Saturday, April 29, 2006

Burrito night out

Við áttum alveg frábært föstudagskvöld. Við fórum á Mexíkóskan veitingastað og pöntuðum okkur guacamole og nachos í forrétt og burritos og rauðvín í aðalrétt. Mér fannst ég vera komin til útlanda því þetta var eitthvað svo original staður og svo var alveg sjóðandi heitt þarna inni sem bætti ennþá við stemninguna. En ég veit þetta er klisja en mexikóskur matur er allur eins fyrir utan "skelina" sem maturinn er borinn fram í. Maður verðu alveg rínglaður að velja á milli, enchiladas, burritos og tortillia, úff. Ég var samt hrikalega ánægð með matinn og þjónustan var alveg eins og gerist best. Eftir að við höfðum borðað kíktum við á barinn við hliðina á sem heitir Fatter Eskil en þar er oft lifandi tónlist og við fórum næstum því á tónleika hehe já það var semsagt eitthvað band að spila, frekar melankolíska tónlist, og við gátum ekki ákveðið hvort við ættum að borga okkur inn eða bara standa fyrir utan hehe. Ákváðum í staðinn að taka smá næstum því pöbbarölt og kíktum á nokkra staði en settumst ekki niður né pöntuðum drykki. Ódýr og góð leið til að skemmta sér vel og passa budduna á sama tíma og rúsínan í pølseendanum er svo að maður verður ekkert timbraður og getur átt góðan laugardag án samviskubits tjing tjing.
Þegar við komum heim, by the way þá tók um það bil tvær mínútur að labba á veitingastaðinn og ca 15 mín að rölta á milli bara, var Terminator 2 í sjónvarpinu og að sjálfsögðu horfðum við á hana. Þetta er alveg ótrúlega vel gerð mynd og maður er í raun hissa hversu langt tæknin var komin á þessum tíma, þetta var jú hvað 1992 eða eitthvað þannig. Söguþráðurinn er líka frekar cool og boðskapurinn nokkuð góður en aumingja Arnold nær að gera myndina hlægilega því hann er svo hlægilegur. Partýtrickið hans Frank er til dæmis ein lína úr myndinni sem er alveg ótrúlega fyndin, ég ætla ekki að hafa það eftir og skemma fyrir honum en næst þegar þið hittið hann biðjið hann um Arnold eftirhermuna hehe.
Nú þurfum við að skella okkur í bæinn og kaupa afmælisgjöf handa systur Frank en við erum að fara í sunnudagsafmælisboð til hennar á morgun í Horsens (já orðið er komið frá enska orðinu horses því það voru hestasamkomur í þessum bæ í gamla daga).

Lifið heil og sæl

Góða helgi !!!

Friday, April 28, 2006

Ha?

Vissuð þið að það er menningarmunur á því hvernig maður tjáir það að maður hafi ekki heyrt eða skilið það sem aðilinn sem maður talar við segir? Til dæmis segjum við á Íslandi ha sem ég hélt að væri eitthvað alveg eðlilegt og að flestir aðrir gerðu líka, en nei þar skjátlaðist mér . Eftir að ég flutti til Danmerkur komst ég að því að fólki hér finnst það alveg fáránlegt að ég segi ha. Það er þvílíkt búið að gera grín að mér og hlæja að mér, öll tengdafjölskyldan og strákur úr bekknum aðallega. Ég hef svo komist að því að það eru fleiri sem segja ha. Til dæmis segir maður ha í Írak og Japan!! Ég verð alltaf svo ánægð þegar ég kemst að því að það eru aðrir eins og ég ;) Mér finnst líka cool að eiga eitthvað sameiginelgt með aröbum og japönum hehe.

