Wednesday, July 11, 2007

Blaut skemmtun

Brúðkaup á Samsö
Ferðalagið byrjaði mjög illa en það var hellirigning og ferjan biluð þannig að við þurftum að bíða í pínu litlum bæ í tvo klukkutíma. Við gerðum gott úr því og keyptum bjór og pizzu. Fyrsta nóttin í blautu tjaldi var ekki góð þar sem vindsængin hans Frank var ónýt þannig að hann svaf ekki neitt og ég svaf kannski í 2 eða 3 tíma. Parið var svo gift í mjög krúttlegri gamalli kirkju á ótrúlega fallegum stað á eyjunni. Veislan var fín með góðum mat og nóg af bæði víni og bjór. Haldnar voru margar hjartnæmar ræður þar sem mörg tár fengu að falla. Ég verð reyndar að viðurkenna að ég hata pínu stórar veislur þar sem ég þekki engann en þetta var svosem ágætt.


Við vorum mjög vel undirbúin undir mikla rigningu og vesen því það er jú alveg ljóst að þegar fröken Kristrún á að sofa í tjaldi rignir alveg pottþétt. Við höfðum rétt fyrir okkur en það rigndi alveg svakalega eins og fólk hefur væntanlega séð í fréttunum. Maður reyndi að sjálfsögðu bara að gera gott úr þessu sem tókst nokkuð vel þar sem við vorum í alveg frábærum vinahópi og ég vil bara þakka þeim fyrir frábæra hátíð ! :)
Við vorum í frekar stórum tjaldbúðum en þar voru til dæmis Siggi x og kærastan hans Lilja, Gunni og Nína og svo Biggi og Guðný frá Akureyri. Við hittum svo Hrönn, Jón og Önnu og Peter og Louise en þau bjuggu á öðrum stöðum en við . Við eyddum í raun ekki miklum tíma á sjálfu tjaldsvæðinu því það var svo mikið af góðri tónlist sem við vildum ekki missa af. Það er samt alltaf erfitt að sjá allt sem manni langar að sjá þannig að stundum var nett stress á manni að plana tónleika, pissuferðir, bjórferðir og vinahitting.

Okkur tókst þó að sjá : 1234, Detektivbyrån, The floor is made of lava, Arcade fire, LCD soundsystem, Björk, The Sounds, Beastie boys, Boris, Queens of the stone age, Annuals, Booka shade, The National, Hayseed Dixie, The Flaming lips, The Who, Red hot chili peppers, Dream of an opium eater, Wilco og Arctic monkeys. Samtals 20 bönd!
Flest af þessu var mjög gott en annað slapt. Nenni ekki að fara djúpt í einhverja gagnrýni þó.


Við vorum mjög ánægð og fegin að komast heim á hreint og gott klósett og hlýtt rúm ! Klósettin á Roskilde eru skandall en í byrjun hátíðar voru kamrarnir yfirfullir þannig að maður gat ekki notað þá og svo í lok hátíðarinnar var enginn klósettpappír neinstaðar og ef maður reyndi að fá pappír frá starfsfólkinu var bara sagt nei. ok smá tuð ! Það var gaman og mig langar að fara aftur á næsta ári en myndi samt hugsa mig tvisvar um ef veðrið verður jafn vont.

Á morgun koma svo ofurgellurnar Sólrún og Anna Þorbjörg og Guð hvað mig hlakkar hrikalega til að sjá þær!!!

12 comments:

Anonymous said...

Oohhh hvað ég hefði viljað koma með ykkur á Hróaskeldu -rigninguna. En gott að allt gekk samt ágætlega, maður lærir bara að meta hvað maður hefur það gott heima hjá sér eftir svona ferðir. Svo þegar þú/þið komið til landsins þá getið þið komið og gist hjá mér loksins :)
Kiss og knús

Anonymous said...

það er ekkert smá gott að vita af gistingu :) Þegar Sóley flutti hugsaði ég með mér að nú væri engin gisting í Reykjavík lengur en svo keypti Anna íbúð og segir að ég megi vera hjá henni og svo nú nýtt tilboð. Það er greinilegt að ég verð að skella mér í borgina ;) Er það ekki??

Anonymous said...

Jú klárlega koma sem fyrst :D.

Anonymous said...

hej kristrún.... fjandinn að hafa ekki vitað að þú værir á Roskilde, ég var einmitt líka og fór á meirihlutann af þeim tónleikum sem þú nefndir. ég kíki líklega til árhúsa einhvern tímann á árinu. kærastinn minn ólst þar upp og hann ætlar að sýna mér bæinn. verð í bandi við þig áður og við kíkjum í bjór saman.

kv. ingarun

Anonymous said...

hæ Inga !! Arg já það hefði verið magnað að hitta þig á Roskilde. En við gætum að sjálfsögðu bætt það upp þegar þið komið til Aarhus ;)Ég gæti amk sýnt þér hverfið mitt Trøjborg.

Anonymous said...

Hey fyndið að lesa þetta eftir að ég er buin að heyra þetta allt af fyrstu hendi. Takk aftur kærlega fyrir mig, það var æði að sækja ykkur heim!

Anna Þorbjörg said...

Sammála síðasta ræðumanna! Takk fyrir okkur. Hugsa með hlýju til vindsængurinnar en sú sem við gistum á í Kaupmannahöfn lak eins og gatasigti og rassinn var kominn í gólfið med det samme!
Vona að þú kíkir í heimsókn í nýju, fínu íbúðina mína bráðum. Verð að fara að versla mér svona vindsæng áður samt

Anonymous said...

svona gæða seng fæst í rúmfó eða jysk eins og það heitir á frummálinu hehe. Ekkert voðalega dýr hérna en ég held við höfum gefið um 300 kall (DKK) fyrir hana.

Anonymous said...

hljómar vel Kristrún :)
hvað er síminn hjá þér svo ég geti bjallað á þig þegar von er á mér.
síminn minn er 27466278
annars er msnið mitt inga_bara@hotmail.com

vh inga

Anonymous said...

Takk fyrir það Inga :) Síminn minn er 50852809 og ég er ennþá með kristrunsh@hotmail.com. Verðum í bandi!!

Anonymous said...

Hvað segiru stelpa, bara alveg hætt að blogga?

Anonymous said...

eg lofa ad koma bradum med frettir!! hef bara verid rosa bissy med alla familiuna i heimsokna :) lofa ad reyna ad setja einhverjar myndir og frettir inn tegar eg verd komin heim aftur.