Ég og Frank gerðumst sek um jólasvindl í gær! Ég keypti jólagjöf handa Frank (Trivial pursuit, deluxe útgáfan) og svo leiddist okkar eitthvað yfir imbanum og mér fannst kjörið að leyfa steggnum að opna pakkan sinn svo við gætum spilað. Hann vissi hvort sem er hvað hann myndi fá, því þetta var það eina sem hann vildi hehe. Við spiluðum svo allt kvöldið sem var mun meira kósý en að sitja aðgerðarlaus í sófanum eins og alltaf. Maður á líka að hugsa um að gjafirnar eiga að gefa gleði og styrkja böndin. Ég var líka að segja við Frank um daginn að það væri gaman að eiga okkar eigin jólavenjur. Þegar ég hugsa tilbaka þá hef ég bara upplifað frábær jól með minni fjölsyldu og maður festir góðar tilfinningar og minningar við vissa hluti sem maður gerir alltaf, eins og að drekka Malt og Appelsín og hafa seríur í gluggunum. Oft eru þetta litlir hlutir sem gera samt ótrúlega mikið fyrir mann því þeir rifja upp spenninginn frá því maður var lítill. Mér varð hugsað til þess að mamma og pabbi kveikja alltaf á útikertum og setja fyrir utan húsið okkar um jólin og gamlárskvöld, það finnst mér voða kósý og hátíðlegur siður.
Ætli siðir okkar Franks séu þá ekki bara jólasvindl fyrir jólin þar sem við erum að reyna að hafa það kósy áður en jólin skella á og við erum mjög fjarri hvort öðru ! :)
Næst þegar ég skrifa verð ég líklegast á Íslandinu góða...
Sjáumst!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
O ja sjaumst bratt, aetli vid sjaumst a keflavik? Eg er ad drepa timan a heathrow, bara nokkrar klst i vidbot.
God gjof by the way
Sæl og blessuð, takk fyrir góðar kveðjur í jólakortinu!! Vonandi hefur þú haft það gott og Frank sömuleiðis. Hlakka til að sjá þig á nýja árinu!! skemmtu þér vel á gamlárs!! :)
Mbk. Kristín Ósk
Hey hey! A ekkert ad tja sig?
Jæja Kristrún hvernig væri nú að koma með eins og eina færslu áður en við sjáum þig hér aftur á klakanum ;)
Knús vera
Post a Comment