Jæja þá er orðið pínu langt síðan ég "spoke out" hérna á vefnum. Er bara svo útkeyrð eftir vinnudaginn að ég meika ekki meira. Núna er til dæmis líknardeildin yfirfull þannig að fólk er sent heim til að deyja þannig að við hjá heimahlynningunni þurfum að sjá um fólk í þann tíma sem það hefur eftir. Yfirleitt er fólk rúmliggjandi og mjög mjög veikt og fjölskyldan gerir sitt besta til að hjálpa til og vill gera miklu meira en þau í raun geta, að sjálfsögðu. Mér finnst þetta frekar erfitt þar sem amma mín er með krabbamein og hin amma mín lést einnig úr krabbameini og svo á ég einn frænda sem er bara um tvítugt sem er mjög veikur af hvítblæði og svo er systir ömmu minnar (í föðurfjölskylduna) líka veik og komin á líknardeild. Svona er lífið og maður þarf að sætta sig við ýmisslegt.
Á fimmtudaginn seinasta fékk ég svo bréf frá háskólanum hérna í Aarhus þar sem fram kemur að ég kemst EKKI inn í skólann!! fokking hálfvitar!! sorry en þegar ég talaði við námsráðgjafann þá sagði hún mér að ef ég kæmist inn í skólann þyrfti ég að byrja á því að taka tvö ba fög sem eru víst ekki kennd á Íslandi. Svo skrifa þeir mér að ástæðan fyrir því að ég komist ekki inn sé að ég hafi ekki tekið þessi sömu tvö ba fög sem þeir töluðu um að ég ætti að taka ef ég kæmist inn!! helló hvar er lógíkin í því???? Ég held reyndar að ástæðan sé einhver önnur og mig grunar að það sé vegna þess að ég sé frá Íslandi því ég hef talað við tvær stelpur sem eru í skólanum og þær segja að það sé einhver mórall gagnvart Íslendingunum og þeir vilja greinilega ekki fá okkur inn. Allavega þá get ég semsagt tekið þessa tvo kúrsa ef ég vill en það gæti tekið mig 2 ár!! Og ég þarf að borga um 40 þús íslenskar fyrir það. Annað fagið er semsagt kennt núna á næstu önn og svo er hinn kúrsinn bara kannski kenndur á önninni þar á eftir.
Virkilega skemmtilegt þar sem ég get heldur ekki fengið neina vinnu sem passar við mína menntun!! Veit núna ekki hvað ég er að gera í þessu tækifæralausa landi?? Á reyndar besta kærasta í heimi :) jæja núi sjáum við bara til hvað ég geri. Kannski getið þið vinkonurnar hjálpað mér við ákvörðunartökuna þegar ég hitti ykkur um jólin, sem er ansi bráðlega :) jeijj :)
Hlakkar ógeðslega til að koma heim og hitta alla og bara slappa af án þess að þurfa að hafa áhyggjur af vinnunni, bara lúxus...þangað til ég þarf svo að ákveðja framtíðina hehe.
Hafið það gott
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Elsku Kristrún mín leiðinlegt að heyra með veikindin í fjölskyldunni þinni það er ekki auðvelt að þurfa horfa upp á ástvini sína veika og ekki geta gert neitt í því.
Ég er viss um að þú eigir eftir að finna eitthvað út úr þessu með framtíðina við getum kannski hjálpað hvor annari að finna út úr því :) þegar þú kemur. Þið getið alltaf komið líka heim :D verið á íslandi í smá tíma.
Krabbamein er ógeð, ég verð hræddari og hræddari við það í hvert skipti sem ég heyri um einhvern sem er haldinn því. Finnst einhvern veginn annar hver maður nánast hafa fengið krabbamein.
Já, Danir hafa lengi verið haldnir Íslendingahatri (sem og svo sem öfugt). Þegar ég var í háskólanum í Århus fékk ég að heyra það frá samnemanda mínum að ég væri að notfæra mér dönsk stjórnvöld með að læra við danskan háskóla og fannst ég bara eiga að læra heima hjá mér.
Verð nú að segja að sem Íslendingur (og sem útlendingur almennt) er skrilljón sinnum betra að búa í Svíþjóð en Danmörku. Hef aldrei fengið neikvætt komment á að vera frá Íslandi hér en fékk alla vega 3x í DK einhvern skít. Og þó hef ég búið hér lengur.
Hefðir bara átt að finna þér sænskan kæró!
Hæ Kristrún mín!! Leiðinlegt að heyra með skólann. Danir geta verið alveg ótrúlegir stundum og þá sérstaklega skólayfirvöld því það virðist oft ekkert skipulag eða reglur gilda um eitt eða neitt. Þessi kennari segir þetta og hinn segir eitthvað allt annað og maður veit ekki í hvora löppina maður eigi að stíga. Annars vildum við bara kasta á ykkur skötuhjú kveðju og vonum að fríið á íslandi verði æðislegt. Okkur hlakkar líka ofsalega til að kíkja á klakann í afslöppun og hitta alla og borða góðan mat. Hafið það ofsa gott um jólin og við vonandi sjáumst fljótlega. Kv. Anna Rósa og co.
Hæ frænkos!
Ömurlegt með skólann! Ég er sammála Önnu Þ. og í svona fagi eins og læknisfræðinni þar sem er keppst um plássin er maður ekkert rosalega vinsæll fyrir að hafa komið hingað alla leið frá Íslandi til þess eins að stela frá þeim plássunum..gaman af þessu!
Vonandi finnurðu eitthvað sniðugt að gera í staðinn Kristrún mín ;)
Það væri æðislegt að skreppa á kaffihús áður en þú ferð til Ísl! Vertu í bandi ef þú hefur tíma!
Knús og kossar,
Eva frænka
Kúkalabbar!!!!
Fólkið í skólanum sko!
Post a Comment