SMÁ fréttir héðan annars, Massive attack munu spila í Kaupmannahöfn í ágúst og damn hvað mig langar að fara!! Ég og Frank eigum nú tvo miða á Depeche Mode tónleikana uppi á hillu og svo er náttúrulega SPOT festivalen hérna í Aarhus sem við munum fara á og svo er alltaf spurning með Roskilde festival þannig að það er of mikið um að vera og kannski aðeins of litlir peningar, en eins og oft er sagt ef viljinn er fyrir hendi ... þá er aldrei að vita.

over and out

Thursday, April 27, 2006

Pólitík

Maður er orðinn svo pólitískt þenkjaður þessa dagana, held það sé vegna þess að maður er víst orðinn fullorðinn og svo að upplifa af eigin reynslu hvernig það er að vera í landi með ríkisstjórn sem er ekki hlynnt útlendingum og vera svo einn slíkur og finnast allar dyr lokaðar.
jæja nóg um það, allavega í dag í skólanum (Sprogcenter) skrifaði ég semsagt stíl um það hvort mér fyndist að það ætti að lækka kosningaraldurinn frá 18 árum í 16 ár. Ég hef aldrei áður hugsað um þetta málefni fyrr þannig að ég lagði höfuðið í bleyti og komst að því að mér finnst það bara ansi góð hugmynd!
Ef maður er nógu gamall til að ákveða hvað maður vill læra og nógu gamall til að fá vinnu og borga skatt af þeirri vinnu af hverju þá ekki að vera nógu gamall til að hafa áhrif á hverjir ráða? Einnig finnst mér margir 16 ára "krakkar" bara ansi vel menntaði og vel þenkjandi og ef þeir fá tækifæri til að hafa áhrif á stjórnmál landsins þá gætu þeir jafnvel orðið enn meira pólitískt þenkjandi því þá byrja stjórnmál kannski að skipta þá einhverju máli. Ég viðurkenni þó að það er í yngsta lagi að byrja að kjósa 16 ára en einhversstaðar verðu maður að byrja.
Hvað finnst ykkur hinum um þessar pælingar? Eruð þið algjörlega ósammála eða finnst ykkur þessi umræða bara dead boring? hehe.

Annars er blíða og sólskin hérna og gatan okkar sífellt stútfull af fólki sem gæðir sér á kökum og fleiru fyrir utan kaffihúsin. Bara pirrandi að koma heim úr vinnunni dauðsvangur og horfa svo á milljón manns borða vel lyktandi og vel útlítandi mat! Er samt heppin að hafa Frank heima að elda á meðan ég vinn;)

peace out brothers and sisters

Wednesday, April 26, 2006

Vandræðagangur

Frank skrifaði færslu í dag en hún sést ekki í tölvunni hérna heima en sést í tölvunni hans í vinnunni. Ég er ekki að fatta þetta, væri alveg til í að þetta virkaði aðeins betur hehe. Er annars að prófa mig áfram og ætla að sjá hvert þessi færsla fer! skemmtilegt blogg sem byrjar vel... hmm.

tæknilegir örðugleikar semsagt sem gætu verið orsök af lélegri tölvu, lélegri tölvukunnáttu eða bara lélegheitum almennt.

læt ykkur vita um diagnosuna síðar...

I'd like to welcome everyone to our new blog. After having talked about it for quite a while now, my incredibly sexy and intelligent girlfriend took matters into her own hands. Nice going!

Be sure to drop profound comments on stuff you've experienced in your daily grind, mind-blowing movies, and amazing music.

Don't be strangers! (cause i'm not allowed to talk to them)

Frank

Tuesday, April 25, 2006

Blogg er fætt

Góðan dag vinir nær og fjær, þá er enn eitt bloggið fætt hér á jörðu og ég efast ekki um að minnst 100 börn fæddust einnig á þessari sömu stundu einhversstaðar í heiminum. Til hamingju með það!
Ég og Frank erum eitt af mörgum "blönduðum" pörum heimsins og viljum segja sögu okkar hérna á alnetinu í boði blogspot ykkur öllum til mikillar gleði og undrunar án efa. Það má búast við færslum á mismunandi tungumálum, íslensku, dönsku og ensku. Ég vona að fólk dusti rykið af gömlu skóladönskunni og jafnvel enskunni ef sú kunnátta hefur legið í dvala. Annars verður örugglega skrifað um allt á milli himins og jarðar á þessu bloggi okkar.

Seinna...