Tuesday, December 19, 2006

Wally

Þá erum við orðin kjarnafjölskylda sem samanstendur af tveimur fullorðnum og einum merði !! Já það er eitthvað sem býr inni í veggjunum okkar (sem eru þakið á húsinu) og við höldum að það sé husmår sem er einhversslags mörður. Við höfum ákveðið að kalla hann "Wally" þar sem hann býr inni í veggjunum. Tvisvar sinnum höfum við heyrt mjög greinlega verið að "krafsa" í vegginn að innan í fyrstu tvö skiptin var það þar sem við sofum...úhe! Ég gerði Frank svo gráhærðan (ef hann hefði hár) þegar ég þóttist sjá Wally fyrir aftan sófann og Frank stökk upp og var svo allur sveittur og stressaður.

Var að reyna að troða jólagjöfunum og fötunum mínum í ferðatöskuna mína sem mér finnst vera mjög stór en það er alls ekki pláss fyrir þetta allt saman. Ég og Frank erum reyndar búin að svindla geggjað mikið og opna nokkrar jólagjafir því við nennum ekki að taka allt með. Mér fannst reyndar eins og að ég væri að kúka á kirkjugólf því það var svona "þetta er rangt!!" tilfinning inni í mér EN það er alltaf gaman að opna gjafir þannig að þessi vonda tilfinning breyttist í pakkagleði :)

Sjáumst!

4 comments:

Anonymous said...

Góða skemmtun heima mín kæra ;)

Anonymous said...

Það er nú bara sætt að hafa einn Wally heima. Bara kósi að hafa einhvern í veggjunum til að taka á móti sér þegar maður kemur heim eða nei annars.
Já og það er frekar ljótt að kúka á kirkjugólf en eins og ég hef alltaf sagt skítur skeður.

Anonymous said...

Hey hlakka til að sjá þig, er mætt í gleðina á Akureyri. Sjáumst ;)

Anonymous said...

tíhí "kúka á kirkjugólf"...hefur þú gert mikið af því kristrún;) ekkert smá fyndin samanburður hehe:D Líst nú ekki alveg nógu vel á hann Wally...losnið þið ekkert við hann eða hvað?? jæja luv, vonandi tekst þér að koma dótinu fyrir ofan í ferðatöskuna þína:) kyss kyss frá sviss