Thursday, April 27, 2006

Pólitík

Maður er orðinn svo pólitískt þenkjaður þessa dagana, held það sé vegna þess að maður er víst orðinn fullorðinn og svo að upplifa af eigin reynslu hvernig það er að vera í landi með ríkisstjórn sem er ekki hlynnt útlendingum og vera svo einn slíkur og finnast allar dyr lokaðar.
jæja nóg um það, allavega í dag í skólanum (Sprogcenter) skrifaði ég semsagt stíl um það hvort mér fyndist að það ætti að lækka kosningaraldurinn frá 18 árum í 16 ár. Ég hef aldrei áður hugsað um þetta málefni fyrr þannig að ég lagði höfuðið í bleyti og komst að því að mér finnst það bara ansi góð hugmynd!
Ef maður er nógu gamall til að ákveða hvað maður vill læra og nógu gamall til að fá vinnu og borga skatt af þeirri vinnu af hverju þá ekki að vera nógu gamall til að hafa áhrif á hverjir ráða? Einnig finnst mér margir 16 ára "krakkar" bara ansi vel menntaði og vel þenkjandi og ef þeir fá tækifæri til að hafa áhrif á stjórnmál landsins þá gætu þeir jafnvel orðið enn meira pólitískt þenkjandi því þá byrja stjórnmál kannski að skipta þá einhverju máli. Ég viðurkenni þó að það er í yngsta lagi að byrja að kjósa 16 ára en einhversstaðar verðu maður að byrja.
Hvað finnst ykkur hinum um þessar pælingar? Eruð þið algjörlega ósammála eða finnst ykkur þessi umræða bara dead boring? hehe.

Annars er blíða og sólskin hérna og gatan okkar sífellt stútfull af fólki sem gæðir sér á kökum og fleiru fyrir utan kaffihúsin. Bara pirrandi að koma heim úr vinnunni dauðsvangur og horfa svo á milljón manns borða vel lyktandi og vel útlítandi mat! Er samt heppin að hafa Frank heima að elda á meðan ég vinn;)

peace out brothers and sisters

4 comments:

Anonymous said...

Hæ syz
Ég held að þú hafir ekki gleymt Gorillaz disk hérna heima. Allaveganna ekki svo ég viti. En til hamingju með bloggið eða eitthvað.
Góðar stundir.

Anna Þorbjörg said...

Gaman að pólitískum vangaveltum, sérstaklega þar sem ég á víst að heita stjórnmálafræðingur (what´s up with that!). Held það væri ekki svo vitlaust að lækka aldurinn niður í 16 ára, alla vega hafði ég brennandi áhuga á stjórnmálum þegar ég var í grunnskóla, bara Alþýðubandalagsmerki í brjósti og gat ekki beðið eftir að kjósa flokkinn, en fékk aldrei tækifæri til þar sem hann var ekki til þegar ég fékk kosningarétt. En held almennt að unglingar séu meira heitir fyrir ákveðinni pólitík, svo verður maður fullorðinn, leiðinlegur og raunsær og sækir í miðjumoð. Held að það veitti ekki af smá blóðhita til að hressa íslensk stjórnmál almennilega við.
Annars byrjar þú vel í blogginu, segi bara go girl!
Puss och kram frá Sverige

Anonymous said...

Hrönns
hei hei, frábært að þið eruð byrjuð að blogga nú get ég fylgst alminnilega með ykkur hehe... vona að þið hafið það gott i danemark þrátt fyrir útlendinga hatur ;)

Anonymous said...

Hey,

nei mér finnst allt of ungt og algjör óþarfi að lækka kosningar aldurinn niðrí 16 ára, ég veit það eru unglingar sem hafa vit og áhuga á pólitík en held þeir séu í miklum minnihluta. Þegar ég var 16 þá eyddi ég mestum mínum tíma í að lesa "Just Seventeen" og spá í hvar og hvernig maður ætti að djamma um helgina og þannig var það nú hjá mörgum í kringum mig á þessum aldri!