Saturday, October 20, 2007

Ísland

Þá er ég búin að vera hér á litlu sætu íseyjunni í hálfan mánuð og á því bara eina viku eftir :(
Alltaf þegar ég hef veri hérna í smá tíma skil ég barasta ekkert hvað ég er að gera í Danmörku því það er svo gott að vera í sínu eigin heimalandi. Það kemur alltaf upp í hugann orðatiltækið "fiskur á þurru landi" þegar ég hugsa um það hvernig mér líður stundum í DK miðað við að vera hérna. Ég átta mig á því þegar ég kem hingað hvað það er notalegt að geta tjáð sig óheft og finnast maður vera í sama hópi og allir aðrir. Þetta er ómetanleg tilfinning og ég vorkenni þeim sem þurfa að flýgja heimalönd sín vegna stríðs og fátæktar því þessa tilfinningu er erfitt að fá aftur þó maður hafi búið lengi í sama landinu, það er jú bara eitt heimaland :) Ekki misskilja mig, ég hef það ótrúlega gott í Danmörku og hef sjaldan verið jafn hamingjusöm og þar. Ég á yndislegan kærasta sem er líka besti vinur minn og svo skemmtilega vini og fjölskyldu sem gerir allt fyrir mig.
Ég kem reyndar fljótlega aftur til Íslands en ég býst við að koma um jólin !! :)

Þá er bara að nota tímann sem eftir er til að hitta allt skemmtilega fólkið á Akureyri !!

Knús Kristrún

p.s veit einhver um far fyrir mig suður???

2 comments:

Anonymous said...

Hæ sæta...
Vá hvað ég skil þig vel. Maður er alltaf jafn mikið "heima" þegar maður er á Íslandi. Allt eitthvað svo þægilegt.
Vonandi ertu búin að hafa það rosa gott! Hlakka til að heyra frá þér þegar þú kemur tilbaka ;)
Knúsaðu alla frá mér...og knús til þín líka auðvitað! :)
Eva frænka

Anonymous said...

Ja thad er eitthvad mjog notalegt vid ad vera "heima" thar sem madur olst upp og fjolskyldan er. Ad sama skapi er gaman ad ferdast og kynnast nyjum stodum og folki, thau stadir eigi nattlega misvel vid mann. Alveg sama hvad mer finnst aedislegt ad bua i Rvik, london eda Lilongwe, thad er alltaf gott ad koma 'heim'!