Tuesday, August 14, 2007

Feitir tónleikar


Fór á CocoRosie tónleika á sunnudaginn með nokkrum hressum íslenskum stelpum. Stelpurnar sem ég var með eru stelpur sem ég kynntist í sálfræðináminu heima og/eða sálfræðinni hérna í Aarhus og heita Hrefna, Ásdís, Hildur og Katrín.


CocoRosie eru systur frá USA sem spila mjög cool og frumlega tónlist. Þær eru víst upprunalega frá Frakklandi en hafa búið lengi í Bandaríkjunum. Þeim til stuðnings var Tez sem er gaur sem gerir fáránlegustu hljóð með röddinni og hann var í býr til flest öll beat í tónlistinni þeirra. Hann hitaði líka upp fyrir sjálfa tónleikana og fólk var gjörsamlega orðlaust yfir honum. Hann tók til dæmis Prince lag þar sem gerði beatið og söng á sama tíma?! hvenrig gerir maður það?? Systurnar tvær eru báðar með mjög flottar raddir, önnur þeirra er með rosalega fallega óperurödd en hin er með mjög cool barnalega rödd sem hún notar í rappstíl. Saman er kokteillinn banvænn! Þessi tónlist er mjög góð tónleikatónlist amk en ég hef svosem ekkert hlustað á hana áður. Hrefna er búin að lofa mér að brenna handa mér þá diska sem hún á, held þær hafi gefið út þrjá diska í allt.

Gaman að vera komin í íslenskan félagsskap aftur :)

5 comments:

Anonymous said...

ok ég get engan vegin heyrt þessa tónlist fyrir mér, verður áhugavert að fá að heyra þetta.

Anna Þorbjörg said...

Finnst þetta skítsæmilegt, svolítið of eitthvað artí stundum fyrir minn smekk, en örugglega mjög skemmtilegt sem tónleikaband.
Veit ekki af hverju en mér fannst þær vera sænskar!!!
En velkomin í íslenskan félagsskap, hann er góður :)

Anonymous said...

Þetta hljómar mjög áhugavert. Eins og Sólrún segir ég heyri þessa tónlist engan fyrir mér.

Anonymous said...

Tær eru med sidu, held myspace eda eitthvad sem tid getid tekkad a ef tid googlid tær bara.
knus

Anonymous said...

Við Sverrir fórum einmitt á tónleika með þeim hérna á Íslandi fyrir tveim árum síðan. Mjög gaman en einmitt frekar artí :)

Við spiluðum diskana með þeim stundum hérna heima, mamma Sverris heyrði eitt sinn tónlistina og spurði hvort það væri verið að drepa kött!!! Hehe :)