Thursday, December 21, 2006

Þá er stundin runnin upp

Dagurinn í dag var pínu skrítinn þar sem hann var síðasti vinnudagurinn minn!! Nú er ég laus undan þessu rugli...jei. Kannski verð ég rosalega desperate og vinn þarna sem afleysing á næsta ári en ég held varla að ég nenni því. Flest ungafólkið er að flýgja núna og á okkur dynja dauðvona fólk sem þar á mikilli ummönnun að halda þannig að það verður rosalega þarna um jólin og í janúar. Við erum 6 eða 7 að hætta núna og svo bætast sífellt fleiri við sem tala um að þeir vilji hætta. Yfirmaðurinn minn kvaddi mig ekki einu sinni í dag því hún mundi alveg örugglega ekki eftir því að ég væri að hætta, það segir mjög mikið um hana og skipulagið þarna. jæja nóg um það!!

Erum búin að pakka og ganga frá því sem þarf að ganga frá þannig að við ættum að ná að vera tilbúin til brottfarar klukkan 11 í fyrramálið þegar lestin okkar keyrir okkur til köben. Plönin eru nett breytt en það er brjálað veður þarna heima eins og þið vitið væntanlega og sóley og palli treysta sér ekki í óveðrið á laugardaginn þannig að þau ætla að keyra snemma í fyrramálið. Njalli var svo sætur að bjóða okkur far með honum og bróður hans þannig að við erum rosalega fegin og ánægð með það. Sóley var líka mjög sæt í sér og bauð okkur að gista í íbúðinni þeirra sem er alveg geggjað :) Takk fyrir það!! Ég vona bara að lestinni seinki ekki mikið og að flugið okkar standist líka, þá verð ég ánægð.

Vonandi eru allir búnir með mesta jólastressið og eru að detta í rólegheita jóla gírinn :)

No comments: