Vissuð þið að það er menningarmunur á því hvernig maður tjáir það að maður hafi ekki heyrt eða skilið það sem aðilinn sem maður talar við segir? Til dæmis segjum við á Íslandi ha sem ég hélt að væri eitthvað alveg eðlilegt og að flestir aðrir gerðu líka, en nei þar skjátlaðist mér . Eftir að ég flutti til Danmerkur komst ég að því að fólki hér finnst það alveg fáránlegt að ég segi ha. Það er þvílíkt búið að gera grín að mér og hlæja að mér, öll tengdafjölskyldan og strákur úr bekknum aðallega. Ég hef svo komist að því að það eru fleiri sem segja ha. Til dæmis segir maður ha í Írak og Japan!! Ég verð alltaf svo ánægð þegar ég kemst að því að það eru aðrir eins og ég ;) Mér finnst líka cool að eiga eitthvað sameiginelgt með aröbum og japönum hehe.
SMÁ fréttir héðan annars, Massive attack munu spila í Kaupmannahöfn í ágúst og damn hvað mig langar að fara!! Ég og Frank eigum nú tvo miða á Depeche Mode tónleikana uppi á hillu og svo er náttúrulega SPOT festivalen hérna í Aarhus sem við munum fara á og svo er alltaf spurning með Roskilde festival þannig að það er of mikið um að vera og kannski aðeins of litlir peningar, en eins og oft er sagt ef viljinn er fyrir hendi ... þá er aldrei að vita.
over and out
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Ha? Eg vissi ekki að þið væruð farin að blogga! Var að sja linkinn hja Onnu. En þetta er gott blogg hja ykkur, gaman ad þessu :)
Ha þú segir... Það er allaf gaman að skera sig úr þó svo að þetta lið sé að hlæja að hainu okkar. Það er cool að segja ha spurðu bara japanina. Ég skal koma og fara með ykkur á Massive attack væri alveg til í það, reyndar væri ég líka til í Depech mode en you can't have it all:).
Ps er alltaf að tékka á heita pottinum hjá express er vakandi yfir ódýru flugfari.
Hej hej, við erum búin að kaupa Roskilde miða þannig að við erum að fara í ár allavegana ;) Kv Hrönns
Í Frakklandi er sagt -eh í staðinn fyrir -ha ...
Post a Comment