Monday, September 29, 2008

Afmæli


Jæja þá er orðið langt síðan ég skrifaði eitthvað á þetta blessaða blogg mitt, það er að meira að segja svo langt síðan að ég er ekki lengur 28 ára heldur 29 ára!!! Til hamingju til mín og systur minnar Katrínar sem var svo heppin að fæðast sama dag og ég hehe. Takk kærlega fyrir allar fallegu afmæliskveðjurnar góðu vinir :) Voða á ég marga góða vini!! Rík tík.

Ég ákvað að halda afmælisveislu sem vatt "aðeins" upp á sig og endaði með að vera að risastóru afmælispartýi með um tuttugu manns sem hepnnaðist samt nánast fullkomlega. Það eina sem klikkaði var að það var ekki nóg matur handa þeim sem komu of seint (alltof seint).



Við vorum annars með brauðrétti á matseðlinum ásamt salati og snittum. Í forrdrykk bjuggum við til ávaxta kokteil (smoothie style). Þetta slóg allt saman í gegn hjá fólki. Þeir sem voru að sjá íbúðina okkar í fyrsta skiptið voru alveg dolfallnir yfir hversu flott þeim fannst hún og hversu góðan smekk þeim fannst ég hafa, reyndar sagði einn vinur minn að honum hefði aldrei grunað að ég hefði svona góðan smekk haha, frábært hrós!!

Gestirnir voru bæði Danir og Íslendingar og allir voru að sjálfsögðu góðir vinir. Ég fékk svo rosa flottar gjafir sem ég á eftir að njóta lengi :) Takk fyrir mig!! :)






Friday, September 12, 2008

Hið ljúfa skólalíf

To be continued frá seinasta bloggi ...

Ég fór í atvinnuviðtalið sem ég talaði um (Aflastningsordningen) og bjóst við nettu spjalli en þetta viðtal var alveg öfugt við það. Ég var yfirheyrð um ýmis atriði í klukkutíma og korter. Þar sem ég bjóst ekki við þessu varð ég frekar stressuð þannig að danskan fór pínu í rugl en ég náði nú samt að segja frá öllum kostunum mínum, hvaða reynslu ég hef og hvað ég hef lært af henni og hvernig ég get notað hana í þessu starfi. Konunni leist mjög vel á mig og sagði að mamma stráksins myndi elska mig og þær aðferðir sem ég talaði um að ég hafi notað á börnin sem ég hef unnið með. Nú bíð ég bara eftir að mamman hringi í mig og bjóði mér að koma og hitta þau. Hugmyndin er svo að hún verði yfirmaðurinn minn þannig að ég þarf að semja við hana hvenær ég vinn og þess háttar.

Dagurinn í dag var mjög langur en skemmtilegur. Ég byrjaði daginn á að fara í fyrsta tímann í valáfanganum mínum sem heitir ungdomspsykologi og fjallar um unglingsárin. Þessi tími var mjög áhugaverður og ég var sett í hóp með þremur öðrum Íslendingum sem var skemmtilegt. Kennarinn minn bauð mér svo að fá lánaða bók sem hann á og ég fór með honum á skrifstofuna hans og við áttum mjög skemmtilegt spjall um áfengisneyslu Dana og Íslendinga. Reglurnar hérna í Danmörku eru alveg fáránlegar en aldurstakmarkið fyrir að kaupa áfengi er 16 en 18 ef maður ætlar að kaupa sígarettur! Mér finnst þetta vera eitthvað frekar öfugsnúið.
Svo eftir skólann fór ég og hitti nýju Íslendingana en í dag var stór fredagsbar sem þýðir að það var búið að girða af stórt svæði þar sem búið var að setja upp stórt tónleikatjald. Þegar ég svo komst að því að það kostaði heilan helling til að komast inn ákvað ég bara að sjá til sem endaði svo með að ég og vinkona mín og tvíburasystir hennar sem er hérna í heimsókn fórum niður í bæ og hittum aðrar stelpur þar, fleiri bættust svo í hópinn þannig að þetta var allt mjög næs. Við drukkum smá bjór og höfðum það huggulegt. Svo ákváðum við að reyna að gera gott úr þessum fredagsbar og fara þangað aftur en þá var komin sú allra lengsta röð sem ég hef á ævi minni séð! Held við hefðum þurft að bíða í allvegana klukkutíma til að komast inn þannig að ég gafst upp og fór heim í staðinn enda drullukalt úti. Núna er ég undir sæng, skrifandi blogg og horfandi á lélega rómantíska gamanmynd í sjónvarpinu, alein heima :) kósý.

