Wednesday, June 13, 2007

Sweet sommer

Álaborgarferðin góða :

Ég fékk frí föst, laug og sun og við fórum til Álaborgar. Það var ÆÐI ! Við fengum besta veður ársins og höfðum það ótrúlega gott. Það var drukkinn í skaldur bjór og Cider allaleið frá Svíþjóð! Kassagítarinn var notaður óspart en nokkur gömul góð drykkjulög fengu að fjúka í sumarblíðunni þegar líða fór á kveld og nágrannarnir dáleiddust af hljómfagri röddu Óla og buðu okkur að koma yfir til þeirra og syngja með þeim. Mikið glens og gaman þar! Það besta við að drekka áfengi í svona gríðarlegum hita er að maður svitnar öllu út í gegnum húðina þannig að maður þarf ekki að pissa eins mikið OG það besta er að maður verður alls ekkert þunnur! Ókosturinn er svo að maður þarf að drekka ansi mikið og svo angar maður eins og unglingaherbergi, það er sko versta lykt sem til er!
Börnin voru bæði falleg og ljúf eins og alltaf og Frank kom þvílíkt á óvart með ýmsum pabbatrixum, held barasta að hann sé sniðinn í pabbahlutverkið þó hann vilji ekki viðurkenna það hehe.
Við fórum í ævintýraferð til Skagen sem er rosalega krúttlegur og fallegur bær, pínu eins og dúkkubær með fullt af flottum og pínulitlum húsum. Þetta er reyndar túristabær sem er víst tómur á veturnar. Það var varla Dani á ferð þarna því bærinn var yfirfullur af blindfullum, en mjög glöðum, Svíjum og Norðmönnum. Við nutum okkar bara á ströndinni og kældum okkur niður í sjónum, sumir amk hehe en ég er pínu hrædd við öll dýrin í sjónum þannig að ég lá bara á teppinu og sólaði mig. Við urðum að sjálfsögðu öll mjög brún og rauð en það eru víst litir sumarsins! Það ætti í raun að vera rauður og brúnn fáni í tilefni þess. Dagurinn fór reyndar næstum í vaskinn vegna örðuleika í lestarkerfinu sem er alltaf í tómu rugli á sumrin en því var svo reddað sem betur fer en það fór langur tími í að bíða og vona. Fall er fararheil var okkar mottó:)
"Vegna veðurs" var svo áætlaðri dýragarðsferð aflýst því við gátum barasta ekki hætt að "hugga okkur" úti á pallinum þeirra Óla og Eydísar sem er mjög stór og næs og svo var lítil uppblásin sundlaug sem maður gat dýft heitum tánum í kalt vatn. Við eyddum miklum tíma þar í sólinni sem var alveg rosalega gott og ég fékk smá lit á hvítu húðina mína jeijj. Frank varð reyndar veikur og svo gleymdi ég tannburstanum mínum og var svo vitlaus að fá hans lánaðan og varð auðvitað veik líka. Við erum semsagt bæði lyktar og bragðskynslaus núna og full af hori, namm!

Ætla að reyna að henda inn myndum á morgun en Frank liggur í rúminu núna og er að deyja úr slappleika.

Kyss kyss

2 comments:

Anonymous said...

gaman að heyra af góðri ferð, vona að þið hristið af ykkur slappelsið sem fyrst.

Ég var annars að klára prófin í gær og er núna alveg eftir mig eftir heiftarlegan lærdóm.

Hlakka til að hitta ykkur í júlí ;)

Anonymous said...

já ok ætlaru að koma til okkar? Næs gaman gaman :)