Thursday, December 14, 2006

Jólin koma

Þá er frídagur númer tvö brátt á enda og ég er næstum búin að gera allt sem gera þarf áður en ég og Frank komum til Íslands. Við erum reyndar í smá klípu því við þurfum að sjálfsögðu að taka allar gjafirnar handa þeim heima og svo allar gjafirnar sem við fáum frá fjölskyldunni hérna. Það er í raun ekki sérstaklega gáfulegt að taka þetta allt með en samt finnst mér vera synd að opna pakkana fyrir jólin. Maður ætti kannski að opna þyngstu pakkana og taka þá léttu með? Við fljúgum með icelandexpress og þeir eru mjög strangir á yfirvigtina þannig að maður þarf að passa sig því þetta gæti orðið dýrt spaug.

Ég missti mig aðeins í gær og keypti mér jólaskó og gallabuxur, er annars búin að kaupa mér jóladress. Það er svo gaman að fá að missa sig í búðunum hehe :) Núna er ég búin að kaupa allar gjafir og keypti svo jólakort í dag. Ég er með blendnar tilfinningar gagnvart jólakortunum, langar eiginlega bara að senda þeim sem ekki búa á landinu og ég mun ekki hitta um jólin og svo bara kyssa og knúsa þá sem ég veit að ég mun hitta yfir jól og áramót...veit annars ekki hvað ég geri því ég hef mjög mjög lítinn tíma þangað til ég flýg heim og svo verð ég líklegast komin til Akureyrar seinnipartinn á Þorláksmessu. Ég vona að fólk verði ekki reitt við mig ef ég sendi þeim ekki kort!!

Já nú er íslenskan mín officially léleg!! Var á kaffihúsi með Evu minni í dag og ég ætlaði að segja lauslát en sagði í staðinn látlaus!!! Fannst eitthvað furðulegt við orðið en var samt ekki að fatta hvað ég hafði sagt hahaha.

Hlakka annars ROSALEGA til að hitta alla heima á Íslandi !! : )

3 comments:

Anonymous said...

Hlakka geðveikt til að hitta þig líka ;)

Í gær flaug ég bæði með easy jet og svo icelandair með 24 kílóa töskuskáp og blýþungan handfarangur fullan af bókum. Svo það er kannski smá svigrúm, líka hjá lággjaldaflugfélögum ?

Anonymous said...

nei sorry meinti iceland express

Anonymous said...

Hehehe...þú lofar svo að vera ekki með neitt látleysi á Íslandi! hahaha... of fyndin þegar þú talar "íslensku" :)
Knús,
Eva