Wednesday, June 27, 2007

Whats new pussycat?

Finnst ég skulda bloggfærslu þannig að þessi er kannski pínu löng, sorry

Það hefur verið mikið um að vera hér hjá okkur. Ég er að vinna á fullu sem er í raun fínt en er þó að fara í smá sumarfrí næstu tvær vikurnar. Næst á dagskrá hjá okkur er að fara til Samsö en þar verður haldið brúðkaup á laugardaginn. Ég fór einmitt í kjólaleiðangur í seinustu viku og endaði í H&M en þar var úrvalið eiginlega alltof mikið þannig að ég endaði með þrjá kjóla sem ég fílaði og ákvað að kaupa þá alla haha! Þeir kostuðu samt innan við 500 DK sem er fáránlega ódýrt. Við munum sofa í tjaldi á Samsö svo við vonum að veðrið verði bærilegt en núna seinustu dagana hefur veðrið verið ömurlegt, rigning og rok!. Svo á þriðjudaginn munum við fara á Hróaskelduhátíðina góðu :) Alltaf þegar ég ætla að sofa í tjaldi kemur rigning þannig að það er alveg ljóst hvernig veðrið verður ! Allaveg þetta verður geggjað gaman og ég hlakka svakalega til.

Það helsta í fréttum er að við Frank fórum á Modest Mouse tónleikana í gær en þeir voru alveg hrikalega góðir. Þeir fengu fimm stjörnur af sex mögulegum í tónlistartímariti hérna sem er ekki slæmt. Það var ótrúlegur kraftur í þeim en þeir eru sex manns í hljómsveitinni og eru með allskonar hljóðfæri, þar á meðal tvö sett trommur, trompet, selló, bongótrommur,harmonikku, banjó plús allt þetta venjulega. Söngurinn er líka náttúrulega einn af þeirra bestu þáttum. Þetta voru rosalega litlir tónleikar en við vorum í mesta lagi 1000 manns þrátt fyrir að það hafi verið uppselt. Maður nær einhvernveginn að njóta tónlistarinnar betur á svona tónleikum. Það einasta sem ég get sett út á þessa tónleika var að þeir klúðruðu uppáhaldslaginu mínu, Float on, sem var pínu svekkelsi en what ever ég skemmti mér vel.

Við fórum reyndar á aðeins "rafrænni" tónleika á laugardaginn en við skelltum okkur á Chokolade Fabriken sem er frekar cool staður sem er skiptur upp í nokkrar hæðir með mismunandi tónlistarstefnum. Í kjallaranum eru alltaf frekar undergroundlegir tónleikar, sumir rosalega lélegir en aðrir cool en það er samt alltaf gaman að tékka á þeim. Á laugardaginn voru þrír raftónlistarmenn að spila, einn frá Bandaríkjunum, einn frá Þýskalandi og einn frá Danmörku. Við vorum nánast einu áhorfendurnir þannig að við sátum svo bara og spjölluðum við þetta fólk sem var mjög áhugavert. Einnig fengum við fjóra ókeypis bjóra sem skaðabætur fyrir mannleysið ! geggjað :) Áhugaverðasta framkoman var án ef frá þýsku stelpunni en hún var íklædd búningi sem hún hafði sjálf hannað og saumað, þetta var nokkurskonar glamúr ofurhetju búningur sem hún klæddi sig svo úr. Frekar fyndið en mjög töff líka. Danska stelpan var líka fyndin en hún kallar sig Esther Lauder og tók til dæmis Erotica eftir Madonnu en breytti textanum svo að hann var: Get your hand right off of my body. ok hljómar ekki fyndið núna, you had to be there. Svo eyddum við restinni af kvöldinu í að spjalla við tvo gaura frá Nýja Sjálandi sem var líka frekar áhugavert. Ég tala yfirleitt aldrei við ókunnuga hérna í DK því það tíðkast ekki en Frank var alveg æstur í að tala við fólk sem var svo fínt því þá var ísinn brotinn.

Jæja nú er nóg komið!

Ég mun svo að sjálfsögðu setja inn frekar fréttir af okkur á næstunni

4 comments:

Anonymous said...

Já Kristrún það þýðir ekkert að koma með rigningu á Hróarskeldu núna HA!!!!! hehe djók ég var rétt í þessu að kaupa 3x3m partýtjald og ætla ég að hafa mitt litla aumingjans tjald undir því og ef að Anna og bróðir minn og hans gengi taka ekki allt plássið þá er ykkur velkomið að tjalda undir því líka ;) við förum ábyggilega strax á sunnudeginum en væriru til í að meila mér gemsa númerið þitt og Franks líka. Við sjáumst á þriðjudaginn vúhú.

Anna Þorbjörg said...

Er EKKERT öfundsjúk, EKKI NEITT, að þú sért að fara á Hróarskeldu. Það verður örugglega ógeðslega leiðinlegt og ógeðslegt veður og ógeðslegt fólk úti um allt.
Ég verð nú að reyna að telja mér trú um það alla vega!
Góða ferð og skemmtun og sjáumst svo eftir rúma viku :)

Anonymous said...

Hey er of seint að segja góða skemmtun! Býst við að þið séuð þegar mætt í gleðina. Hlakka til að sjá ykkur, jeii!!!

Anna Þorbjörg said...

Bíð spennt eftir Hróarskeldurfærslu ...