Tuesday, September 09, 2008

Festugen og fleira

Ýmislegt hefur drifið á daga okkar síðan seinast þegar ég bloggaði. Festugen er á enda og við áttum marga mjög skemmtilega daga fulla af afþreygingu og góðri stemningu. Við náðum til dæmis að lokka tengdó frá Horsens. Við sýndum þeim allar skemmtilegu göturnar sem eru nú skreyttar með flottu og oft pólitísku graffiti, við sötruðum bjór, borðuðm grískan mat, sátum á kaffihúsi og kíktum á listasýningar. Seinustu helgi hittum við svo Brynhildi og Jens en þau eru einnig íslensk/dönsk blanda. Við fórum á kínverk/japanskan veitingastað þar sem ég sneyddi Sushi mmm. Seinna um kvöldið fórum við svo niður á bryggju og horfðum á geðsjúklega fyndna, sænska, pönk-sirkus sýningu þar sem einn af þessum flippuðu Svíjum setti músagildru á bæði tunguna á sér og "vininn" sinn hehe. Semsagt frekar crasy sýning en góð skemmtun. Eftir sýninguna fórum við Frank svo á mjög nett pöbbarölt áður en við röltum heim sem var cosý.

Ég er svo byrjuð í skólanum og búin að ljósrita mörg hundruð blaðsíður sem ég á svo eftir að lesa! gúlp. Ég held mig alltaf við KKK hópana mína en núna á ég tvo. Þegar ég var í pædagogisk psykologi var ég alltaf með Karen Marie og Kamilla sem eru dönsku vinkonurnar og svo núna samanstendur KKK grúppan af mér, Karenu og Kristínu og svo er reyndar Kristbjörg bæst í K hópinn þannig að við erum orðnar KKKK vó! Annars eru margir Íslendingar með okkur í klinisk psykologi sem ég á eftir að kynnast betur. Það verður amk nóg að gera á þessari önn og ég er strax nett stressuð en hlakkar líka fullt til :)

Í seinustu viku sendi ég svo umsókn um að vera liðveisla fyrir börn og unglinga með fötlun og svo var hringt í mig strax daginn eftir. Mér líst mjög vel á konuna sem ég talaði við og er að fara á fund með henni á morgun. Ég gæti því verið búin að eignast mitt eigið "barn" á morgun. Hann er reyndar 16 ára þannig að hann er svosem ekkert barn lengur. Hann er víst algjör sjarmör og dúlla, þannig að mig hlakkar pínu til að hitta hann og fjölskylduna hans. Þau voru mjög spennt að heyra að ég væri Íslendingur því þau búa í Trige þar sem mjög margir Íslendingar búa og stráknum langar mjög mikið til að læra íslensku því hann er mjög góður í tungumálum. Hann er með einhverfu greiningu en ég hef mest unnið með ADHD börnum þannig að ég mun læra fullt, fullt af þessu. Held það sé frábært að vera í svona vinnu með skólanum því maður lærir svo mikið "verklegt" á móti öllum kenningunum.


Við viljum annars óska Heiðu Hannesdóttur vinkonu minni og manni hennar honum Guðmundi innilega til hamingju með fallega soninn sem fæddist þeim þann 5.september og ber nafnið Kristófer Dagur :) Góður árangur!