Wednesday, August 29, 2007

Brasað og brasað

Það er búið að vera nokkuð mikið að gera hjá mér seinustu dagana. Er að vinna ca 6 daga í viku og svo þegar ég á frí erum við Frank búin að vera dugleg að gera eitthvað skemmtilegt. Erum til dæmis búin að fara á listsafnið hérna sem heitir Aros og er mjög flott, við höfum reyndar verið þarna mjög oft en núna er ný sýning sem okkur langaði mjög að sjá. Svo fórum við í skemmtigarð sem heitir Danfoss Univers, mæli eindregið með honum ef einhver af ykkur á leið um Danmörku, sjá www.danfossunivers.com. Þar er til dæmis mjög flott hús þar sem vatn lekur niður veggina og inní er íslenskur 18 metra Geysir!! Einnig var farið yfir til Þýskalands og keypt slatta af ódýrum bjór, gosi og nammi ;) Nú get ég loksins sagt að ég hafi verið í Þýskalandi! Borðaði að meira að segja Bratwurst pylsu ;)

Á morgun er ég svo að fara á tónleika en það er opnun á Aarhus festuge en það er svona menningarvika og þemað í ár er hreyfing en ég veit í raun ekkert hvað verður á boðstólunum en mig grunar að það verði töluvert dansað. Frank er sveittur núna að setja sviðið upp í ráðhúsinu sem er by the way Arne Jakobsen hönnun. Frank er að vinna í amk 12 tíma í dag við að setja upp sviðið og eitthvað svaka flott ljósashow. Hlakkar til að sjá hvernig þetta mun líta út.

Á föstudaginn erum við svo að fara í afmæli til pabba hans Frank í Horsens. Í næstu viku byrjar skólinn svo hjá mér og þá ætla ég að minnka við mig í vinnunni. Djö hlakkar mig til :)

Ég er svo annars að vinna á sunnudaginn sem sökkar en ég er desperate for money þar sem Lín bankar á öxlina á manni núna jeijjj. Aldrei taka námslán!!!!

5 comments:

Anonymous said...

nei hæ sæta mín, gaman að lesa blogg frá þér:) Já minnstu ekki ógrátandi á helv... Lín...ömurlegt batterí! Þín verður saknað á föstudagskvöldið þegar við skvísurnar förum í bústaðinn að leika okkur;) Kossar og knús til danmerkur,

Eydís Ólafsdóttir said...

Danfoss univers hljómar spennandi, veit um einn ungan mann sem hefði örugglega gaman af því að kíkja þangað :). Annars höfum við það mjög gott. Verð að fara að skrifa góða færslu á síðuna okkar bráðum.
Kærar kveðjur úr rigningunni á AKureyri

Anonymous said...

Já það er ekki gaman að borga lín, án þeirra væri ég samt ekki hér svo ég segi ekkert.

Skemmtið ykkur vel í því sem er framundan, bið að heilsa frank, hljómar skemmtilegt að vera með í að undirbúa svona viðburð.

Anonymous said...

Takk fyrir commentin! :) Já Heiða ég væri sko meira en til í að vera með ykkur í bústaðnum, þetta er náttúrulega paradís á jörðu ;)

Eydís þið verðið hreinlega að fara í Danfoss univers, held að pabbinn myndi líka missa sig þarna hehe. Svo getur þú misst þig í ódýra dótinu í Þýskalandi!

Já lín er frá djöflinum en án þess er maður jú ekkert sem gerir lín í raun enn verri hehe.

knús allir !!

Anonymous said...

Gaman að heyra af þýskalandsferðinni ykkar gaman að geta skroppið svona.

Já ég er víst að fara kynnast þessum línar hausverk en ég gæti þetta ekki öðruvísi.

Góða helgi skvísa.