Friday, August 31, 2007

Wednesday, August 29, 2007

Brasað og brasað

Það er búið að vera nokkuð mikið að gera hjá mér seinustu dagana. Er að vinna ca 6 daga í viku og svo þegar ég á frí erum við Frank búin að vera dugleg að gera eitthvað skemmtilegt. Erum til dæmis búin að fara á listsafnið hérna sem heitir Aros og er mjög flott, við höfum reyndar verið þarna mjög oft en núna er ný sýning sem okkur langaði mjög að sjá. Svo fórum við í skemmtigarð sem heitir Danfoss Univers, mæli eindregið með honum ef einhver af ykkur á leið um Danmörku, sjá www.danfossunivers.com. Þar er til dæmis mjög flott hús þar sem vatn lekur niður veggina og inní er íslenskur 18 metra Geysir!! Einnig var farið yfir til Þýskalands og keypt slatta af ódýrum bjór, gosi og nammi ;) Nú get ég loksins sagt að ég hafi verið í Þýskalandi! Borðaði að meira að segja Bratwurst pylsu ;)

Á morgun er ég svo að fara á tónleika en það er opnun á Aarhus festuge en það er svona menningarvika og þemað í ár er hreyfing en ég veit í raun ekkert hvað verður á boðstólunum en mig grunar að það verði töluvert dansað. Frank er sveittur núna að setja sviðið upp í ráðhúsinu sem er by the way Arne Jakobsen hönnun. Frank er að vinna í amk 12 tíma í dag við að setja upp sviðið og eitthvað svaka flott ljósashow. Hlakkar til að sjá hvernig þetta mun líta út.

Á föstudaginn erum við svo að fara í afmæli til pabba hans Frank í Horsens. Í næstu viku byrjar skólinn svo hjá mér og þá ætla ég að minnka við mig í vinnunni. Djö hlakkar mig til :)

Ég er svo annars að vinna á sunnudaginn sem sökkar en ég er desperate for money þar sem Lín bankar á öxlina á manni núna jeijjj. Aldrei taka námslán!!!!

Friday, August 17, 2007

Our FRIENDS the NEIGHBOURS

Pretty naked guy

Já vid eigum okkar eigin ugly naked guy, nema hvad ad hann er ekki ljótur og tví fékk hann heitid Pretty naked guy. Nágranni okkar er semsagt alltaf nakinn og hann er EKKI med gardínur í íbúdinni sinni! Hann virdist sitja nakinn inni á skrifstofunni sinni sem er full af bókum og svo virdist vera ad hann sé eitthva voda mikid ad brasa inni í stofunni. Kannski er hann rithøfundur og listamadur EDA kannski er hann bara psycho! Tad er kannski thunn lína tarna á milli hehe.

Jæja nú haldid tid náttúrulega ad ég sitji hvert kvøld og glápi á the pretty naked guy!

Tuesday, August 14, 2007

Feitir tónleikar


Fór á CocoRosie tónleika á sunnudaginn með nokkrum hressum íslenskum stelpum. Stelpurnar sem ég var með eru stelpur sem ég kynntist í sálfræðináminu heima og/eða sálfræðinni hérna í Aarhus og heita Hrefna, Ásdís, Hildur og Katrín.


CocoRosie eru systur frá USA sem spila mjög cool og frumlega tónlist. Þær eru víst upprunalega frá Frakklandi en hafa búið lengi í Bandaríkjunum. Þeim til stuðnings var Tez sem er gaur sem gerir fáránlegustu hljóð með röddinni og hann var í býr til flest öll beat í tónlistinni þeirra. Hann hitaði líka upp fyrir sjálfa tónleikana og fólk var gjörsamlega orðlaust yfir honum. Hann tók til dæmis Prince lag þar sem gerði beatið og söng á sama tíma?! hvenrig gerir maður það?? Systurnar tvær eru báðar með mjög flottar raddir, önnur þeirra er með rosalega fallega óperurödd en hin er með mjög cool barnalega rödd sem hún notar í rappstíl. Saman er kokteillinn banvænn! Þessi tónlist er mjög góð tónleikatónlist amk en ég hef svosem ekkert hlustað á hana áður. Hrefna er búin að lofa mér að brenna handa mér þá diska sem hún á, held þær hafi gefið út þrjá diska í allt.

Gaman að vera komin í íslenskan félagsskap aftur :)

Friday, August 10, 2007

Sumarið kom að lokum!

Stella Polaris
Er svona dagur þar sem nokkri mismunandi plötusnúðar spila chill out tónlist á meðan fólk liggur og picknickar. Hér er nokkrar myndir frá þessum viðburði.



Fólk á öllum aldri naut sín í þessum garði sem er reyndar háskólagarðurinn hérna sem er by the way rétt hjá mér sem er næs. Sumir spiluðu fuzball aðrir veiddu fisk, sumir áttu afmæli og borðuðu kökur á meðan enn aðrið lágu á teppi og keluðu.






Ströndin

Við höfum líka eytt þónokkrum tíma úti í sólinni því hennar var saknað sárt hérna í sumar en hún ákvað svo að láta sjá sig í nokkra daga. Við fórum til dæmis á ströndina sem er bara hérna rétt hjá okkur. Ég var ekki með gleraugun á nefinu og sá því ekkert sérstaklega vel og fannst allir eitthvað svo bleikir á ströndinni. Þegar við vorum komin nógu nálægt til að ég gæti séð fólkið uppgötvaði ég að allir voru naktir! Fullt af allsberum miðaðra köllum! Við flýttum okkur bara framhjá þeim og aðeins lengra á ströndinni var aðeins meira klætt fólk. Við settumst niður í sandinn og fylgdumst með fólki og dýrum. Við sáum til dæmis mjög sætan en feitan Pug hund með eiganda sínum sem var 12 ára gamall strákur. Þeir fóru aðeins í sjóinn til að kæla sig en hundurinn var fljótur að forða sér og hljóp rakleitt til okkar og hlammaði sér upp að Frank en hundurinn var eins og áður sagði bæði sveittur og blautur þannig að Frank var ekki alveg sáttur. Hundurinn virtist algjörlega orkulaus og ætlaði aldeilis ekki að færa sig neitt og þegar eigandinn kom að sækja hann sat hann bara áfram blýfastur. Við komumst svo að því að hundurinn heitir Pingo og var hinn sætasti og ég klappaði honum og knúsaði aðeins. Eigandinn var pínu vandræðalegur yfir því hversu litla stjórn hann hafði á þessu litla dýri en þessir hundar eru víst voða sjálfstæðir og fullir af persónuleika.
Algjört krútt!