst við næst þegar þú kemur :)

Anonymous said...

Thad hljomar allt svo huggulegt hja ther. Eg er einmit a fullu ad plana jolaheimkomuna. Thad verdur nu gott og gaman ad vera heima og hitta alla. Hvernig bragdast graskersupa?

Anonymous said...

Það var rosalega gaman að fá þig í heimsókn ég hlakka bara til að sjá þig aftur um jólin. Hafðu það nú rosa gott í Aarhus.

Anonymous said...

Graskersúpan var alveg fín en það var kannski pínu of mikið engiferrót í henni sem er frekar dominerandi bragð. Frank er búin að þurrka alvöru chili og notar það sem krydd þannig að súpan var dáltið sterk! :)